Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 18:36 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stóð í stafni í baráttunni við Covid-19. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Málið snýr að skimun Erfðagreiningar eftir mótefni gegn kórónuveirunni í blóði slembiúrtaks úr þjóðinni. Persónuvernd setti spurningarmerki við framkvæmdina og dró í efa að sýnatakan hefði verið í þágu sóttvarna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi þótt úrskurður Persónuverndar vera furðulegur og segir málið vera í alla staði óheppilegt. „Sóttvarnaryfirvöld fá okkur til að vinna fyrir sig. Við hættum að vinna okkar daglegu vinnu og fórum að sinna sóttvörnum í landinu. Gerðum ekki annað en það sem sóttvarnarlæknir bað okkur að gera og lagði blessun sína yfir. Samkvæmt lögum ber honum skylda að gera það sem það gerði,“ segir Kári. Talin vera vinna að vísindarannsókn Persónuvernd hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hafi ekki verið að aðstoða sóttvarnalækni heldur að laumast í að vinna einhvers konar vísindarannsókn. „Að þeirri niðurstöðu komst Persónuvernd þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi sagt að við höfum verið að sinna sóttvörnum og engu öðru. Þannig að ég held að það sé stóra spurningin. Hvernig í ósköpunum gat Persónuvernd komist að þessari niðurstöðu,“ segir Kári. Flestir hjá Persónuvernd afar hæfir og góðir Vill hann meina að úrskurður Persónuverndar grafi dálítið undan trausti manna af stofnuninni. Það sé ekki gott þar sem Persónuvernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Hlutverki sem er oft óvinsælt. Erfitt að sannfæra menn um að það sé alltaf samfélaginu fyrir bestu að trúa af miklum krafti á persónuvernd. Með því að ákvarða á þennan hátt, sem gengur gegn öllum skilningi á því sem er að gerast, gengur gegn lögum og öllu slíku, þá er hætta á því að stofnunin sé að grafa undan trausti á sjálfri sér. Það er ekki eðlilegt,“ segir Kári. Vill hann leggja áherslu á að hjá Persónuvernd starfi fullt af afskaplega hæfu, góðu og fínu starfsfólki. Samskipti Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd hafi, með undantekningum, verið mjög góð. Dómsmál Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Málið snýr að skimun Erfðagreiningar eftir mótefni gegn kórónuveirunni í blóði slembiúrtaks úr þjóðinni. Persónuvernd setti spurningarmerki við framkvæmdina og dró í efa að sýnatakan hefði verið í þágu sóttvarna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi þótt úrskurður Persónuverndar vera furðulegur og segir málið vera í alla staði óheppilegt. „Sóttvarnaryfirvöld fá okkur til að vinna fyrir sig. Við hættum að vinna okkar daglegu vinnu og fórum að sinna sóttvörnum í landinu. Gerðum ekki annað en það sem sóttvarnarlæknir bað okkur að gera og lagði blessun sína yfir. Samkvæmt lögum ber honum skylda að gera það sem það gerði,“ segir Kári. Talin vera vinna að vísindarannsókn Persónuvernd hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hafi ekki verið að aðstoða sóttvarnalækni heldur að laumast í að vinna einhvers konar vísindarannsókn. „Að þeirri niðurstöðu komst Persónuvernd þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi sagt að við höfum verið að sinna sóttvörnum og engu öðru. Þannig að ég held að það sé stóra spurningin. Hvernig í ósköpunum gat Persónuvernd komist að þessari niðurstöðu,“ segir Kári. Flestir hjá Persónuvernd afar hæfir og góðir Vill hann meina að úrskurður Persónuverndar grafi dálítið undan trausti manna af stofnuninni. Það sé ekki gott þar sem Persónuvernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Hlutverki sem er oft óvinsælt. Erfitt að sannfæra menn um að það sé alltaf samfélaginu fyrir bestu að trúa af miklum krafti á persónuvernd. Með því að ákvarða á þennan hátt, sem gengur gegn öllum skilningi á því sem er að gerast, gengur gegn lögum og öllu slíku, þá er hætta á því að stofnunin sé að grafa undan trausti á sjálfri sér. Það er ekki eðlilegt,“ segir Kári. Vill hann leggja áherslu á að hjá Persónuvernd starfi fullt af afskaplega hæfu, góðu og fínu starfsfólki. Samskipti Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd hafi, með undantekningum, verið mjög góð.
Dómsmál Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira