Selenskí þakklátur Íslandi Máni Snær Þorláksson skrifar 23. mars 2023 14:32 Forseti Úkraínu segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina sem hópmorð. Getty/Yan Dobronosov Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. Hungursneyðin, sem nefnist Holodomor, varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða. Þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. „Ég er þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina á árunum 1932-1933 sem hópmorð á úkraínsku þjóðinni, fyrir að heiðra minningu milljóna Úkraínumanna sem létust af völdum stjórnarinnar í Moskvu. Þetta er skýrt merki um að slíkir glæpir viðgangist ekki án refsingar,“ segir Zelensky í færslu sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þá þakkar Oleksii Rezniko, varnarmálaráðherra Úkraínu, Íslandi einnig fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum. Grateful to Iceland for recognizing the Holodomor of 1932-1933 as genocide of the Ukrainian people, for honoring the memory of millions of Ukrainians killed by the Moscow regime. It is a clear signal that such crimes do not go unpunished and do not have a statute of limitations. https://t.co/NU3k9zCpsc— (@ZelenskyyUa) March 23, 2023 Forseti Úkraínu deilir færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þar sem hún tilkynnir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillöguna í dag. Þórdís segir í færslunni frá ferð sinni til Kyiv í nóvember síðastliðnum en þá heimsótti hún minnisvarða um hungursneyðina. Minningardagur um hungursneyðina er haldinn fjórða laugardag nóvembersmánaðar á hverju ári. Þórdís Kolbrún tók til máls þegar verið var að greiða atkvæði um málið í morgun. Hún þakkaði flutningsmönnum tillögunar fyrir málið sem og utanríkismálanefnd fyrir sína vinnu. Þá sagði hún málið skipta raunverulegu máli fyrir úkraínsku þjóðina: „Við skulum leyfa okkur að vera dálítið glöð með að hafa frelsi til þess að samþykkja svona mál og greiða um það atkvæði. Mér þykir ótrúlega vænt um að um málið sé þverpólitískur stuðningur og ég veit að þetta er mál sem skiptir úkraínsku þjóðina raunverulegu máli, ekki í þykjustunni heldur raunverulega og sérstaklega núna. Þótt langt sé liðið frá þessum ömurlegu tímum þá eru þau að upplifa ömurlega tíma núna og það er hægt að setja það í samhengi. Þannig að viðurkenning á því frá sem flestum þjóðþingum, og okkar þar á meðal, er eitthvað sem skiptir manneskjur raunverulegu máli.“ Hrærð yfir samstöðunni Kosið var um þingsályktunartillagan í morgun og var hún samþykkt samhljóða. Á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en hún sagðist vera virkilega hrærð yfir samstöðu alþingismanna í málinu. „Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sovétríkin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Hungursneyðin, sem nefnist Holodomor, varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða. Þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. „Ég er þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina á árunum 1932-1933 sem hópmorð á úkraínsku þjóðinni, fyrir að heiðra minningu milljóna Úkraínumanna sem létust af völdum stjórnarinnar í Moskvu. Þetta er skýrt merki um að slíkir glæpir viðgangist ekki án refsingar,“ segir Zelensky í færslu sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þá þakkar Oleksii Rezniko, varnarmálaráðherra Úkraínu, Íslandi einnig fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum. Grateful to Iceland for recognizing the Holodomor of 1932-1933 as genocide of the Ukrainian people, for honoring the memory of millions of Ukrainians killed by the Moscow regime. It is a clear signal that such crimes do not go unpunished and do not have a statute of limitations. https://t.co/NU3k9zCpsc— (@ZelenskyyUa) March 23, 2023 Forseti Úkraínu deilir færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þar sem hún tilkynnir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillöguna í dag. Þórdís segir í færslunni frá ferð sinni til Kyiv í nóvember síðastliðnum en þá heimsótti hún minnisvarða um hungursneyðina. Minningardagur um hungursneyðina er haldinn fjórða laugardag nóvembersmánaðar á hverju ári. Þórdís Kolbrún tók til máls þegar verið var að greiða atkvæði um málið í morgun. Hún þakkaði flutningsmönnum tillögunar fyrir málið sem og utanríkismálanefnd fyrir sína vinnu. Þá sagði hún málið skipta raunverulegu máli fyrir úkraínsku þjóðina: „Við skulum leyfa okkur að vera dálítið glöð með að hafa frelsi til þess að samþykkja svona mál og greiða um það atkvæði. Mér þykir ótrúlega vænt um að um málið sé þverpólitískur stuðningur og ég veit að þetta er mál sem skiptir úkraínsku þjóðina raunverulegu máli, ekki í þykjustunni heldur raunverulega og sérstaklega núna. Þótt langt sé liðið frá þessum ömurlegu tímum þá eru þau að upplifa ömurlega tíma núna og það er hægt að setja það í samhengi. Þannig að viðurkenning á því frá sem flestum þjóðþingum, og okkar þar á meðal, er eitthvað sem skiptir manneskjur raunverulegu máli.“ Hrærð yfir samstöðunni Kosið var um þingsályktunartillagan í morgun og var hún samþykkt samhljóða. Á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en hún sagðist vera virkilega hrærð yfir samstöðu alþingismanna í málinu. „Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sovétríkin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira