Dómurinn algjört ippon fyrir SA Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 6. mars 2023 21:35 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir dóm Félagsdóms í dag algjört ippon fyrir SA. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðu Félagsdóms í dag vera vonbrigði. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkbann Samtaka atvinnulífsins hafi verið löglega boðað og Samtökum atvinnulífsins yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni. Rúm vika er síðan Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir hönd Eflingar til að fá verkbann gegn Eflingarfólki ógilt enda taldi ASÍ að það hefði verið boðað með ólögmætum hætti. Verkbannið kom þó aldrei til framkvæmda þar sem því og öllum verkföllum var frestað þann fyrsta mars. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ hefði viljað sjá aðra niðurstöðu í dag. „Það eru svo sem ákveðin vonbrigði að þetta hafi farið svona þar sem að við töldum að það væri atriði þarna sem væri ekki í samræmi við lögin en þetta er hins vegar bara niðurstaða félagsdóms og við unum henni að sjálfsögðu.“ Kristján segir dóminn geta haft nokkra þýðingu. „Það liggur bara skýrar fyrir hvernig á að framkvæma atkvæðagreiðslur og framkvæmd um boðun verkbanna og verkfalla væntanlega.“ „Þetta auðvitað skýrir svolítið þessa stöðu. Hvað þarf til og er auðvitað ákveðin leiðbeining inn í framtíðina og væntanlega fyrir okkur. Við eigum eftir að meta og renna dýpra yfir dóminn auðvitað og sjá hvaða áhrif þetta getur haft og við þurfum auðvitað að sjá hvernig það er og sjá hvernig við getum nýtt okkur þetta,“ segir Kristján Þórður. Dómurinn alveg skýr Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir dóm Félagsdóm vera skýran. Annars vegar hvað það varðar að Samtökum atvinnulífsins er heimilt að boða verkbann eins og kveðið er á um í vinnulöggjöfinni og dómurinn sé mjög afdráttarlaus hvað það áhrærir. Hins vegar varðandi það að atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtæki SA um verkbannsboðunina hafi verið lögmæt og rétt framkvæmd. „Þannig að ég myndi segja að dómurinn hafi verið algjört ippon fyrir Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Gerir ráð fyrir að aðildarfyrirtæki samþykki miðlunartillögu Líkt og fjallað hefur verið ítarlega um er miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA og Eflingar í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum samningsaðila. Atkvæðagreiðslunni lýkur á miðvikudagsmorgun. „Ég geri ráð fyrir því að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins muni ekki liggja á liði sínu og taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu og greiða miðlunartillögunni atkvæði. Ég á svona frekar von á því að hún verði samþykkt frekar en hitt,“ segir Halldór Benjamín um atkvæðagreiðsluna. Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Rúm vika er síðan Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir hönd Eflingar til að fá verkbann gegn Eflingarfólki ógilt enda taldi ASÍ að það hefði verið boðað með ólögmætum hætti. Verkbannið kom þó aldrei til framkvæmda þar sem því og öllum verkföllum var frestað þann fyrsta mars. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ hefði viljað sjá aðra niðurstöðu í dag. „Það eru svo sem ákveðin vonbrigði að þetta hafi farið svona þar sem að við töldum að það væri atriði þarna sem væri ekki í samræmi við lögin en þetta er hins vegar bara niðurstaða félagsdóms og við unum henni að sjálfsögðu.“ Kristján segir dóminn geta haft nokkra þýðingu. „Það liggur bara skýrar fyrir hvernig á að framkvæma atkvæðagreiðslur og framkvæmd um boðun verkbanna og verkfalla væntanlega.“ „Þetta auðvitað skýrir svolítið þessa stöðu. Hvað þarf til og er auðvitað ákveðin leiðbeining inn í framtíðina og væntanlega fyrir okkur. Við eigum eftir að meta og renna dýpra yfir dóminn auðvitað og sjá hvaða áhrif þetta getur haft og við þurfum auðvitað að sjá hvernig það er og sjá hvernig við getum nýtt okkur þetta,“ segir Kristján Þórður. Dómurinn alveg skýr Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir dóm Félagsdóm vera skýran. Annars vegar hvað það varðar að Samtökum atvinnulífsins er heimilt að boða verkbann eins og kveðið er á um í vinnulöggjöfinni og dómurinn sé mjög afdráttarlaus hvað það áhrærir. Hins vegar varðandi það að atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtæki SA um verkbannsboðunina hafi verið lögmæt og rétt framkvæmd. „Þannig að ég myndi segja að dómurinn hafi verið algjört ippon fyrir Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Gerir ráð fyrir að aðildarfyrirtæki samþykki miðlunartillögu Líkt og fjallað hefur verið ítarlega um er miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA og Eflingar í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum samningsaðila. Atkvæðagreiðslunni lýkur á miðvikudagsmorgun. „Ég geri ráð fyrir því að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins muni ekki liggja á liði sínu og taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu og greiða miðlunartillögunni atkvæði. Ég á svona frekar von á því að hún verði samþykkt frekar en hitt,“ segir Halldór Benjamín um atkvæðagreiðsluna.
Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15
Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40