Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Bryndís Einarsdóttir skrifar 3. mars 2023 15:31 Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum. En hvað er sálrænt öryggi í starfsumhverfinu? Sálrænt öryggi þýðir að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að gera mistök, taka ábyrgð á þeim mistökum og leiðrétta. Starfsfólk getur beðið um hjálp og stuðning án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar. Enn fremur er mikilvægt að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að spyrja spurninga, gagnrýna og koma með hugmyndir og skoðanir án þess að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu. Algengur misskilningur er að sálrænt öryggi þýði að þá verði aldrei skoðanaágreiningur, allir séu sammála og allir séu vinir. Auðvitað er gott þegar öllum kemur vel saman og eru sammála um hvert skal halda og hvað skuli gera en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir. Dýrin í Hálsaskógi er frábært leikrit en það er ekki endilega raunveruleikinn. Starfsfólk gegnir mismunandi hlutverkum, er með mismikla ábyrgð, innsýn og reynslu. Þar fyrir utan hefur starfsfólk mismunandi hugmyndir um leiðir að settum markmiðum og eru ekki alltaf með sama ásetning í mismunandi starfshlutverkum. Þegar sálrænt öryggi er til staðar í starfsumhverfinu þá ríkir sú menning og þau viðhorf að fólk megi og eigi að skiptast á hugmyndum, rökræða, takast á málefnalega og þannig víkka sjóndeildarhringinn, auka hugmyndaauðgi og þekkingu og fjölga leiðum til lausna. Sé sálrænt öryggi til staðar í starfsumhverfi aukast lýkur á þátttöku starfsfólks, hugvit og frumkvæði eykst, slysum fækkar og neikvæð hegðun minnkar. Þannig leiðir sálrænt öryggi af sér frjósamara vinnuumhverfi þar sem fólk upplifir framlag sitt metið og það finnur að það er mikilvægur liðsmaður í heildinni. Hvernig geta stjórnendur aukið sálrænt öryggi? Mikilvægast er að stjórnendur fari fyrir með góðu fordæmi. Það þýðir í stuttu máli að stjórnendur leyfi sér að vera manneskjur sem stundum geri mistök, viti ekki allt en séu tilbúnir að bæta þekkingu og færni sína og bjóði starfsfólki að gera slíkt hið sama. Það þýðir að mæta starfsfólkinu sem manneskjum af virðingu, áhuga og hvatningu. Sálrænt öryggi í starfsumhverfinu kemur ekki í veg fyrir að fólk misstígi sig en það eykur líkur á því að þegar fólk misstígur sig, hvort sem um er að ræða stjórnanda eða starfsmann, þá er það gripið fyrr og leiðrétt á farsælli hátt. Allir á vinnustaðnum styðja hvern annan í jákvæðum samskiptum og láta hvern annan vita þegar einhver misstígur sig til að viðkomandi geti leiðrétt hegðun sína án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar og það er gert í virðingu og umhyggju. Það er nokkurn veginn það sem dýrunum í Hálsaskógi tókst að gera, kannski geta öll dýrin í skóginum verið vinir eftir allt. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál og viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirlitinu við úttekt á félagslegu vinnuumhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum. En hvað er sálrænt öryggi í starfsumhverfinu? Sálrænt öryggi þýðir að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að gera mistök, taka ábyrgð á þeim mistökum og leiðrétta. Starfsfólk getur beðið um hjálp og stuðning án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar. Enn fremur er mikilvægt að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að spyrja spurninga, gagnrýna og koma með hugmyndir og skoðanir án þess að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu. Algengur misskilningur er að sálrænt öryggi þýði að þá verði aldrei skoðanaágreiningur, allir séu sammála og allir séu vinir. Auðvitað er gott þegar öllum kemur vel saman og eru sammála um hvert skal halda og hvað skuli gera en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir. Dýrin í Hálsaskógi er frábært leikrit en það er ekki endilega raunveruleikinn. Starfsfólk gegnir mismunandi hlutverkum, er með mismikla ábyrgð, innsýn og reynslu. Þar fyrir utan hefur starfsfólk mismunandi hugmyndir um leiðir að settum markmiðum og eru ekki alltaf með sama ásetning í mismunandi starfshlutverkum. Þegar sálrænt öryggi er til staðar í starfsumhverfinu þá ríkir sú menning og þau viðhorf að fólk megi og eigi að skiptast á hugmyndum, rökræða, takast á málefnalega og þannig víkka sjóndeildarhringinn, auka hugmyndaauðgi og þekkingu og fjölga leiðum til lausna. Sé sálrænt öryggi til staðar í starfsumhverfi aukast lýkur á þátttöku starfsfólks, hugvit og frumkvæði eykst, slysum fækkar og neikvæð hegðun minnkar. Þannig leiðir sálrænt öryggi af sér frjósamara vinnuumhverfi þar sem fólk upplifir framlag sitt metið og það finnur að það er mikilvægur liðsmaður í heildinni. Hvernig geta stjórnendur aukið sálrænt öryggi? Mikilvægast er að stjórnendur fari fyrir með góðu fordæmi. Það þýðir í stuttu máli að stjórnendur leyfi sér að vera manneskjur sem stundum geri mistök, viti ekki allt en séu tilbúnir að bæta þekkingu og færni sína og bjóði starfsfólki að gera slíkt hið sama. Það þýðir að mæta starfsfólkinu sem manneskjum af virðingu, áhuga og hvatningu. Sálrænt öryggi í starfsumhverfinu kemur ekki í veg fyrir að fólk misstígi sig en það eykur líkur á því að þegar fólk misstígur sig, hvort sem um er að ræða stjórnanda eða starfsmann, þá er það gripið fyrr og leiðrétt á farsælli hátt. Allir á vinnustaðnum styðja hvern annan í jákvæðum samskiptum og láta hvern annan vita þegar einhver misstígur sig til að viðkomandi geti leiðrétt hegðun sína án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar og það er gert í virðingu og umhyggju. Það er nokkurn veginn það sem dýrunum í Hálsaskógi tókst að gera, kannski geta öll dýrin í skóginum verið vinir eftir allt. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál og viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirlitinu við úttekt á félagslegu vinnuumhverfi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun