Í upphitunarþættinum fara þau Dóra Júlía, Kristín og Samúel yfir helstu tilnefningarnar í ár. Þá rifja þau upp eftirminnilegar myndir sem hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina og fara yfir ýmis söguleg augnablik hátíðarinnar.

Óskarsverðlaunin verða sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Útsendingin hefst klukkan 23:00 þegar fyrstu stjörnurnar mæta á rauða dregilinn. Verðlaunaafhendingin sjálf hefst svo á miðnætti. Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas verður kynnir í útsendingunni en Dóra Júlía og Kristín Ólafsdóttir munu sjá um beina textalýsingu hér á Vísi.
Hér að neðan má horfa á upphitunarþáttinn í heild sinni.