„Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. mars 2023 19:30 Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. Vísir/Vilhelm „Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík. Fram kom í frétt Vísis í gær að samkvæmt Þorsteini Gunnarssyni varðstjóra hjá slökkviliðinu var um óviljaverk að ræða og betur fór en á horfðist. Fram kom að kona hefði slasast í óhappinu og verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ásamt einum til viðbótar. Þorsteinn sagðist halda að engin teljandi meiðsl hefðu orðið á fólki. Hins vegar varð töluvert tjón á bílunum, og á húsnæðinu þar sem bíllinn ók á rúðu verslunarrýmisins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig greint frá atvikinu og kom þar fram að „glerbrotum hefði rignt yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar.“ Þá kom fram bílinn hefði ekið utan í konu. „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn,“ sagði Auður Bryndís Sigurðardóttir, eigandi hársgreiðslustofunnar Hárfélagsins, í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi. Svakalegt högg Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. „Að bíllinn hafi „keyrt utan í konu“ er bara alls ekki rétt. Það er ekki eins og hann hafi bara aðeins nuddast utan í hana. Hann stígur bensínið í botn, bæði bakkar yfir hana og keyrir svo yfir hana.“ Konan sem Vísir ræddi við segist hafa skutlað kærustu sinni í klippingu áður en þetta gerðist og rétt verið búin að kveðja hana þegar slysið átti sér stað. Hún hafi því horft upp á þetta allt saman. Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla.Vísir/Vilhelm „Ég sat í bílstjórasætinu, hurðin var opin og ég er að segja bless við hana áður en hún fer í klippingu. Og þá kemur hann með svakalegu höggi. Þetta var eldri maður sem var með bílinn sinn í gangi, stór nýr Benz-jeppi. Hann kemst ekki inn um bílstjórahurðina því einhver lagði svo þétt upp að, þannig að hann fer farþegamegin og ætlar að klöngrast yfir. Hann stígur ekki í gólfið heldur stígur bensíngjöfina í botn og bíllinn smellur í bakkgír. Hann bakkar yfir hana og kemur svo á sömu ferð til baka því hann ætlar að setja bílinn í park en setur í drive. Hann er ennþá með bensíngjöfina í botni og keyrir svo aftur yfir hana. Svo endar hann inni í hárgreiðslustofunni.“ Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla. „Það var bara eins og hann væri óður því í fyrstu virtist hann ekki einu sinni vera undir stýri,“ segir konan. „Ég næ að hlaupa út og einhvern veginn náði ég að lyfta henni upp af götunni og forða okkur í burtu. Við héldum að bíllinn kæmi aftur því það var eins og það væri ennþá hreyfing á honum og við vissum ekki hvað manninum gekk til á þessari stundu. Svo var bara hringt á neyðarlínuna og allt fer í gang.“ Hún segir áfallið hafa verið mikið og meiðsli kærustu sinnar séu umtalsverð. „Hún er mjög mikið marin og það blæddi inn á vöðva og naglaförin eftir dekkin sjást hér og þar. Við erum ennþá í áfalli eftir þetta. Það er bara mildi að ekki hafið farið verr og hugur okkur er auðvitað hjá bílstjóranum, þar sem þetta var slys.” Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Fram kom í frétt Vísis í gær að samkvæmt Þorsteini Gunnarssyni varðstjóra hjá slökkviliðinu var um óviljaverk að ræða og betur fór en á horfðist. Fram kom að kona hefði slasast í óhappinu og verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ásamt einum til viðbótar. Þorsteinn sagðist halda að engin teljandi meiðsl hefðu orðið á fólki. Hins vegar varð töluvert tjón á bílunum, og á húsnæðinu þar sem bíllinn ók á rúðu verslunarrýmisins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig greint frá atvikinu og kom þar fram að „glerbrotum hefði rignt yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar.“ Þá kom fram bílinn hefði ekið utan í konu. „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn,“ sagði Auður Bryndís Sigurðardóttir, eigandi hársgreiðslustofunnar Hárfélagsins, í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi. Svakalegt högg Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. „Að bíllinn hafi „keyrt utan í konu“ er bara alls ekki rétt. Það er ekki eins og hann hafi bara aðeins nuddast utan í hana. Hann stígur bensínið í botn, bæði bakkar yfir hana og keyrir svo yfir hana.“ Konan sem Vísir ræddi við segist hafa skutlað kærustu sinni í klippingu áður en þetta gerðist og rétt verið búin að kveðja hana þegar slysið átti sér stað. Hún hafi því horft upp á þetta allt saman. Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla.Vísir/Vilhelm „Ég sat í bílstjórasætinu, hurðin var opin og ég er að segja bless við hana áður en hún fer í klippingu. Og þá kemur hann með svakalegu höggi. Þetta var eldri maður sem var með bílinn sinn í gangi, stór nýr Benz-jeppi. Hann kemst ekki inn um bílstjórahurðina því einhver lagði svo þétt upp að, þannig að hann fer farþegamegin og ætlar að klöngrast yfir. Hann stígur ekki í gólfið heldur stígur bensíngjöfina í botn og bíllinn smellur í bakkgír. Hann bakkar yfir hana og kemur svo á sömu ferð til baka því hann ætlar að setja bílinn í park en setur í drive. Hann er ennþá með bensíngjöfina í botni og keyrir svo aftur yfir hana. Svo endar hann inni í hárgreiðslustofunni.“ Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla. „Það var bara eins og hann væri óður því í fyrstu virtist hann ekki einu sinni vera undir stýri,“ segir konan. „Ég næ að hlaupa út og einhvern veginn náði ég að lyfta henni upp af götunni og forða okkur í burtu. Við héldum að bíllinn kæmi aftur því það var eins og það væri ennþá hreyfing á honum og við vissum ekki hvað manninum gekk til á þessari stundu. Svo var bara hringt á neyðarlínuna og allt fer í gang.“ Hún segir áfallið hafa verið mikið og meiðsli kærustu sinnar séu umtalsverð. „Hún er mjög mikið marin og það blæddi inn á vöðva og naglaförin eftir dekkin sjást hér og þar. Við erum ennþá í áfalli eftir þetta. Það er bara mildi að ekki hafið farið verr og hugur okkur er auðvitað hjá bílstjóranum, þar sem þetta var slys.”
Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent