„Ljúga, svíkja og plata fólk” vegna innfluttra kjötvara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. mars 2023 12:31 Hrafnhildur tók mikið af ljósmyndum í vettvangsferð sinni í verslanir og birtir á síðunni sinni. aðsend „Það er verið að ljúga, svíkja og plata fólk” segir Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona í Reykjavík, sem berst fyrir því að innfluttar kjötvörur séu merktar rétt í íslenskum verslunum. Þá bætir hún við að það sé ömurlegt að sjá hvernig fyrirtæki, sem flytja inn kjötvörur komast upp með það að blekkja neytendur með uppruna kjötsins. Hrafnhildur hefur mikinn áhuga á velferð dýra og að íslenskir bændur standi sig vel og fái að blómstra með sína atvinnugrein á sínum búum. Hún er hins vegar alveg búin að fá nóg af því hvernig innfluttar kjötvörur eru merktar, eða ekki merkta, í íslenskum matvöruverslunum. Hún tók sig því til í vikunni og hringdi í stærstu fyrirtækin, sem sjá um innflutninginn til að leita svara hjá forsvarsmönnum þeirra. Hún gerði síðan grein fyrir niðurstöðunni á Facebook síðunni sinni og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð þar. „Ég læt bara dýravelferð mig varða og eins þetta með innflutta kjötið þar sem það er búið að vera að ljúga og svíkja fólk og plata. Mér finnst þetta vera ósanngjarnt og vanvirðing við okkar landbúnað að aðilar geti merkt unnið kjöt, sem íslenskt og víla ekki fyrir sér að nota íslenska fánann á það, það er bara til að blekkja,” segir Hrafnhildur. Og Hrafnhildur nefnir dæmi. „Um leið og þú ert búin að setja pipar eða salt á það þá er það flokkað, sem unnin vara eða í svona legi, þá ber þeim ekki skylda að tiltaka einu sinni landið, sem það kemur frá. Við getum ekki treyst þessum fyrirtækjum fyrr en lögum verður breytt. Ráðamenn þurfa að girða sig í brók en þetta liggur klárlega hjá Svandísi Svavarsdóttir,” segir Hrafnhildur enn fremur. Mynd frá HrafnhildiAðsend En hvernig voru viðbrögð ráðamanna fyrirtækjanna þegar Hrafnhildur krafði þá skýringa, voru þeir skömmustulegir eða? „Jú, jú, og bentu kannski á að aðrir væri verri að merkja en þeir sjálfir. Mér finnst líka mjög alvarlegt að tvær stórar blokkir, sem bændur, allavega að nafninu til eiga að eiga, þeir standa í þessum innflutningi og segja bara, ef við gerum það ekki, þá gerir það bara einhver annar,” segir Hrafnhildur. Hvaða blokkir eru þetta? „Við skulum bara segja, ein er Sunnanlands og ein er fyrir norðan.” Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona fyrir rétt merktum innfluttum kjötvörum, sem koma til landsins.Aðsend Reykjavík Landbúnaður Verslun Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Hrafnhildur hefur mikinn áhuga á velferð dýra og að íslenskir bændur standi sig vel og fái að blómstra með sína atvinnugrein á sínum búum. Hún er hins vegar alveg búin að fá nóg af því hvernig innfluttar kjötvörur eru merktar, eða ekki merkta, í íslenskum matvöruverslunum. Hún tók sig því til í vikunni og hringdi í stærstu fyrirtækin, sem sjá um innflutninginn til að leita svara hjá forsvarsmönnum þeirra. Hún gerði síðan grein fyrir niðurstöðunni á Facebook síðunni sinni og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð þar. „Ég læt bara dýravelferð mig varða og eins þetta með innflutta kjötið þar sem það er búið að vera að ljúga og svíkja fólk og plata. Mér finnst þetta vera ósanngjarnt og vanvirðing við okkar landbúnað að aðilar geti merkt unnið kjöt, sem íslenskt og víla ekki fyrir sér að nota íslenska fánann á það, það er bara til að blekkja,” segir Hrafnhildur. Og Hrafnhildur nefnir dæmi. „Um leið og þú ert búin að setja pipar eða salt á það þá er það flokkað, sem unnin vara eða í svona legi, þá ber þeim ekki skylda að tiltaka einu sinni landið, sem það kemur frá. Við getum ekki treyst þessum fyrirtækjum fyrr en lögum verður breytt. Ráðamenn þurfa að girða sig í brók en þetta liggur klárlega hjá Svandísi Svavarsdóttir,” segir Hrafnhildur enn fremur. Mynd frá HrafnhildiAðsend En hvernig voru viðbrögð ráðamanna fyrirtækjanna þegar Hrafnhildur krafði þá skýringa, voru þeir skömmustulegir eða? „Jú, jú, og bentu kannski á að aðrir væri verri að merkja en þeir sjálfir. Mér finnst líka mjög alvarlegt að tvær stórar blokkir, sem bændur, allavega að nafninu til eiga að eiga, þeir standa í þessum innflutningi og segja bara, ef við gerum það ekki, þá gerir það bara einhver annar,” segir Hrafnhildur. Hvaða blokkir eru þetta? „Við skulum bara segja, ein er Sunnanlands og ein er fyrir norðan.” Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona fyrir rétt merktum innfluttum kjötvörum, sem koma til landsins.Aðsend
Reykjavík Landbúnaður Verslun Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum