Utan vallar: „This is the Icelandic league“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:30 Hvar er Íslendingurinn? Erlendir leikmenn eru mjög áberandi í íslensku deildinni í dag og það er ekki að fara breytast. Vísir/Bára Íslenskir leikmenn gætu verið í útrýmingahættu í Subway deildunum í körfubolta eftir ákvarðanir ársþings Körfuboltasambands Íslands um helgina. Sumum finnst þetta eflaust alltof dramatísk yfirlýsing en þeir sem héldu að það færi nú loksins að renna af mönnum eftir útlendingafylleríið undanfarin ár vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu niðurstöðu kosninga á þinginu. Í stað þess að herða reglurnar um erlenda leikmenn og tryggja íslenskum leikmönnum einhverjar alvöru mínútur í deildinni er nú hætt við því að íslenskir leikmenn endi með því að vera í algjöru aukahlutverki í mörgum liðum næsta vetur. Þeir sem þekkja til vita vel að það síðasta sem hægt er að gera ráð fyrir er það að liðin haldi erlendum innflutning í einhverju lágmarki ef þau eru ekki skikkuð til þess. Nei, óskrifaða reglan er að það er alltaf best að reyna að ná forskoti á hin liðin með því að bæta einum erlendum leikmanni við. Nú þegar það er frjálst flæði evrópskra leikmanna í deildinni kæmi ekkert á óvart að við sjáum fimm til sex erlenda leikmenn í sumum liðum. Það að höfða til samvisku forráðamanna félaga um að notfæra sér ekki frelsið heldur sýna skynsemi í innflutningi sínum er í besta falli barnaleg hugsun. Nær allar ákvarðanir í útlendingamálum í gegnum tíðina eru teknar vegna þess hvað hentar hverju félagi hverju sinni. Freisting að bæta einum tilbúnum leikmanni er bara of freistandi í „vinna núna“ hugsun flestra félaga. Þeir fulltrúar liðanna sem tóku þessa ákvörðun um helgina hafa heldur greinilega engar áhyggjur af rekstri sinna félaga. Þar er greinilega nóg til af peningum svo hægt sé að fylla liðin af erlendum leikmönnum næsta vetur. Sigurvegarar helgarinnar eru eflaust umboðsmenn leikmanna sem geta nú haft vel upp úr þessum mesta innflutningi í íslenskum íþróttum. Þeir sem halda að svona reglubreyting standi ekki í vegi fyrir ungum islenskum leikmönnum að fá mínútur í deildinni lifa líka hreinlega í blekkingu. Það er alltaf auðveldara og árangursríkara að kalla í reyndan tilbúinn erlendan leikmann sem byrjar að skila tölum í næsta leik í stað þess að bíða í vikur, mánuði eða jafnvel ár eftir því að uppalinn leikmaður félagsins fari að skila til liðsins. Þolinmæði er dyggð en hefur sjaldan verið upp á pallborðið í íslensku deildinni. Það er ekki nóg með að niðurskurður Afrekssjóðs ÍSÍ ógni framtíð íslenska landsliðsins þá ákvað körfuboltahreyfingin að skjóta sig í fótinn og gera uppöldu framtíðarlandsliðsfólki erfiðara fyrir að feta leiðina frá því að vera efnilegt í að vera góðir leikmenn. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér og að forráðamenn liðanna stingi upp í mig en sagan segir að svo verði ekki. Já, staðreyndin er sú að „This is the Icelandic league“ og ekki breyttist það eftir þetta ársþing. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Sumum finnst þetta eflaust alltof dramatísk yfirlýsing en þeir sem héldu að það færi nú loksins að renna af mönnum eftir útlendingafylleríið undanfarin ár vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu niðurstöðu kosninga á þinginu. Í stað þess að herða reglurnar um erlenda leikmenn og tryggja íslenskum leikmönnum einhverjar alvöru mínútur í deildinni er nú hætt við því að íslenskir leikmenn endi með því að vera í algjöru aukahlutverki í mörgum liðum næsta vetur. Þeir sem þekkja til vita vel að það síðasta sem hægt er að gera ráð fyrir er það að liðin haldi erlendum innflutning í einhverju lágmarki ef þau eru ekki skikkuð til þess. Nei, óskrifaða reglan er að það er alltaf best að reyna að ná forskoti á hin liðin með því að bæta einum erlendum leikmanni við. Nú þegar það er frjálst flæði evrópskra leikmanna í deildinni kæmi ekkert á óvart að við sjáum fimm til sex erlenda leikmenn í sumum liðum. Það að höfða til samvisku forráðamanna félaga um að notfæra sér ekki frelsið heldur sýna skynsemi í innflutningi sínum er í besta falli barnaleg hugsun. Nær allar ákvarðanir í útlendingamálum í gegnum tíðina eru teknar vegna þess hvað hentar hverju félagi hverju sinni. Freisting að bæta einum tilbúnum leikmanni er bara of freistandi í „vinna núna“ hugsun flestra félaga. Þeir fulltrúar liðanna sem tóku þessa ákvörðun um helgina hafa heldur greinilega engar áhyggjur af rekstri sinna félaga. Þar er greinilega nóg til af peningum svo hægt sé að fylla liðin af erlendum leikmönnum næsta vetur. Sigurvegarar helgarinnar eru eflaust umboðsmenn leikmanna sem geta nú haft vel upp úr þessum mesta innflutningi í íslenskum íþróttum. Þeir sem halda að svona reglubreyting standi ekki í vegi fyrir ungum islenskum leikmönnum að fá mínútur í deildinni lifa líka hreinlega í blekkingu. Það er alltaf auðveldara og árangursríkara að kalla í reyndan tilbúinn erlendan leikmann sem byrjar að skila tölum í næsta leik í stað þess að bíða í vikur, mánuði eða jafnvel ár eftir því að uppalinn leikmaður félagsins fari að skila til liðsins. Þolinmæði er dyggð en hefur sjaldan verið upp á pallborðið í íslensku deildinni. Það er ekki nóg með að niðurskurður Afrekssjóðs ÍSÍ ógni framtíð íslenska landsliðsins þá ákvað körfuboltahreyfingin að skjóta sig í fótinn og gera uppöldu framtíðarlandsliðsfólki erfiðara fyrir að feta leiðina frá því að vera efnilegt í að vera góðir leikmenn. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér og að forráðamenn liðanna stingi upp í mig en sagan segir að svo verði ekki. Já, staðreyndin er sú að „This is the Icelandic league“ og ekki breyttist það eftir þetta ársþing.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira