Lofsamar síðasta púslið í Þórsliðið: „Guðsgjöf“ Sæbjörn Steinke skrifar 24. mars 2023 21:31 Styrmir Snær Þrastarson og félagar hafa verið frábærir undanfarið. Vísir/Hulda Margrét Þórsarar eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið er á mikilli siglingu og vann í kvöld sinn sjöunda sigur í átta leikjum. Andstæðingurinn í kvöld var Stjarnan og varð niðurstaðan nokkuð þægilegur fjórtán stiga sigur. Einn af lykilmönnum liðsins, og stór þáttur í því að Þór varð meistari fyrir tveimur árum, er Styrmir Snær Þrastarson. Hann ræddi við Vísi eftir sigurinn í kvöld. „Vörnin í fyrri hálfleik skóp þetta fyrir okkur. Þegar við náum að tengja sókn og vörn vel saman spilum við mjög vel,“ sagði sýnilega sáttur Styrmir eftir leik. „Það er gaman, mér líður alltaf vel í Garðabænum og þeir eru með hörkugott lið. Það er ekkert gefins í þessari deild og sigurinn því mjög góður.“ Þórsarar eru á leið í úrslitaleik um sjötta sætið í lokaumferðinni. Andstæðingurinn þar verður Grindavík. „Það verður spennandi leikur, leikurinn í fyrri umferðinni var skemmtilegur og „physical“ og ég býst við hörku leik.“ Vincent Malik Shahid var besti maður vallarins í kvöld, ekki í fyrsta sinn sem það gerist í vetur. Hann skoraði 38 stig og klikkaði einungis á fjórum skotum. Hann hefur sýnt að hann er einn albesti, ef ekki sá allra besti, leikmaður deildarinnar. En hvernig er að spila með honum? „Það er frábært. Hann getur búið til sitt eigið skot upp úr engu og það er þægilegt þegar þú ert kominn í vesen í sókninni og hann býr bara til eitthvað. Hann gefur líka mikið af sér, sérstaklega til samfélagsins. Hann er bara frábær náungi.“ Síðasta púslið í Þórsliðið var koma Jordan Semple eftir áramót. Hann hefur komið ansi vel inn í liðið en margir settu spurningarmerki við Þórsara að fá hann í sínar raðir. Umræðan var neikvæð í garð Semple eftir veru hans hjá KR. Fengu leikmenn Þórs að segja eitthvað til um hvort Semple kæmi eða ekki? „Ég man að við vorum í fjáröflun, vorum að blóðga fiska. Þá kemur Lalli upp að mér og segir við mig: Heyrðu, við ætlum að sækja Jordan.“ „Ég var búinn að heyra út í bæ að hann væri ekki góður. Svo kemur hann til okkar og er bara toppnáungi og hann er lykillinn að þessum varnarleik sem við erum að spila. Ég er þvílíkt ánægður með hann, bara guðsgjöf. Nákvæmlega rétta púslið sem við þurftum.“ Lalli, Lárus Jónsson sem þjálfar Þórliðið, var einnig spurður út í Semple í viðtali eftir leik. Var Lárus aldrei skeptískur þegar hann var að ákveða að taka Semple inn? „Ég talaði bara við hann, og þegar ég var búinn að tala við hann í svona hálftíma var ég ekki í neinum vafa. Mér fannst skína í gegn að þetta væri körfuboltamaður sem hafði hrikalega mikinn áhuga á körfubolta og langaði að koma og hjálpa okkur.“ „Já,“ sagði Lárus einfaldlega þegar hann var spurður út í hvort Semple væri lykillinn að varnarleik Þórsara. Í liði Þórsara er einnig Tómas Valur, sem er bróðir Styrmis. Styrmir var spurður hvernig væri að spila með yngri bróður sínum sem er feikilega efnilegur. „Bróðir minn er frábær og ég hef mjög gaman af því að spila með honum. Ég ætla njóta þess að fá að spila með honum nokkra leiki í viðbót.“ „Alla leið,“ var svo svarið sem Styrmir gaf þegar hann var spurður hversu langt Þórsarar gætu farið í úrslitakeppninni. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
„Vörnin í fyrri hálfleik skóp þetta fyrir okkur. Þegar við náum að tengja sókn og vörn vel saman spilum við mjög vel,“ sagði sýnilega sáttur Styrmir eftir leik. „Það er gaman, mér líður alltaf vel í Garðabænum og þeir eru með hörkugott lið. Það er ekkert gefins í þessari deild og sigurinn því mjög góður.“ Þórsarar eru á leið í úrslitaleik um sjötta sætið í lokaumferðinni. Andstæðingurinn þar verður Grindavík. „Það verður spennandi leikur, leikurinn í fyrri umferðinni var skemmtilegur og „physical“ og ég býst við hörku leik.“ Vincent Malik Shahid var besti maður vallarins í kvöld, ekki í fyrsta sinn sem það gerist í vetur. Hann skoraði 38 stig og klikkaði einungis á fjórum skotum. Hann hefur sýnt að hann er einn albesti, ef ekki sá allra besti, leikmaður deildarinnar. En hvernig er að spila með honum? „Það er frábært. Hann getur búið til sitt eigið skot upp úr engu og það er þægilegt þegar þú ert kominn í vesen í sókninni og hann býr bara til eitthvað. Hann gefur líka mikið af sér, sérstaklega til samfélagsins. Hann er bara frábær náungi.“ Síðasta púslið í Þórsliðið var koma Jordan Semple eftir áramót. Hann hefur komið ansi vel inn í liðið en margir settu spurningarmerki við Þórsara að fá hann í sínar raðir. Umræðan var neikvæð í garð Semple eftir veru hans hjá KR. Fengu leikmenn Þórs að segja eitthvað til um hvort Semple kæmi eða ekki? „Ég man að við vorum í fjáröflun, vorum að blóðga fiska. Þá kemur Lalli upp að mér og segir við mig: Heyrðu, við ætlum að sækja Jordan.“ „Ég var búinn að heyra út í bæ að hann væri ekki góður. Svo kemur hann til okkar og er bara toppnáungi og hann er lykillinn að þessum varnarleik sem við erum að spila. Ég er þvílíkt ánægður með hann, bara guðsgjöf. Nákvæmlega rétta púslið sem við þurftum.“ Lalli, Lárus Jónsson sem þjálfar Þórliðið, var einnig spurður út í Semple í viðtali eftir leik. Var Lárus aldrei skeptískur þegar hann var að ákveða að taka Semple inn? „Ég talaði bara við hann, og þegar ég var búinn að tala við hann í svona hálftíma var ég ekki í neinum vafa. Mér fannst skína í gegn að þetta væri körfuboltamaður sem hafði hrikalega mikinn áhuga á körfubolta og langaði að koma og hjálpa okkur.“ „Já,“ sagði Lárus einfaldlega þegar hann var spurður út í hvort Semple væri lykillinn að varnarleik Þórsara. Í liði Þórsara er einnig Tómas Valur, sem er bróðir Styrmis. Styrmir var spurður hvernig væri að spila með yngri bróður sínum sem er feikilega efnilegur. „Bróðir minn er frábær og ég hef mjög gaman af því að spila með honum. Ég ætla njóta þess að fá að spila með honum nokkra leiki í viðbót.“ „Alla leið,“ var svo svarið sem Styrmir gaf þegar hann var spurður hversu langt Þórsarar gætu farið í úrslitakeppninni.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00