Hvernig byggjum við upp grænt hagkerfi? Kristín Linda Árnadóttir og Benedikt Gíslason skrifa 21. mars 2023 07:31 Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist. Íslendingar eru í þeirri góðu stöðu að vera leiðandi í endurnýjanlegri orkuvinnslu og hér liggja fjölmörg tækifæri til tækniþróunar og nýsköpunar sem styðja við kolefnishlutleysi. Landsvirkjun var fyrsti útgefandi grænna skuldabréfa hér á landi árið 2018 og hefur öll fjármögnun fyrirtækisins síðan þá verið græn og/eða sjálfbærnitengd. Þá hefur Arion banki gefið út græna fjármálaumgjörð þar sem græn verkefni eru skilgreind og er hún lykillinn að fjármögnun bankans á grænum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Græn fjármögnun er góð leið til að styðja verkefni sem stuðla að hagkvæmri orkunotkun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða eru til þess fallin að koma á nauðsynlegum breytingum sem leiða til þess að markmið um kolefnishlutlaust hagkerfi nái fram að ganga. Samræmt flokkunarkerfi Með tilkomu nýrrar flokkunarreglugerðar Evrópusambandins er verið að innleiða samræmt flokkunarkerfi fyrir sjálfbæra fjármögnun. Tilgangur hennar er að auðvelda greiningu á sjálfbærri atvinnustarfsemi, draga úr grænþvotti og almennt auðvelda fjármálastofnunum að greina á milli sjálfbærrar og ósjálfbærrar atvinnustarfsemi. Flokkunarreglugerðin byggir á sex umhverfismarkmiðum. Þau eru mildun loftslagsbreytinga, aðlögun að loftslagsbreytingum, sjálfbær nýting og verndun vatns og sjávarauðlinda, umbreyting í hringrásarhagkerfi, mengunarvarnir og eftirlit með mengun og verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Til að teljast græn þarf starfsemi að styðja að verulegu leyti við a.m.k. eitt af þessum sex umhverfismarkmiðum og ekki valda umtalsverðum skaða þegar kemur að hinum. Að auki eru lágmarkskröfur um stjórnunarhætti og mannréttindi. Með nýrri reglugerð er umgjörðin fyrir sjálfbær verkefni að skýrast. Þar sem endurnýjanleg orkuvinnsla er forsenda þess að kolefnishlutleysi náist þá er ljóst að afleidd verkefni, nýsköpun og tækniþróun sem falla undir viðmið flokkunarreglugerðarinnar geta fengið græna fjármögnun. Það er mikilvægt að við stuðlum öll að grænu hagkerfi, fylgjum alþjóðlegum viðmiðum og nýtum okkur þau til að ná árangri. Fjárhagslegir hvatar felast í að þróa, styðja við og innleiða nýjar lausnir og ferla sem stuðla að kolefnishlutleysi. Við þurfum að vanda vel til verka með samstilltu átaki og samstarfi atvinnulífsins og stjórnvalda. Tækifærin í breyttum heimi og kolefnishlutleysi eru mörg en það er okkar að grípa þau. Græn fjármögnun og tækifærin í kolefnishlutleysi eru meðal þess sem verður til umræðu á ársfundi Grænvangs sem haldinn verður í Grósku í dag kl. 13. Öll eru velkomin á fundinn. Skráning fer fram hér. Benedikt er bankastjóri Arion banka og Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Evrópusambandið Nýsköpun Umhverfismál Landsvirkjun Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist. Íslendingar eru í þeirri góðu stöðu að vera leiðandi í endurnýjanlegri orkuvinnslu og hér liggja fjölmörg tækifæri til tækniþróunar og nýsköpunar sem styðja við kolefnishlutleysi. Landsvirkjun var fyrsti útgefandi grænna skuldabréfa hér á landi árið 2018 og hefur öll fjármögnun fyrirtækisins síðan þá verið græn og/eða sjálfbærnitengd. Þá hefur Arion banki gefið út græna fjármálaumgjörð þar sem græn verkefni eru skilgreind og er hún lykillinn að fjármögnun bankans á grænum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Græn fjármögnun er góð leið til að styðja verkefni sem stuðla að hagkvæmri orkunotkun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða eru til þess fallin að koma á nauðsynlegum breytingum sem leiða til þess að markmið um kolefnishlutlaust hagkerfi nái fram að ganga. Samræmt flokkunarkerfi Með tilkomu nýrrar flokkunarreglugerðar Evrópusambandins er verið að innleiða samræmt flokkunarkerfi fyrir sjálfbæra fjármögnun. Tilgangur hennar er að auðvelda greiningu á sjálfbærri atvinnustarfsemi, draga úr grænþvotti og almennt auðvelda fjármálastofnunum að greina á milli sjálfbærrar og ósjálfbærrar atvinnustarfsemi. Flokkunarreglugerðin byggir á sex umhverfismarkmiðum. Þau eru mildun loftslagsbreytinga, aðlögun að loftslagsbreytingum, sjálfbær nýting og verndun vatns og sjávarauðlinda, umbreyting í hringrásarhagkerfi, mengunarvarnir og eftirlit með mengun og verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Til að teljast græn þarf starfsemi að styðja að verulegu leyti við a.m.k. eitt af þessum sex umhverfismarkmiðum og ekki valda umtalsverðum skaða þegar kemur að hinum. Að auki eru lágmarkskröfur um stjórnunarhætti og mannréttindi. Með nýrri reglugerð er umgjörðin fyrir sjálfbær verkefni að skýrast. Þar sem endurnýjanleg orkuvinnsla er forsenda þess að kolefnishlutleysi náist þá er ljóst að afleidd verkefni, nýsköpun og tækniþróun sem falla undir viðmið flokkunarreglugerðarinnar geta fengið græna fjármögnun. Það er mikilvægt að við stuðlum öll að grænu hagkerfi, fylgjum alþjóðlegum viðmiðum og nýtum okkur þau til að ná árangri. Fjárhagslegir hvatar felast í að þróa, styðja við og innleiða nýjar lausnir og ferla sem stuðla að kolefnishlutleysi. Við þurfum að vanda vel til verka með samstilltu átaki og samstarfi atvinnulífsins og stjórnvalda. Tækifærin í breyttum heimi og kolefnishlutleysi eru mörg en það er okkar að grípa þau. Græn fjármögnun og tækifærin í kolefnishlutleysi eru meðal þess sem verður til umræðu á ársfundi Grænvangs sem haldinn verður í Grósku í dag kl. 13. Öll eru velkomin á fundinn. Skráning fer fram hér. Benedikt er bankastjóri Arion banka og Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun