Orkuleysi og kyrrstaða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2023 09:00 Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Efnahagur, heilbrigðiskerfið, samgöngur, frelsi, jafnrétti, neytendur, umhverfið, auðlindirnar og auðvitað, orkan. Í liðinni viku fór fram aðalfundur Landsvirkjunar og Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Rauði þráðurinn á fundinum var að kallað var eftir skýrri afstöðu ríkisstjórnarinnar í lykilmálum er varða orkuöflun. Forstjóri Landsvirkjunar kallaði sérstaklega eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hversu mikið mætti virkja og benti einu sinni sem oftar á að orkukerfið okkar sé svo gott sem fulllestað. Fyrirtækið sé af þeim sökum þegar farið að hafna sterkum og spennandi verkefnum sem t.d. snúa að orkuskiptum. Á sama tíma berast slæmar fréttir um að olíunotkun á Íslandi nái nýjum hæðum á þessu ári! Og það sex árum eftir að núverandi ríkisstjórn setti sér háleitt, en óútfært og ófjármagnað, markmið um full orkuskipti. Og tæplega tveimur árum eftir að hún flýtti umræddu markmiði frá árinu 2050 til ársins 2040. Samt gerist ekkert. Kyrrstaða er svarið. Enn og aftur. Orkuskipti eru fjölskyldumál Mikilvægt er að horfast í augu við þá staðreynd að raforkukerfið er uppselt. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af orkuöryggi íslenskra fjölskyldna. Um leið er samkeppnishæfni þjóðarinnar og loftslagsmarkmiðum teflt í tvísýnu. Af hverju er það fjölskyldumál? Fyrir íslensk heimili er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á meiri olíunotkun með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og hugsanlegar skammtanir á raforku. Við þessu þarf að bregðast. Orkuöryggi skiptir líka máli fyrir heimilisbókhaldið. Ef venjuleg, íslensk heimili og fyrirtæki geta gengið að orkunni vísri á stöðugu verði sem stenst erlendum keppinautum snúning mun það spara þeim fjármuni, auk þess sem umhverfið nýtur góðs af. Í orði en ekki á borði Góðu fréttirnar eru þær að orkuöryggi felst ekki einvörðungu í aukinni orkuvinnslu heldur einnig í fjölbreyttari kostum, á borð við vindorku. Slæmu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ekki ráða við verkefnið og engar leikreglur á þessu sviði með gegnsæi og almannahag að leiðarljósi hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir sex ár af þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn kyrrstöðuflokkanna skilar nefnilega enn og aftur auðu í risastóru máli og er fyrirmunað að setja skýran ramma utan um mikilvæga vindorkuuppbyggingu í landinu. Störukeppnin við ríkisstjórnarborðið stendur framþróun fyrir þrifum og vinnur gegn því markmiði um að auðlindir okkar skili hámarks ávinningi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Viðreisn hefur alla tíð tekið undir áferðarfalleg markmið stjórnarinnar um orkuskipti og grænan hagvöxt. Meinið er að þeim er ekki fylgt eftir. Við þurfum aðgerðir, hagræna hvata og skýrar leikreglur um orkuöflun og um hvernig við losnum við innflutning á einni milljón tonna af bensíni og olíu á ári. Grófar áætlanir benda til þess að það kalli á tvöföldun núverandi raforkuvinnslu. Svo ekki sé minnst á græna atvinnuuppbyggingu eins og hátækni- og hugbúnaðartækni, aukna grænmetisframleiðslu og landeldi. Eftirspurnin og tækifærin eru sannarlega til staðar, en framboðið af raforku ekki. Landsvirkjun er nauðbeygð til að hafna verkefnum sem gætu flýtt fyrir orkuskiptum, stuðlað að atvinnuuppbyggingu, hjálpað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni og svo mætti áfram telja. Og ríkisstjórnin tekur svo sem alveg undir. En bara í orði, en ekki á borði. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Efnahagur, heilbrigðiskerfið, samgöngur, frelsi, jafnrétti, neytendur, umhverfið, auðlindirnar og auðvitað, orkan. Í liðinni viku fór fram aðalfundur Landsvirkjunar og Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Rauði þráðurinn á fundinum var að kallað var eftir skýrri afstöðu ríkisstjórnarinnar í lykilmálum er varða orkuöflun. Forstjóri Landsvirkjunar kallaði sérstaklega eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hversu mikið mætti virkja og benti einu sinni sem oftar á að orkukerfið okkar sé svo gott sem fulllestað. Fyrirtækið sé af þeim sökum þegar farið að hafna sterkum og spennandi verkefnum sem t.d. snúa að orkuskiptum. Á sama tíma berast slæmar fréttir um að olíunotkun á Íslandi nái nýjum hæðum á þessu ári! Og það sex árum eftir að núverandi ríkisstjórn setti sér háleitt, en óútfært og ófjármagnað, markmið um full orkuskipti. Og tæplega tveimur árum eftir að hún flýtti umræddu markmiði frá árinu 2050 til ársins 2040. Samt gerist ekkert. Kyrrstaða er svarið. Enn og aftur. Orkuskipti eru fjölskyldumál Mikilvægt er að horfast í augu við þá staðreynd að raforkukerfið er uppselt. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af orkuöryggi íslenskra fjölskyldna. Um leið er samkeppnishæfni þjóðarinnar og loftslagsmarkmiðum teflt í tvísýnu. Af hverju er það fjölskyldumál? Fyrir íslensk heimili er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á meiri olíunotkun með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og hugsanlegar skammtanir á raforku. Við þessu þarf að bregðast. Orkuöryggi skiptir líka máli fyrir heimilisbókhaldið. Ef venjuleg, íslensk heimili og fyrirtæki geta gengið að orkunni vísri á stöðugu verði sem stenst erlendum keppinautum snúning mun það spara þeim fjármuni, auk þess sem umhverfið nýtur góðs af. Í orði en ekki á borði Góðu fréttirnar eru þær að orkuöryggi felst ekki einvörðungu í aukinni orkuvinnslu heldur einnig í fjölbreyttari kostum, á borð við vindorku. Slæmu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ekki ráða við verkefnið og engar leikreglur á þessu sviði með gegnsæi og almannahag að leiðarljósi hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir sex ár af þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn kyrrstöðuflokkanna skilar nefnilega enn og aftur auðu í risastóru máli og er fyrirmunað að setja skýran ramma utan um mikilvæga vindorkuuppbyggingu í landinu. Störukeppnin við ríkisstjórnarborðið stendur framþróun fyrir þrifum og vinnur gegn því markmiði um að auðlindir okkar skili hámarks ávinningi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Viðreisn hefur alla tíð tekið undir áferðarfalleg markmið stjórnarinnar um orkuskipti og grænan hagvöxt. Meinið er að þeim er ekki fylgt eftir. Við þurfum aðgerðir, hagræna hvata og skýrar leikreglur um orkuöflun og um hvernig við losnum við innflutning á einni milljón tonna af bensíni og olíu á ári. Grófar áætlanir benda til þess að það kalli á tvöföldun núverandi raforkuvinnslu. Svo ekki sé minnst á græna atvinnuuppbyggingu eins og hátækni- og hugbúnaðartækni, aukna grænmetisframleiðslu og landeldi. Eftirspurnin og tækifærin eru sannarlega til staðar, en framboðið af raforku ekki. Landsvirkjun er nauðbeygð til að hafna verkefnum sem gætu flýtt fyrir orkuskiptum, stuðlað að atvinnuuppbyggingu, hjálpað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni og svo mætti áfram telja. Og ríkisstjórnin tekur svo sem alveg undir. En bara í orði, en ekki á borði. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun