Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 18:36 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stóð í stafni í baráttunni við Covid-19. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Málið snýr að skimun Erfðagreiningar eftir mótefni gegn kórónuveirunni í blóði slembiúrtaks úr þjóðinni. Persónuvernd setti spurningarmerki við framkvæmdina og dró í efa að sýnatakan hefði verið í þágu sóttvarna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi þótt úrskurður Persónuverndar vera furðulegur og segir málið vera í alla staði óheppilegt. „Sóttvarnaryfirvöld fá okkur til að vinna fyrir sig. Við hættum að vinna okkar daglegu vinnu og fórum að sinna sóttvörnum í landinu. Gerðum ekki annað en það sem sóttvarnarlæknir bað okkur að gera og lagði blessun sína yfir. Samkvæmt lögum ber honum skylda að gera það sem það gerði,“ segir Kári. Talin vera vinna að vísindarannsókn Persónuvernd hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hafi ekki verið að aðstoða sóttvarnalækni heldur að laumast í að vinna einhvers konar vísindarannsókn. „Að þeirri niðurstöðu komst Persónuvernd þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi sagt að við höfum verið að sinna sóttvörnum og engu öðru. Þannig að ég held að það sé stóra spurningin. Hvernig í ósköpunum gat Persónuvernd komist að þessari niðurstöðu,“ segir Kári. Flestir hjá Persónuvernd afar hæfir og góðir Vill hann meina að úrskurður Persónuverndar grafi dálítið undan trausti manna af stofnuninni. Það sé ekki gott þar sem Persónuvernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Hlutverki sem er oft óvinsælt. Erfitt að sannfæra menn um að það sé alltaf samfélaginu fyrir bestu að trúa af miklum krafti á persónuvernd. Með því að ákvarða á þennan hátt, sem gengur gegn öllum skilningi á því sem er að gerast, gengur gegn lögum og öllu slíku, þá er hætta á því að stofnunin sé að grafa undan trausti á sjálfri sér. Það er ekki eðlilegt,“ segir Kári. Vill hann leggja áherslu á að hjá Persónuvernd starfi fullt af afskaplega hæfu, góðu og fínu starfsfólki. Samskipti Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd hafi, með undantekningum, verið mjög góð. Dómsmál Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Málið snýr að skimun Erfðagreiningar eftir mótefni gegn kórónuveirunni í blóði slembiúrtaks úr þjóðinni. Persónuvernd setti spurningarmerki við framkvæmdina og dró í efa að sýnatakan hefði verið í þágu sóttvarna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi þótt úrskurður Persónuverndar vera furðulegur og segir málið vera í alla staði óheppilegt. „Sóttvarnaryfirvöld fá okkur til að vinna fyrir sig. Við hættum að vinna okkar daglegu vinnu og fórum að sinna sóttvörnum í landinu. Gerðum ekki annað en það sem sóttvarnarlæknir bað okkur að gera og lagði blessun sína yfir. Samkvæmt lögum ber honum skylda að gera það sem það gerði,“ segir Kári. Talin vera vinna að vísindarannsókn Persónuvernd hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hafi ekki verið að aðstoða sóttvarnalækni heldur að laumast í að vinna einhvers konar vísindarannsókn. „Að þeirri niðurstöðu komst Persónuvernd þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi sagt að við höfum verið að sinna sóttvörnum og engu öðru. Þannig að ég held að það sé stóra spurningin. Hvernig í ósköpunum gat Persónuvernd komist að þessari niðurstöðu,“ segir Kári. Flestir hjá Persónuvernd afar hæfir og góðir Vill hann meina að úrskurður Persónuverndar grafi dálítið undan trausti manna af stofnuninni. Það sé ekki gott þar sem Persónuvernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Hlutverki sem er oft óvinsælt. Erfitt að sannfæra menn um að það sé alltaf samfélaginu fyrir bestu að trúa af miklum krafti á persónuvernd. Með því að ákvarða á þennan hátt, sem gengur gegn öllum skilningi á því sem er að gerast, gengur gegn lögum og öllu slíku, þá er hætta á því að stofnunin sé að grafa undan trausti á sjálfri sér. Það er ekki eðlilegt,“ segir Kári. Vill hann leggja áherslu á að hjá Persónuvernd starfi fullt af afskaplega hæfu, góðu og fínu starfsfólki. Samskipti Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd hafi, með undantekningum, verið mjög góð.
Dómsmál Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira