Rannsaka vinnubrögð verktakanna eftir sprenginguna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. mars 2023 21:15 Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í gær. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar gaskútar þeyttust tugi metra frá nýbyggingunni. Aðsend Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni. Lögreglan rannsakar upptök sprengingarinnar sem varð í Garðabæ síðdegis í gær þegar eldur blossaði upp á þaki nýbyggingar í bænum. Gaskútar sprungu með tilheyrandi látum og þeyttust tugi metra. Sjá einnig: Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Tjörupappinn jafnan hitaður með gasi Það kviknaði í svokölluðum tjörupappa sem mikið er notaður á hús hér og landi. Til þess að leggja hann á þarf að hita hann upp. Það er gjarnan gert með gasi og þess vegna voru gaskútarnir á staðnum. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá vinnueftirlitinu, segir mikilvægt að huga að því hvernig hættuleg efni séu geymd á vinnustöðum. Mannvirki í byggingu séu undir sérstöku eftirliti. Guðmundur Mar Magnússon er sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.Vísir/SteingrímurDúi „Það sem gildir um meðhöndlun hættulegra efna er náttúrulega að menn séu meðvitaðir um hættuna og þekki hætturnar, og meðhöndli efnin rétt; allar verklagsreglur í kringum svona efni séu fastar og þeim fylgt eftir. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með vinnustöðum í byggingu eins og öðrum vinnustöðum. Þessir hlutir eru í skoðun hjá okkur alla daga. Við erum með teymi, mannvirkjateymi, sem sinnir eftirliti með mannvirkjagerð.“ Gunnar segir að starfsmenn Vinnueftirlitsins muni ræða við verktakana sem standa að byggingu hússins eftir helgi. „Við munum nálgast þessa verktaka sem eru að sinna þessari vinnu og fara yfir þessi mál með þeim, áhættumat og annað í tengslum við þessa vinnu. Og þá uppfæra ef í ljós kemur að verklag er að einhverju leyti ábótavant. Þá munum við fara yfir það og koma með leiðbeiningar um úrbætur.“ Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. 25. mars 2023 00:34 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Lögreglan rannsakar upptök sprengingarinnar sem varð í Garðabæ síðdegis í gær þegar eldur blossaði upp á þaki nýbyggingar í bænum. Gaskútar sprungu með tilheyrandi látum og þeyttust tugi metra. Sjá einnig: Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Tjörupappinn jafnan hitaður með gasi Það kviknaði í svokölluðum tjörupappa sem mikið er notaður á hús hér og landi. Til þess að leggja hann á þarf að hita hann upp. Það er gjarnan gert með gasi og þess vegna voru gaskútarnir á staðnum. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá vinnueftirlitinu, segir mikilvægt að huga að því hvernig hættuleg efni séu geymd á vinnustöðum. Mannvirki í byggingu séu undir sérstöku eftirliti. Guðmundur Mar Magnússon er sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.Vísir/SteingrímurDúi „Það sem gildir um meðhöndlun hættulegra efna er náttúrulega að menn séu meðvitaðir um hættuna og þekki hætturnar, og meðhöndli efnin rétt; allar verklagsreglur í kringum svona efni séu fastar og þeim fylgt eftir. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með vinnustöðum í byggingu eins og öðrum vinnustöðum. Þessir hlutir eru í skoðun hjá okkur alla daga. Við erum með teymi, mannvirkjateymi, sem sinnir eftirliti með mannvirkjagerð.“ Gunnar segir að starfsmenn Vinnueftirlitsins muni ræða við verktakana sem standa að byggingu hússins eftir helgi. „Við munum nálgast þessa verktaka sem eru að sinna þessari vinnu og fara yfir þessi mál með þeim, áhættumat og annað í tengslum við þessa vinnu. Og þá uppfæra ef í ljós kemur að verklag er að einhverju leyti ábótavant. Þá munum við fara yfir það og koma með leiðbeiningar um úrbætur.“
Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. 25. mars 2023 00:34 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. 25. mars 2023 00:34
„Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30
Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12