Skrautleg sigurkarfa Randle, Westbrook getur ekki unnið og Jókerinn í stuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 10:31 Julius Randle fagnar sigurkörfunni. Eric Espada/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann áttunda leikinn í röð þökk sé Julius Randle, Sacramento Kings sá til þess að Russell Westbrook hefur ekki unnið leik sem leikmaður Los Angeles Clippers og Nikola Jokić náði enn á ný þrefaldri tvennu í sigri Denver Nuggets. New York Knicks vann hádramatískan tveggja stiga sigur á Miami Heat þar sem skrautleg þriggja stiga karfa Julius Randle tryggði sigurinn en síðasta sókn Knicks virtist vera að renna út í sandinn. Lokatölur 122-120 New York í vil. WHAT A CRAZY SEQUENCE TO END KNICKS/HEAT Tyler Herro steals it and scores for the lead, and Julius Randle follows with a cold-blooded game winner!The @nyknicks have won 8 straight pic.twitter.com/SlZvM1mZSL— NBA (@NBA) March 4, 2023 Randle gerði sér lítið fyrir og skoraði 43 stig í leiknum ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Jalen Brunson kom þar á eftir með 25 stig, 8 stoðsendingar og 2 fráköst. Í liði Miami skoraði Jimmy Butler 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og Los Angeles Clippers mættust nýverið í ótrúlegum leik þar sem Kings unnu 176-175. Um var að ræða næst stigahæsta leik í sögu deildarinnar. Leikur kvöldsins var heldur rólegri en þó var mikið skorað og mikil dramatík. Fór það svo að Kings unnu eins stigs sigur, 128-127. Sabonis hits the free throw.Kings get the stop.Another SAC/LAC thriller. 5 straight Ws for @SacramentoKings! pic.twitter.com/yQiWayXBh5— NBA (@NBA) March 4, 2023 De‘Aaron Fox var stigahæstur hjá Kings með 33 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Þar á eftir kom Domantas Sabonis með 23 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Westbrook sjálfur skoraði 27 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 2 fráköst. 8 straight 30-point games for Swipa.5 straight wins for @SacramentoKings.@swipathefox is on the longest 30+ point streak in franchise history since Tiny Archibald's 9 straight in 1975! pic.twitter.com/6UQ4IygvZd— NBA (@NBA) March 4, 2023 Jókerinn fór hamförum í öruggum sigri Denver Nuggets á Memphis Grizzlies, lokatölur 113-97. Jokić skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Stigahæstur í liði Nuggets var hins vegar Michael Porter Jr. með 26 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Hjá Grizzlies var Ja Morant með 27 stig, 10 stoðsendingar og 4 fráköst. The No. 1-seeded @nuggets win a battle against No. 2 Memphis behind big nights from Joker, Jamal and MPJ!Porter Jr.: 26 PTSMurray: 22 PTS, 9 ASTJokic: 18 PTS, 18 REB, 10 AST pic.twitter.com/OBJubEaIHw— NBA (@NBA) March 4, 2023 Los Angeles Lakers verður án LeBron James næstu vikurnar og það sást þegar liðið tapaði fyrir Minnesota Timberwolves á heimavelli í nótt, lokatölur 102-110. Gestirnir voru án Karl Anthony Towns en það kom ekki að sök. Lakers voru farnir að nálgast umspilssæti en tekst alltaf að misstíga sig á ögurstundu. Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 38 stig á meðan Rudy Gobert skoraði 22 fyrir Minnesota og tók 14 fráköst. Boston Celtics hefur misst toppsætið í Austurdeildinni og liðið henti frá sér 28 stiga forystu þegar það tapaði með tíu stiga mun fyrir Brooklyn Nets í nótt, lokatölur 115-105 Nets í vil. Mikal Bridges skoraði 38 stig í liði Nets og tók 10 fráköst á meðan Jaylen Brown skoraði 35 stig í liði Boston. so smooth with it @mikal_bridges pic.twitter.com/S0cEAo29nI— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) March 4, 2023 Klay Thompson skoraði 27 stig í níu stiga sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans, 108-99. CJ McCollum var stigahæstur hjá Pelicans með 25 stig. Devin Booker skoraði 35 stig, Josh Okogie skoraði 25 og Kevin Durant 20 í öruggum sigir Phoenix Suns á Chicago Bulls, lokatölur 125-104. DeMar DeRozan var stigahæstur í tapliðinu með 31 stig. Önnur úrslit Charlotte Hornets 106-117 Orlando MagicAtlanta Hawks 129-111 Portland Trail BlazersOklahoma City Thunder 130-103 Utah Jazz The Knicks, Kings and Warriors extend their winning streaks! https://t.co/6FlAliik3X pic.twitter.com/ZrVLyn9C1O— NBA (@NBA) March 4, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
New York Knicks vann hádramatískan tveggja stiga sigur á Miami Heat þar sem skrautleg þriggja stiga karfa Julius Randle tryggði sigurinn en síðasta sókn Knicks virtist vera að renna út í sandinn. Lokatölur 122-120 New York í vil. WHAT A CRAZY SEQUENCE TO END KNICKS/HEAT Tyler Herro steals it and scores for the lead, and Julius Randle follows with a cold-blooded game winner!The @nyknicks have won 8 straight pic.twitter.com/SlZvM1mZSL— NBA (@NBA) March 4, 2023 Randle gerði sér lítið fyrir og skoraði 43 stig í leiknum ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Jalen Brunson kom þar á eftir með 25 stig, 8 stoðsendingar og 2 fráköst. Í liði Miami skoraði Jimmy Butler 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og Los Angeles Clippers mættust nýverið í ótrúlegum leik þar sem Kings unnu 176-175. Um var að ræða næst stigahæsta leik í sögu deildarinnar. Leikur kvöldsins var heldur rólegri en þó var mikið skorað og mikil dramatík. Fór það svo að Kings unnu eins stigs sigur, 128-127. Sabonis hits the free throw.Kings get the stop.Another SAC/LAC thriller. 5 straight Ws for @SacramentoKings! pic.twitter.com/yQiWayXBh5— NBA (@NBA) March 4, 2023 De‘Aaron Fox var stigahæstur hjá Kings með 33 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Þar á eftir kom Domantas Sabonis með 23 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Westbrook sjálfur skoraði 27 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 2 fráköst. 8 straight 30-point games for Swipa.5 straight wins for @SacramentoKings.@swipathefox is on the longest 30+ point streak in franchise history since Tiny Archibald's 9 straight in 1975! pic.twitter.com/6UQ4IygvZd— NBA (@NBA) March 4, 2023 Jókerinn fór hamförum í öruggum sigri Denver Nuggets á Memphis Grizzlies, lokatölur 113-97. Jokić skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Stigahæstur í liði Nuggets var hins vegar Michael Porter Jr. með 26 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Hjá Grizzlies var Ja Morant með 27 stig, 10 stoðsendingar og 4 fráköst. The No. 1-seeded @nuggets win a battle against No. 2 Memphis behind big nights from Joker, Jamal and MPJ!Porter Jr.: 26 PTSMurray: 22 PTS, 9 ASTJokic: 18 PTS, 18 REB, 10 AST pic.twitter.com/OBJubEaIHw— NBA (@NBA) March 4, 2023 Los Angeles Lakers verður án LeBron James næstu vikurnar og það sást þegar liðið tapaði fyrir Minnesota Timberwolves á heimavelli í nótt, lokatölur 102-110. Gestirnir voru án Karl Anthony Towns en það kom ekki að sök. Lakers voru farnir að nálgast umspilssæti en tekst alltaf að misstíga sig á ögurstundu. Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 38 stig á meðan Rudy Gobert skoraði 22 fyrir Minnesota og tók 14 fráköst. Boston Celtics hefur misst toppsætið í Austurdeildinni og liðið henti frá sér 28 stiga forystu þegar það tapaði með tíu stiga mun fyrir Brooklyn Nets í nótt, lokatölur 115-105 Nets í vil. Mikal Bridges skoraði 38 stig í liði Nets og tók 10 fráköst á meðan Jaylen Brown skoraði 35 stig í liði Boston. so smooth with it @mikal_bridges pic.twitter.com/S0cEAo29nI— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) March 4, 2023 Klay Thompson skoraði 27 stig í níu stiga sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans, 108-99. CJ McCollum var stigahæstur hjá Pelicans með 25 stig. Devin Booker skoraði 35 stig, Josh Okogie skoraði 25 og Kevin Durant 20 í öruggum sigir Phoenix Suns á Chicago Bulls, lokatölur 125-104. DeMar DeRozan var stigahæstur í tapliðinu með 31 stig. Önnur úrslit Charlotte Hornets 106-117 Orlando MagicAtlanta Hawks 129-111 Portland Trail BlazersOklahoma City Thunder 130-103 Utah Jazz The Knicks, Kings and Warriors extend their winning streaks! https://t.co/6FlAliik3X pic.twitter.com/ZrVLyn9C1O— NBA (@NBA) March 4, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira