Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 14:43 Hugh Grant í Óskarsverðlauna eftirpartýinu í gær. Getty/Stefanie Keenan Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann Hugh Grant virtist ekki vera ýkja spenntur þegar sjónvarpskonan Ashley Graham tók viðtal við hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Grant hefur verið gagnrýndur fyrir að vera leiðinlegur í svörunum sínum. Þegar Graham spurði Grant hvort hann væri spenntur fyrir því að sjá einhverja ákveðna mynd fá verðlaun eða hvort hann héldi með einhverjum ákveðnum á hátíðinni. „Nei, ekki neinum sérstökum,“ sagði Grant við því. Því næst spurði Graham hvaðan jakkafötin hans væru. „Bara jakkafötunum mínum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan. hugh grant wants no part of this dumb shit pic.twitter.com/uBQ70QcZGf— Timothy Burke (@bubbaprog) March 12, 2023 Undir lokin vildi Graham tala um hlutverk Grant í kvikmyndinni Glass Onion. Grant benti þá á að hann fer ekki með stórt hlutverk í þeirri mynd. „Ég er varla í henni. Ég er í henni í um það bil þrjár sekúndur.“ Í kjölfarið spurði Graham hvort Grant hafi ekki fundist skemmtilegt að mæta og vera með í myndinni. „Næstum því,“ sagði Grant við því. And the Oscar for the guy who totally doesn't want to be there goes to Hugh Grant. #Oscars pic.twitter.com/Gq6Q3n1EEU— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) March 12, 2023 Ekki sammála hvort þeirra eigi sökina Netverjar eru, sem fyrr segir, ekki sammála um það hvort sökin sé á Grant eða Graham. Hluti vill meina að Grant sé andstyggilegur í viðtalinu en svo er annað fólk á því að Graham hefði átt að spyrja betri spurninga. Það væri til dæmis furðulegt að tala við hann um Glass Onion því hann fer með svo lítið hlutverk í þeirri mynd. „Hann var svo dónalegur við hana, engin þörf á því,“ segir til að mynda einn netverji á samfélagsmiðlinum Twitter. Annar netverji segir þó að Graham hefði til dæmis átt að spila betur inn á svörin hans og sleppa því að tala um svona lítið hlutverk. Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Hugh Grant virtist ekki vera ýkja spenntur þegar sjónvarpskonan Ashley Graham tók viðtal við hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Grant hefur verið gagnrýndur fyrir að vera leiðinlegur í svörunum sínum. Þegar Graham spurði Grant hvort hann væri spenntur fyrir því að sjá einhverja ákveðna mynd fá verðlaun eða hvort hann héldi með einhverjum ákveðnum á hátíðinni. „Nei, ekki neinum sérstökum,“ sagði Grant við því. Því næst spurði Graham hvaðan jakkafötin hans væru. „Bara jakkafötunum mínum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan. hugh grant wants no part of this dumb shit pic.twitter.com/uBQ70QcZGf— Timothy Burke (@bubbaprog) March 12, 2023 Undir lokin vildi Graham tala um hlutverk Grant í kvikmyndinni Glass Onion. Grant benti þá á að hann fer ekki með stórt hlutverk í þeirri mynd. „Ég er varla í henni. Ég er í henni í um það bil þrjár sekúndur.“ Í kjölfarið spurði Graham hvort Grant hafi ekki fundist skemmtilegt að mæta og vera með í myndinni. „Næstum því,“ sagði Grant við því. And the Oscar for the guy who totally doesn't want to be there goes to Hugh Grant. #Oscars pic.twitter.com/Gq6Q3n1EEU— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) March 12, 2023 Ekki sammála hvort þeirra eigi sökina Netverjar eru, sem fyrr segir, ekki sammála um það hvort sökin sé á Grant eða Graham. Hluti vill meina að Grant sé andstyggilegur í viðtalinu en svo er annað fólk á því að Graham hefði átt að spyrja betri spurninga. Það væri til dæmis furðulegt að tala við hann um Glass Onion því hann fer með svo lítið hlutverk í þeirri mynd. „Hann var svo dónalegur við hana, engin þörf á því,“ segir til að mynda einn netverji á samfélagsmiðlinum Twitter. Annar netverji segir þó að Graham hefði til dæmis átt að spila betur inn á svörin hans og sleppa því að tala um svona lítið hlutverk.
Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira