Utan vallar: „This is the Icelandic league“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:30 Hvar er Íslendingurinn? Erlendir leikmenn eru mjög áberandi í íslensku deildinni í dag og það er ekki að fara breytast. Vísir/Bára Íslenskir leikmenn gætu verið í útrýmingahættu í Subway deildunum í körfubolta eftir ákvarðanir ársþings Körfuboltasambands Íslands um helgina. Sumum finnst þetta eflaust alltof dramatísk yfirlýsing en þeir sem héldu að það færi nú loksins að renna af mönnum eftir útlendingafylleríið undanfarin ár vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu niðurstöðu kosninga á þinginu. Í stað þess að herða reglurnar um erlenda leikmenn og tryggja íslenskum leikmönnum einhverjar alvöru mínútur í deildinni er nú hætt við því að íslenskir leikmenn endi með því að vera í algjöru aukahlutverki í mörgum liðum næsta vetur. Þeir sem þekkja til vita vel að það síðasta sem hægt er að gera ráð fyrir er það að liðin haldi erlendum innflutning í einhverju lágmarki ef þau eru ekki skikkuð til þess. Nei, óskrifaða reglan er að það er alltaf best að reyna að ná forskoti á hin liðin með því að bæta einum erlendum leikmanni við. Nú þegar það er frjálst flæði evrópskra leikmanna í deildinni kæmi ekkert á óvart að við sjáum fimm til sex erlenda leikmenn í sumum liðum. Það að höfða til samvisku forráðamanna félaga um að notfæra sér ekki frelsið heldur sýna skynsemi í innflutningi sínum er í besta falli barnaleg hugsun. Nær allar ákvarðanir í útlendingamálum í gegnum tíðina eru teknar vegna þess hvað hentar hverju félagi hverju sinni. Freisting að bæta einum tilbúnum leikmanni er bara of freistandi í „vinna núna“ hugsun flestra félaga. Þeir fulltrúar liðanna sem tóku þessa ákvörðun um helgina hafa heldur greinilega engar áhyggjur af rekstri sinna félaga. Þar er greinilega nóg til af peningum svo hægt sé að fylla liðin af erlendum leikmönnum næsta vetur. Sigurvegarar helgarinnar eru eflaust umboðsmenn leikmanna sem geta nú haft vel upp úr þessum mesta innflutningi í íslenskum íþróttum. Þeir sem halda að svona reglubreyting standi ekki í vegi fyrir ungum islenskum leikmönnum að fá mínútur í deildinni lifa líka hreinlega í blekkingu. Það er alltaf auðveldara og árangursríkara að kalla í reyndan tilbúinn erlendan leikmann sem byrjar að skila tölum í næsta leik í stað þess að bíða í vikur, mánuði eða jafnvel ár eftir því að uppalinn leikmaður félagsins fari að skila til liðsins. Þolinmæði er dyggð en hefur sjaldan verið upp á pallborðið í íslensku deildinni. Það er ekki nóg með að niðurskurður Afrekssjóðs ÍSÍ ógni framtíð íslenska landsliðsins þá ákvað körfuboltahreyfingin að skjóta sig í fótinn og gera uppöldu framtíðarlandsliðsfólki erfiðara fyrir að feta leiðina frá því að vera efnilegt í að vera góðir leikmenn. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér og að forráðamenn liðanna stingi upp í mig en sagan segir að svo verði ekki. Já, staðreyndin er sú að „This is the Icelandic league“ og ekki breyttist það eftir þetta ársþing. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Sumum finnst þetta eflaust alltof dramatísk yfirlýsing en þeir sem héldu að það færi nú loksins að renna af mönnum eftir útlendingafylleríið undanfarin ár vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu niðurstöðu kosninga á þinginu. Í stað þess að herða reglurnar um erlenda leikmenn og tryggja íslenskum leikmönnum einhverjar alvöru mínútur í deildinni er nú hætt við því að íslenskir leikmenn endi með því að vera í algjöru aukahlutverki í mörgum liðum næsta vetur. Þeir sem þekkja til vita vel að það síðasta sem hægt er að gera ráð fyrir er það að liðin haldi erlendum innflutning í einhverju lágmarki ef þau eru ekki skikkuð til þess. Nei, óskrifaða reglan er að það er alltaf best að reyna að ná forskoti á hin liðin með því að bæta einum erlendum leikmanni við. Nú þegar það er frjálst flæði evrópskra leikmanna í deildinni kæmi ekkert á óvart að við sjáum fimm til sex erlenda leikmenn í sumum liðum. Það að höfða til samvisku forráðamanna félaga um að notfæra sér ekki frelsið heldur sýna skynsemi í innflutningi sínum er í besta falli barnaleg hugsun. Nær allar ákvarðanir í útlendingamálum í gegnum tíðina eru teknar vegna þess hvað hentar hverju félagi hverju sinni. Freisting að bæta einum tilbúnum leikmanni er bara of freistandi í „vinna núna“ hugsun flestra félaga. Þeir fulltrúar liðanna sem tóku þessa ákvörðun um helgina hafa heldur greinilega engar áhyggjur af rekstri sinna félaga. Þar er greinilega nóg til af peningum svo hægt sé að fylla liðin af erlendum leikmönnum næsta vetur. Sigurvegarar helgarinnar eru eflaust umboðsmenn leikmanna sem geta nú haft vel upp úr þessum mesta innflutningi í íslenskum íþróttum. Þeir sem halda að svona reglubreyting standi ekki í vegi fyrir ungum islenskum leikmönnum að fá mínútur í deildinni lifa líka hreinlega í blekkingu. Það er alltaf auðveldara og árangursríkara að kalla í reyndan tilbúinn erlendan leikmann sem byrjar að skila tölum í næsta leik í stað þess að bíða í vikur, mánuði eða jafnvel ár eftir því að uppalinn leikmaður félagsins fari að skila til liðsins. Þolinmæði er dyggð en hefur sjaldan verið upp á pallborðið í íslensku deildinni. Það er ekki nóg með að niðurskurður Afrekssjóðs ÍSÍ ógni framtíð íslenska landsliðsins þá ákvað körfuboltahreyfingin að skjóta sig í fótinn og gera uppöldu framtíðarlandsliðsfólki erfiðara fyrir að feta leiðina frá því að vera efnilegt í að vera góðir leikmenn. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér og að forráðamenn liðanna stingi upp í mig en sagan segir að svo verði ekki. Já, staðreyndin er sú að „This is the Icelandic league“ og ekki breyttist það eftir þetta ársþing.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira