Breytt virðismat starfa sem leið að launajafnrétti Helga Björg Olgu Ragnarsdóttir skrifar 8. mars 2023 17:00 Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af baraáttusamtökum kvenna um allan heim í meira en 100 ár. Í fyrstu var áherslan á kosningarétt kvenna en síðar á önnur brýn kvenfrelsismál enda er af nógu að taka og langt frá því að kynjajafnrétti sé í höfn. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis eru til marks um það og því heldur baráttan áfram. Í dag minnist ég með þakklæti þeirra fjölmörgu baráttukvenna sem hafa breytt og eru að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Samkvæmt Hagstofu Íslands bera konur minna úr býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en það fer eftir mörkuðum hversu miklu munar á kynjunum. Þannig mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum markaði 10,0% meðal starfsfólks ríkisins og 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2021. Munurinn skýrist fyrst og fremst af kynskiptum vinnumarkaði sem byggir á ójöfnum umönnunarkröfum til karla og kvenna, kynjuðu náms- og starfsvali og skökku virðismati starfa. Um þessar mundir er unnið að kjarasamningum á opinbera markaðinum og því við hæfi að minna fulltrúa samninganefnda á mikilvægi þess að vinna að lögbundnu launajafnrétti í kjarasamningum. Í jafnlaunaákvæði jafnlaunalaga eru settar þær skyldur á herðar atvinnurekendum að greiða konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í því felst að atvinnurekendum er skylt að ákvarða laun á sama hátt fyrir fólk óháð kyni byggt á viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun. Lögin gera því kröfu um að atvinnurekendur komi sér upp virðismatskerfi sem stuðlar að launajafnrétti til að byggja allar launaákvarðanir á. Þar sem launamisrétti má að mestu rekja til vanmats hefðbundinna kvennastarfa er mikilvægt að fara ofan í kjölinn á launamyndandi þáttum í kjarasamningum, stofnanasamningum og í þeim virðismatskerfum sem notuð eru til launasetningar. Meta þarf hvort meiri áhersla er lögð á karllæga þætti en kvenlæga í launasetningu, t.d. gæti verið gott að skoða hvort ábyrgð á fjármunum vegi þyngra en ábyrgð á velferð eða hvort líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt kvennastörfum sé metið til jafn við líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt karlastörfum. Það er engin tilviljun að launamunur kynjanna mælist lægstur hjá sveitarfélögunum. Þau hafa notast við starfsmatskerfi við launasetningu í hátt í aldarfjórðung. Á sama tíma hefur notkun á samræmdum virðismatskerfum ekki tíðkast að neinu ráði á almennum markaði eða við launasetningu á vegum ríkisins. Í komandi samningum er nauðsynlegt að samninganefndir atvinnurekenda og stéttarfélaga beini sjónum að grunni launasetningarinnar og sjái til þess að þau viðmið sem launasetning byggir á feli ekki í sér kynjamismunun. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt viðfangsefni, það er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem birtist í lægri ævitekjum kvenna en karla, lægri lífeyrisgreiðslum og auknum líkum á fátækt kvenna en karla á eftir árum. Nú rúmum 60 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi ætti öllum að vera ljóst að launajafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, það krefst breytts verðmætamats samfélagsins og ákvarðana um endurmat á virði kvennastarfa sem fylgt er eftir með fjármagni til hækkunar launa. Konur hafa beðið allt of lengi, útrýmum launamun kynjanna strax! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af baraáttusamtökum kvenna um allan heim í meira en 100 ár. Í fyrstu var áherslan á kosningarétt kvenna en síðar á önnur brýn kvenfrelsismál enda er af nógu að taka og langt frá því að kynjajafnrétti sé í höfn. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis eru til marks um það og því heldur baráttan áfram. Í dag minnist ég með þakklæti þeirra fjölmörgu baráttukvenna sem hafa breytt og eru að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Samkvæmt Hagstofu Íslands bera konur minna úr býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en það fer eftir mörkuðum hversu miklu munar á kynjunum. Þannig mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum markaði 10,0% meðal starfsfólks ríkisins og 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2021. Munurinn skýrist fyrst og fremst af kynskiptum vinnumarkaði sem byggir á ójöfnum umönnunarkröfum til karla og kvenna, kynjuðu náms- og starfsvali og skökku virðismati starfa. Um þessar mundir er unnið að kjarasamningum á opinbera markaðinum og því við hæfi að minna fulltrúa samninganefnda á mikilvægi þess að vinna að lögbundnu launajafnrétti í kjarasamningum. Í jafnlaunaákvæði jafnlaunalaga eru settar þær skyldur á herðar atvinnurekendum að greiða konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í því felst að atvinnurekendum er skylt að ákvarða laun á sama hátt fyrir fólk óháð kyni byggt á viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun. Lögin gera því kröfu um að atvinnurekendur komi sér upp virðismatskerfi sem stuðlar að launajafnrétti til að byggja allar launaákvarðanir á. Þar sem launamisrétti má að mestu rekja til vanmats hefðbundinna kvennastarfa er mikilvægt að fara ofan í kjölinn á launamyndandi þáttum í kjarasamningum, stofnanasamningum og í þeim virðismatskerfum sem notuð eru til launasetningar. Meta þarf hvort meiri áhersla er lögð á karllæga þætti en kvenlæga í launasetningu, t.d. gæti verið gott að skoða hvort ábyrgð á fjármunum vegi þyngra en ábyrgð á velferð eða hvort líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt kvennastörfum sé metið til jafn við líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt karlastörfum. Það er engin tilviljun að launamunur kynjanna mælist lægstur hjá sveitarfélögunum. Þau hafa notast við starfsmatskerfi við launasetningu í hátt í aldarfjórðung. Á sama tíma hefur notkun á samræmdum virðismatskerfum ekki tíðkast að neinu ráði á almennum markaði eða við launasetningu á vegum ríkisins. Í komandi samningum er nauðsynlegt að samninganefndir atvinnurekenda og stéttarfélaga beini sjónum að grunni launasetningarinnar og sjái til þess að þau viðmið sem launasetning byggir á feli ekki í sér kynjamismunun. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt viðfangsefni, það er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem birtist í lægri ævitekjum kvenna en karla, lægri lífeyrisgreiðslum og auknum líkum á fátækt kvenna en karla á eftir árum. Nú rúmum 60 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi ætti öllum að vera ljóst að launajafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, það krefst breytts verðmætamats samfélagsins og ákvarðana um endurmat á virði kvennastarfa sem fylgt er eftir með fjármagni til hækkunar launa. Konur hafa beðið allt of lengi, útrýmum launamun kynjanna strax! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar