„Planið er að yfirtaka Ísland“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. mars 2023 08:00 Juan telur að hann hafi að minnsta kosti gert yfir hundrað verk og jafnvel allt að þúsund. Vísir/Sigurjón Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka. Juan, eða Juan Pictures Art eins og hann kallar sig, er upprunalega frá Spáni og kom til landsins fyrir nokkrum árum en hann segir listina snemma hafa heillað. „Frá því að ég var tólf eða þrettán ára þá var ég að graffa en svo áttaði ég mig á því að ég gæti líka gert mínar eigin veggmyndir og boðið fólki sem vildi kannski hafa þessi listaverk og síðan hef ég stundað þetta. Þegar ég kom til Íslands þá varð smá sprenging og ég var alltaf að mála og þannig hefur það verið fram að þessu,“ segir Juan. Hann er stöðugt að leita að lausu plássi og undanfarið hefur hann meðal annars tekið upp á því að bjóða íbúum í Langholtshverfi og Laugardal krafta sína. „Ég er alltaf beðinn um að koma og mála og ég held hafi sex eða sjö verk hérna og ég er enn að fá beiðnir, svo það er býsna gott,“ segir hann. Eitt slíkt verk er á Langholtsvegi þar sem eigendurnir eru hæstánægðir þar sem verkið hefur vakið mikla athygli frá gestum og gangandi. „Hann hafði samband, vantaði vegg, og að sjálfsögðu hleypti ég honum á vegginn hjá mér. Þetta er ekkert smá flott hjá honum, þetta er búið að lífga upp á tilveruna. Ég hvet alla til þess að segja já við hann,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, íbúi á Langholtsvegi. Listaverk Juans hefur vakið mikla lukku hjá eigendunum og öðrum í hverfinu. Vísir/Sigurjón „Þetta tók mig þrjár klukkustundir en það var mikil tilraunarstarfsemi, ég var ekki með teikningu og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. En það getur tekið allt frá einum degi upp í þrjá til fjóra daga að klára svona verk, það fer eftir teikningunni og stærðinni,“ segir Juan. Sjálfur segist Juan ekki hafa tölu af því hversu mörg listaverk hans eru orðin í heildina en þau séu jafnvel allt að þúsund. Stærri verk eru í uppáhaldi þar sem hann elskar að mála veggmyndir en getur málað hvað sem er að eigin sögn. Þá eru viðfangsefnin alls konar. „Ég er mjög fjölhæfur, hvort sem það er raunverulegt eða abstrakt, teikningar, málverk, myndir. Ég blanda öllu saman, ég held að það geri það töfrandi,“ segir Juan en hann notar einnig ýmis efni í listaverkin sín og mismunandi leiðir. Super Mario grindverkið á Hofsvallagötu nýtur mikilla vinsælda og er eflaust vinsælasta verk Juans. Vísir/Arnar Stærsta verk hans er í Keflavík en það vinsælasta án efa Super Mario listaverkið á grindverki við Hofsvallagötu í Vesturbæ, sem hefur meira að segja vakið athygli utan landssteinanna. Hann er opinn fyrir öllu í framhaldinu en viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að mála stóran vegg í háskólanum, sem hann hefur verið í viðræðum um. Þó flest hans verk séu á höfuðborgarsvæðinu eru þau einnig víðar. „Ég reyni að fara út um allt. Ég er með verk á Selfossi, Ísafirði og Sauðakróki, Keflavík, Njarðvík. Það sem mig vantar er Akureyri, ég er með tengiliði þar, þau hafa skrifað mér en það hefur ekki orðið af því enn,“ segir Juan en markmiðið er einfalt, að eiga verk alls staðar. „Planið er að yfirtaka Ísland.“ Juan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir listaverkin sín en nokkur dæmi má finna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) Myndlist Reykjavík Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Juan, eða Juan Pictures Art eins og hann kallar sig, er upprunalega frá Spáni og kom til landsins fyrir nokkrum árum en hann segir listina snemma hafa heillað. „Frá því að ég var tólf eða þrettán ára þá var ég að graffa en svo áttaði ég mig á því að ég gæti líka gert mínar eigin veggmyndir og boðið fólki sem vildi kannski hafa þessi listaverk og síðan hef ég stundað þetta. Þegar ég kom til Íslands þá varð smá sprenging og ég var alltaf að mála og þannig hefur það verið fram að þessu,“ segir Juan. Hann er stöðugt að leita að lausu plássi og undanfarið hefur hann meðal annars tekið upp á því að bjóða íbúum í Langholtshverfi og Laugardal krafta sína. „Ég er alltaf beðinn um að koma og mála og ég held hafi sex eða sjö verk hérna og ég er enn að fá beiðnir, svo það er býsna gott,“ segir hann. Eitt slíkt verk er á Langholtsvegi þar sem eigendurnir eru hæstánægðir þar sem verkið hefur vakið mikla athygli frá gestum og gangandi. „Hann hafði samband, vantaði vegg, og að sjálfsögðu hleypti ég honum á vegginn hjá mér. Þetta er ekkert smá flott hjá honum, þetta er búið að lífga upp á tilveruna. Ég hvet alla til þess að segja já við hann,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, íbúi á Langholtsvegi. Listaverk Juans hefur vakið mikla lukku hjá eigendunum og öðrum í hverfinu. Vísir/Sigurjón „Þetta tók mig þrjár klukkustundir en það var mikil tilraunarstarfsemi, ég var ekki með teikningu og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. En það getur tekið allt frá einum degi upp í þrjá til fjóra daga að klára svona verk, það fer eftir teikningunni og stærðinni,“ segir Juan. Sjálfur segist Juan ekki hafa tölu af því hversu mörg listaverk hans eru orðin í heildina en þau séu jafnvel allt að þúsund. Stærri verk eru í uppáhaldi þar sem hann elskar að mála veggmyndir en getur málað hvað sem er að eigin sögn. Þá eru viðfangsefnin alls konar. „Ég er mjög fjölhæfur, hvort sem það er raunverulegt eða abstrakt, teikningar, málverk, myndir. Ég blanda öllu saman, ég held að það geri það töfrandi,“ segir Juan en hann notar einnig ýmis efni í listaverkin sín og mismunandi leiðir. Super Mario grindverkið á Hofsvallagötu nýtur mikilla vinsælda og er eflaust vinsælasta verk Juans. Vísir/Arnar Stærsta verk hans er í Keflavík en það vinsælasta án efa Super Mario listaverkið á grindverki við Hofsvallagötu í Vesturbæ, sem hefur meira að segja vakið athygli utan landssteinanna. Hann er opinn fyrir öllu í framhaldinu en viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að mála stóran vegg í háskólanum, sem hann hefur verið í viðræðum um. Þó flest hans verk séu á höfuðborgarsvæðinu eru þau einnig víðar. „Ég reyni að fara út um allt. Ég er með verk á Selfossi, Ísafirði og Sauðakróki, Keflavík, Njarðvík. Það sem mig vantar er Akureyri, ég er með tengiliði þar, þau hafa skrifað mér en það hefur ekki orðið af því enn,“ segir Juan en markmiðið er einfalt, að eiga verk alls staðar. „Planið er að yfirtaka Ísland.“ Juan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir listaverkin sín en nokkur dæmi má finna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart)
Myndlist Reykjavík Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira