Kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Helga Vala Helgadóttir skrifar 22. mars 2023 16:00 Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Það er sterkt samband milli gengisþróunar, vaxtastigs og verðlags því eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hefur bent á er þetta keðjuverkun; hækki verðlag örar hér en erlendis lækkar gengið. Sé vaxtastig hér hærra en erlendis hækkar gengið. En það er ekki allt því jafnframt því að ýta undir gengishækkun virkar vaxtahækkun letjandi á eftirspurn og þar með verðlagshækkanir innanlands. Fyrirtækin þurfa svo að taka afstöðu til óorðinna hluta og gera sér einhverjar hugmyndir um þróun þessara stærða, það er gengis krónunnar, stöðu vaxta og þurfa svo að taka ákvörðun um verð á vöru og þjónustu til almennings í kjölfarið. Því fyrirtækin ætla sér ekki að bera hallann í þessu flöktandi umhverfi óðaverðbólgu og himinhárra stýrivaxta. Í stuttu máli, svo vitnað sé til prófessors Þórólfs Matthíassonar, þá eru fjárfestar ekki tilbúnir til að fjárfesta í eignum í íslenskum krónum nema gegn ávöxtun sem er nægilega miklu hærri en ávöxtun á sambærilegum eignum erlendis til að bæta þeim mögulegt tjón vegna óvæntrar verðbólguþróunar eða óvæntra árása spákaupmanna á íslensku krónuna. Við ríkisstjórnarborðið virðast hins vegar engin ráð uppi önnur en að fjölga ferðalögum ráðherra, fjölga starfsfólki í ráðuneytunum og ræða svo helst eitthvað allt annað en það hvernig efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot sem bitnar harkalega á öllum almenningi. Hér ríkir villta vestrið á húsnæðismarkaði, hér lifum við í örhagkerfi með smágjaldmiðli, og við völd er kjarklaus og verkstola ríkisstjórn sem fer ekki í nauðsynlegar aðgerðir, svo sem tekjuöflun í formi hvalrekaskatts svo dæmi séu tekin. Er ekki kominn tími til að þau skili lyklunum að stjórnarráðinu? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Helga Vala Helgadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Sjá meira
Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Það er sterkt samband milli gengisþróunar, vaxtastigs og verðlags því eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hefur bent á er þetta keðjuverkun; hækki verðlag örar hér en erlendis lækkar gengið. Sé vaxtastig hér hærra en erlendis hækkar gengið. En það er ekki allt því jafnframt því að ýta undir gengishækkun virkar vaxtahækkun letjandi á eftirspurn og þar með verðlagshækkanir innanlands. Fyrirtækin þurfa svo að taka afstöðu til óorðinna hluta og gera sér einhverjar hugmyndir um þróun þessara stærða, það er gengis krónunnar, stöðu vaxta og þurfa svo að taka ákvörðun um verð á vöru og þjónustu til almennings í kjölfarið. Því fyrirtækin ætla sér ekki að bera hallann í þessu flöktandi umhverfi óðaverðbólgu og himinhárra stýrivaxta. Í stuttu máli, svo vitnað sé til prófessors Þórólfs Matthíassonar, þá eru fjárfestar ekki tilbúnir til að fjárfesta í eignum í íslenskum krónum nema gegn ávöxtun sem er nægilega miklu hærri en ávöxtun á sambærilegum eignum erlendis til að bæta þeim mögulegt tjón vegna óvæntrar verðbólguþróunar eða óvæntra árása spákaupmanna á íslensku krónuna. Við ríkisstjórnarborðið virðast hins vegar engin ráð uppi önnur en að fjölga ferðalögum ráðherra, fjölga starfsfólki í ráðuneytunum og ræða svo helst eitthvað allt annað en það hvernig efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot sem bitnar harkalega á öllum almenningi. Hér ríkir villta vestrið á húsnæðismarkaði, hér lifum við í örhagkerfi með smágjaldmiðli, og við völd er kjarklaus og verkstola ríkisstjórn sem fer ekki í nauðsynlegar aðgerðir, svo sem tekjuöflun í formi hvalrekaskatts svo dæmi séu tekin. Er ekki kominn tími til að þau skili lyklunum að stjórnarráðinu? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun