Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 14:43 Hugh Grant í Óskarsverðlauna eftirpartýinu í gær. Getty/Stefanie Keenan Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann Hugh Grant virtist ekki vera ýkja spenntur þegar sjónvarpskonan Ashley Graham tók viðtal við hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Grant hefur verið gagnrýndur fyrir að vera leiðinlegur í svörunum sínum. Þegar Graham spurði Grant hvort hann væri spenntur fyrir því að sjá einhverja ákveðna mynd fá verðlaun eða hvort hann héldi með einhverjum ákveðnum á hátíðinni. „Nei, ekki neinum sérstökum,“ sagði Grant við því. Því næst spurði Graham hvaðan jakkafötin hans væru. „Bara jakkafötunum mínum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan. hugh grant wants no part of this dumb shit pic.twitter.com/uBQ70QcZGf— Timothy Burke (@bubbaprog) March 12, 2023 Undir lokin vildi Graham tala um hlutverk Grant í kvikmyndinni Glass Onion. Grant benti þá á að hann fer ekki með stórt hlutverk í þeirri mynd. „Ég er varla í henni. Ég er í henni í um það bil þrjár sekúndur.“ Í kjölfarið spurði Graham hvort Grant hafi ekki fundist skemmtilegt að mæta og vera með í myndinni. „Næstum því,“ sagði Grant við því. And the Oscar for the guy who totally doesn't want to be there goes to Hugh Grant. #Oscars pic.twitter.com/Gq6Q3n1EEU— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) March 12, 2023 Ekki sammála hvort þeirra eigi sökina Netverjar eru, sem fyrr segir, ekki sammála um það hvort sökin sé á Grant eða Graham. Hluti vill meina að Grant sé andstyggilegur í viðtalinu en svo er annað fólk á því að Graham hefði átt að spyrja betri spurninga. Það væri til dæmis furðulegt að tala við hann um Glass Onion því hann fer með svo lítið hlutverk í þeirri mynd. „Hann var svo dónalegur við hana, engin þörf á því,“ segir til að mynda einn netverji á samfélagsmiðlinum Twitter. Annar netverji segir þó að Graham hefði til dæmis átt að spila betur inn á svörin hans og sleppa því að tala um svona lítið hlutverk. Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hugh Grant virtist ekki vera ýkja spenntur þegar sjónvarpskonan Ashley Graham tók viðtal við hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Grant hefur verið gagnrýndur fyrir að vera leiðinlegur í svörunum sínum. Þegar Graham spurði Grant hvort hann væri spenntur fyrir því að sjá einhverja ákveðna mynd fá verðlaun eða hvort hann héldi með einhverjum ákveðnum á hátíðinni. „Nei, ekki neinum sérstökum,“ sagði Grant við því. Því næst spurði Graham hvaðan jakkafötin hans væru. „Bara jakkafötunum mínum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan. hugh grant wants no part of this dumb shit pic.twitter.com/uBQ70QcZGf— Timothy Burke (@bubbaprog) March 12, 2023 Undir lokin vildi Graham tala um hlutverk Grant í kvikmyndinni Glass Onion. Grant benti þá á að hann fer ekki með stórt hlutverk í þeirri mynd. „Ég er varla í henni. Ég er í henni í um það bil þrjár sekúndur.“ Í kjölfarið spurði Graham hvort Grant hafi ekki fundist skemmtilegt að mæta og vera með í myndinni. „Næstum því,“ sagði Grant við því. And the Oscar for the guy who totally doesn't want to be there goes to Hugh Grant. #Oscars pic.twitter.com/Gq6Q3n1EEU— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) March 12, 2023 Ekki sammála hvort þeirra eigi sökina Netverjar eru, sem fyrr segir, ekki sammála um það hvort sökin sé á Grant eða Graham. Hluti vill meina að Grant sé andstyggilegur í viðtalinu en svo er annað fólk á því að Graham hefði átt að spyrja betri spurninga. Það væri til dæmis furðulegt að tala við hann um Glass Onion því hann fer með svo lítið hlutverk í þeirri mynd. „Hann var svo dónalegur við hana, engin þörf á því,“ segir til að mynda einn netverji á samfélagsmiðlinum Twitter. Annar netverji segir þó að Graham hefði til dæmis átt að spila betur inn á svörin hans og sleppa því að tala um svona lítið hlutverk.
Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira