Teitur segir Basile bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rökstyðja það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 23:31 Basile hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Njarðvíkur á leiktíðinni. Vísir/Bára Dröfn „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni. „Framlengingin“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson spyr sérfræðinga sína – Teit Örlygsson og Hermann Hauksson að þessu sinni – spurninga sem hægt verður að svara og rökræða í 60 sekúndur áður en farið verður yfir í næsta lið. Fyrsta spurning: Er Keyshawn Woods [Tindastóll] leikmaður sem hentar úrslitakeppni? „Já ég held það,“ sagði Teitur einfaldlega. Ástæðan er sú að „hann getur spilað á fullum hraða í 40 mínútur“ og svo „er mjög erfitt að dekka hann.“ Hermann tók í sama streng. Önnur spurning: Hilmar Smári og Giga [Haukar] eða Sigtryggur Arnar og Drungilas [Tindastóll]? Eftir að hugsa sig vel um svaraði Hermann loks: „Eins og staðan er í dag þá myndi ég taka Hilmar og Giga. Búnir að sýna meiri stöðugleika en hinir tveir. Finnst sú tvenna heilla mig á þessu augnabliki. Þetta er ofboðslega erfið spurning.“ „Ég myndi eiginlega taka Giga og Drungilas og fara á barinn með þá,“ sagði Teitur í léttu gríni. Þriðja spurning: Hvaða lið missir af úrslitakeppninni? „Höttur er í fallbaráttu þó liðið eigi enn séns,“ sagði Kjartan Atli áður en sérfræðingarnir fengu að segja sína skoðun. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan í deildinni.Körfuboltakvöld Fjórða spurning: Hver er BLT [Besti leikmaður tímabilsins]? „Ég segi Dedrick Basile. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, hann er búinn að vera frá fyrsta leik besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Teitur. „Fyrir nokkrum leikjum hefði ég sagt Kári en ég er mjög mikið sammála með Basile. Er í liði sem er á toppnum og búinn að vera frábær. Búinn að vera vinna leikina fyrir Njarðvík,“ bætti Hermann við. Fimmta spurning: Hvað skiptir máli á þessu stigi keppninnar? Að lokum vildi Kjartan Atli vita hvort lið væru í alvöru að fórna sigrum á þessum tímapunkti til að reyna fá ákveðin lið í úrslitakeppninni eða hvort þau væru að gíra sig upp með sigrum til að koma á fleygiferð inn í úrslitakeppnina. Svör sérfræðinganna við síðustu spurningunni sem og öllum hinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Teitur segir Basile bestan í vetur: Ég þarf ekkert að rökstyðja það Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
„Framlengingin“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson spyr sérfræðinga sína – Teit Örlygsson og Hermann Hauksson að þessu sinni – spurninga sem hægt verður að svara og rökræða í 60 sekúndur áður en farið verður yfir í næsta lið. Fyrsta spurning: Er Keyshawn Woods [Tindastóll] leikmaður sem hentar úrslitakeppni? „Já ég held það,“ sagði Teitur einfaldlega. Ástæðan er sú að „hann getur spilað á fullum hraða í 40 mínútur“ og svo „er mjög erfitt að dekka hann.“ Hermann tók í sama streng. Önnur spurning: Hilmar Smári og Giga [Haukar] eða Sigtryggur Arnar og Drungilas [Tindastóll]? Eftir að hugsa sig vel um svaraði Hermann loks: „Eins og staðan er í dag þá myndi ég taka Hilmar og Giga. Búnir að sýna meiri stöðugleika en hinir tveir. Finnst sú tvenna heilla mig á þessu augnabliki. Þetta er ofboðslega erfið spurning.“ „Ég myndi eiginlega taka Giga og Drungilas og fara á barinn með þá,“ sagði Teitur í léttu gríni. Þriðja spurning: Hvaða lið missir af úrslitakeppninni? „Höttur er í fallbaráttu þó liðið eigi enn séns,“ sagði Kjartan Atli áður en sérfræðingarnir fengu að segja sína skoðun. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan í deildinni.Körfuboltakvöld Fjórða spurning: Hver er BLT [Besti leikmaður tímabilsins]? „Ég segi Dedrick Basile. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, hann er búinn að vera frá fyrsta leik besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Teitur. „Fyrir nokkrum leikjum hefði ég sagt Kári en ég er mjög mikið sammála með Basile. Er í liði sem er á toppnum og búinn að vera frábær. Búinn að vera vinna leikina fyrir Njarðvík,“ bætti Hermann við. Fimmta spurning: Hvað skiptir máli á þessu stigi keppninnar? Að lokum vildi Kjartan Atli vita hvort lið væru í alvöru að fórna sigrum á þessum tímapunkti til að reyna fá ákveðin lið í úrslitakeppninni eða hvort þau væru að gíra sig upp með sigrum til að koma á fleygiferð inn í úrslitakeppnina. Svör sérfræðinganna við síðustu spurningunni sem og öllum hinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Teitur segir Basile bestan í vetur: Ég þarf ekkert að rökstyðja það
Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira