Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2023 22:00 Allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn en á annað hundrað tonn af vörum verða í versluninni þegar hún opnar. Vísir/Einar Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi. Verslunum Góða hirðisins í Fellsmúla og á Hverfisgötu var lokað í síðasta mánuði en undirbúningur fyrir opnun nýrrar verslunar í gömlu Kassagerðinni á Köllunarklettsvegi er í fullum gangi. „Við erum afar spennt hérna í þessu nýja rými, gömlu Kassagerðinni, þessu sögufræga húsi þar sem ýmislegt hefur nú gerst. Hérna til dæmis stofnaði Bubbi Morthens Utangarðsmenn, hitti þá bara hér í þessu húsi, og núna ætlum við að opna nýja verslun hér,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. Þegar eru um 100 tonn af vörum komin inn í nýju verslunina og meira að koma. Flutningurinn hefur aðeins tafist þar sem viðgerðir á húsnæðinu hafa tekið tíma. „Það er náttúrulega meiri háttar aðgerð að taka svona gamalt hús í gegn, en það er frábært og umhverfisvænt að vera ekki að rífa það heldur að breyta því og bæta, eins og við erum að gera hér með allar þessar vörur,“ segir Freyr en til viðbótar eiga aðeins fyrirtæki með græna og umhverfisvæna starfsemi að vera á svæðinu. Aðdáendur Góða hirðisins þurfa þó ekki að örvænta lengi en stefnt er á að opna verslunina í lok mánaðar. Um er að ræða talsvert stærra húsnæði sem býður upp á fjölmarga möguleika. Þannig verður til að mynda sérstakt IKEA horn í samstarfi við IKEA, aukið úrval af fatnaði og stór heimilistæki, á borð við ísskápa og þvottavélar, loks fáanleg. Tímamót í endurnotkun á Íslandi Til Sorpu koma sex hundruð tonn á hverjum einasta degi, þar af mikið af nothæfum hlutum, og á hverju ári koma milli ellefu og tólf hundruð tonn til Góða hirðisins. Allt er til alls í versluninni. Vísir/Einar „Við Íslendingar erum alltaf að vinna vinna vinna vinna til að kaupa kaupa kaupa kaupa eitthvað drasl sem við notum ekki lengi og henda því síðan frá sér. Þegar við lítum hérna í kringum okkur, þá er þetta dálítið tímanna tákn um bruðlið og neysluna,“ segir Freyr. Með nýju og bættu húsnæði sé auðveldara að koma hlutum aftur inn í hringrásarkerfið og bregðast við ákalli almennings. „Það er sífellt meiri eftirspurn eftir notuðum vörum, yngra fólk, yngri kynslóðin, hún er farin að kaupa notuð föt og notuð húsgögn sem er á vissan hátt bæði ódýrara en líka skemmtilegra þar sem þú getur sett þinn svip á þetta og þín fingraför,“ segir hann. Það er þó ekki allt og sumt en sérstakt rými verður þar að auki til staðar, Kassinn, þar sem um verður að ræða hálfgerða vinnustofu. Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum, segir þau vilja vera breytingaafl. Vísir/Einar „Þar ætlum við að vera með svona vinnustofu og bara breytilegt rými, þetta getur allt í einu orðið gallerí eða tónleikastaður, kennslustofa eða fyrirlestrarsalur. Þarna ætlum við að fá hönnuði, iðnaðarfólk, nema, og bara alls konar fólk sem er að hugsa hlutina dálítið upp á nýtt, endurnýta, endurhanna, og fyrst og fremst að fá hingað fólk til að kenna okkur að laga,“ segir Freyr og bendir á að það sé eitthvað sem yngri kynslóðin mætti læra af hinni eldri. Spennandi tímar séu fram undan þar sem þau vilji ekki aðeins vera búð heldur einnig breytingarafl. „Þetta eru rosaleg tímamót, ekki bara í sögu Góða hirðisins heldur líka bara í endurnotkun á Íslandi og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Freyr. Verslun Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Verslunum Góða hirðisins í Fellsmúla og á Hverfisgötu var lokað í síðasta mánuði en undirbúningur fyrir opnun nýrrar verslunar í gömlu Kassagerðinni á Köllunarklettsvegi er í fullum gangi. „Við erum afar spennt hérna í þessu nýja rými, gömlu Kassagerðinni, þessu sögufræga húsi þar sem ýmislegt hefur nú gerst. Hérna til dæmis stofnaði Bubbi Morthens Utangarðsmenn, hitti þá bara hér í þessu húsi, og núna ætlum við að opna nýja verslun hér,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. Þegar eru um 100 tonn af vörum komin inn í nýju verslunina og meira að koma. Flutningurinn hefur aðeins tafist þar sem viðgerðir á húsnæðinu hafa tekið tíma. „Það er náttúrulega meiri háttar aðgerð að taka svona gamalt hús í gegn, en það er frábært og umhverfisvænt að vera ekki að rífa það heldur að breyta því og bæta, eins og við erum að gera hér með allar þessar vörur,“ segir Freyr en til viðbótar eiga aðeins fyrirtæki með græna og umhverfisvæna starfsemi að vera á svæðinu. Aðdáendur Góða hirðisins þurfa þó ekki að örvænta lengi en stefnt er á að opna verslunina í lok mánaðar. Um er að ræða talsvert stærra húsnæði sem býður upp á fjölmarga möguleika. Þannig verður til að mynda sérstakt IKEA horn í samstarfi við IKEA, aukið úrval af fatnaði og stór heimilistæki, á borð við ísskápa og þvottavélar, loks fáanleg. Tímamót í endurnotkun á Íslandi Til Sorpu koma sex hundruð tonn á hverjum einasta degi, þar af mikið af nothæfum hlutum, og á hverju ári koma milli ellefu og tólf hundruð tonn til Góða hirðisins. Allt er til alls í versluninni. Vísir/Einar „Við Íslendingar erum alltaf að vinna vinna vinna vinna til að kaupa kaupa kaupa kaupa eitthvað drasl sem við notum ekki lengi og henda því síðan frá sér. Þegar við lítum hérna í kringum okkur, þá er þetta dálítið tímanna tákn um bruðlið og neysluna,“ segir Freyr. Með nýju og bættu húsnæði sé auðveldara að koma hlutum aftur inn í hringrásarkerfið og bregðast við ákalli almennings. „Það er sífellt meiri eftirspurn eftir notuðum vörum, yngra fólk, yngri kynslóðin, hún er farin að kaupa notuð föt og notuð húsgögn sem er á vissan hátt bæði ódýrara en líka skemmtilegra þar sem þú getur sett þinn svip á þetta og þín fingraför,“ segir hann. Það er þó ekki allt og sumt en sérstakt rými verður þar að auki til staðar, Kassinn, þar sem um verður að ræða hálfgerða vinnustofu. Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum, segir þau vilja vera breytingaafl. Vísir/Einar „Þar ætlum við að vera með svona vinnustofu og bara breytilegt rými, þetta getur allt í einu orðið gallerí eða tónleikastaður, kennslustofa eða fyrirlestrarsalur. Þarna ætlum við að fá hönnuði, iðnaðarfólk, nema, og bara alls konar fólk sem er að hugsa hlutina dálítið upp á nýtt, endurnýta, endurhanna, og fyrst og fremst að fá hingað fólk til að kenna okkur að laga,“ segir Freyr og bendir á að það sé eitthvað sem yngri kynslóðin mætti læra af hinni eldri. Spennandi tímar séu fram undan þar sem þau vilji ekki aðeins vera búð heldur einnig breytingarafl. „Þetta eru rosaleg tímamót, ekki bara í sögu Góða hirðisins heldur líka bara í endurnotkun á Íslandi og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Freyr.
Verslun Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning