Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar Stefán Snær Ágústsson skrifar 8. mars 2023 21:59 Amanda Ogodugha er leikmaður Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109. „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum á okkar standard. Við reyndar gerðum mikið af varnarmistökum og ég veit að við erum betri varnarlega en að Blikar skori á okkur 75 stig,“ sagði Bryndís en hún stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar þjálfara. „Við vorum að æfa okkur í að sækja hratt og þá fengum við oft á okkur auðveldar körfur á móti en ég er mjög ánægð með effortið allar 40 mínúturnar og alla leikmennina sem komu inn á af bekknum lika.“ Grindavíkurkonur tóku strax forskotið eftir fyrsta skot leiksins og gáfu það aldrei frá sér. Spurð hvort þetta hafi verið þægilegur eða auðveldur sigur, var þjálfarinn ekki svo viss. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Við náðum forskotinu strax en mér fannst Blikar samt ná að hanga í okkur þar til snemma í öðrum leikhluta en þá náðum við góðum kafla og bjuggum til 20 stiga mun.“ „Eftir það, kannski varð það auðvelt en það var vegna þess við spiluðum á okkar standard og héldum upp okkar tempói, við slökuðum ekki á.“ Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur í leiknum úr 51 þriggja stiga skotum en Blikar náðu aðeins að setja 5 þriggja stiga körfur, var það hluti af leikplani gestanna að einblína á þriggja stiga skotin? „Við höfum verið að skjóta mikið af þriggja stiga færum í allan vetur. Við viljum vera lið sem dreifir boltanum, allir sem eiga opið skot eiga að taka það og við leggjum upp úr því að finna góða, opna skotið og spila soldið inside-outside.“ „Blikar voru að þétta teiginn, eðlilega því Amanda er stór og sterk inn í teig, og þá opnuðust þriggja stiga skotin og þá auðvita taka stelpurnar skotin. Þær skutu af miklu sjálfstrausti sem hefur kannski vantað síðustu leiki og vonandi er þetta bara eitthvað sem heldur áfram í næstu leikjum.“ Sigur liðsins einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu en stjörnuleikmaður liðsins, Dani Rodriguez, átti rólegan leik. Hversu mikilvægt er að hafa leikmenn eins og Huldu Björk, Heklu Eik og Elma Dautovic, sem allar skiluðu frá sér 20 stigum í leiknum, í liðinu? „Þetta er það sem við höfum verið að leggja upp með í allan vetur. Við viljum ekki vera með eina ofurhetju sem á að skora 40 stig og gera allt.“ „Við erum að byggja upp lið til framtíðar, við erum að byggja upp liðsheild og við viljum að íslensku stelpurnar okkar séu að taka ábyrgð alveg eins og atvinnumennirnir okkar og mér fannst það ganga vel í dag, þær voru allar að deila boltanum og voru óeigingjarnar að leita að opna, góða skotinu.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum á okkar standard. Við reyndar gerðum mikið af varnarmistökum og ég veit að við erum betri varnarlega en að Blikar skori á okkur 75 stig,“ sagði Bryndís en hún stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar þjálfara. „Við vorum að æfa okkur í að sækja hratt og þá fengum við oft á okkur auðveldar körfur á móti en ég er mjög ánægð með effortið allar 40 mínúturnar og alla leikmennina sem komu inn á af bekknum lika.“ Grindavíkurkonur tóku strax forskotið eftir fyrsta skot leiksins og gáfu það aldrei frá sér. Spurð hvort þetta hafi verið þægilegur eða auðveldur sigur, var þjálfarinn ekki svo viss. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Við náðum forskotinu strax en mér fannst Blikar samt ná að hanga í okkur þar til snemma í öðrum leikhluta en þá náðum við góðum kafla og bjuggum til 20 stiga mun.“ „Eftir það, kannski varð það auðvelt en það var vegna þess við spiluðum á okkar standard og héldum upp okkar tempói, við slökuðum ekki á.“ Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur í leiknum úr 51 þriggja stiga skotum en Blikar náðu aðeins að setja 5 þriggja stiga körfur, var það hluti af leikplani gestanna að einblína á þriggja stiga skotin? „Við höfum verið að skjóta mikið af þriggja stiga færum í allan vetur. Við viljum vera lið sem dreifir boltanum, allir sem eiga opið skot eiga að taka það og við leggjum upp úr því að finna góða, opna skotið og spila soldið inside-outside.“ „Blikar voru að þétta teiginn, eðlilega því Amanda er stór og sterk inn í teig, og þá opnuðust þriggja stiga skotin og þá auðvita taka stelpurnar skotin. Þær skutu af miklu sjálfstrausti sem hefur kannski vantað síðustu leiki og vonandi er þetta bara eitthvað sem heldur áfram í næstu leikjum.“ Sigur liðsins einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu en stjörnuleikmaður liðsins, Dani Rodriguez, átti rólegan leik. Hversu mikilvægt er að hafa leikmenn eins og Huldu Björk, Heklu Eik og Elma Dautovic, sem allar skiluðu frá sér 20 stigum í leiknum, í liðinu? „Þetta er það sem við höfum verið að leggja upp með í allan vetur. Við viljum ekki vera með eina ofurhetju sem á að skora 40 stig og gera allt.“ „Við erum að byggja upp lið til framtíðar, við erum að byggja upp liðsheild og við viljum að íslensku stelpurnar okkar séu að taka ábyrgð alveg eins og atvinnumennirnir okkar og mér fannst það ganga vel í dag, þær voru allar að deila boltanum og voru óeigingjarnar að leita að opna, góða skotinu.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira