Harry Styles og Emily Ratajkowski deildu frönskum kossi í Tókýó Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. mars 2023 14:01 Eru Harry Styles og Emily Ratajkowski nýjasta par Hollywood? Getty/Samsett Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Harry Styles sé einn eftirsóttasti hjartaknúsari Hollywood. Það ætlaði því allt um koll að keyra þegar myndir af honum í kossaflensi með fyrirsætunni Emily Ratajkowski birtust á netinu nú um helgina. Harry Styles var staddur í Tókýó þar sem hann hélt tónleika síðasta föstudag. Það var svo á laugardaginn sem Harry sást á götum borgarinnar ásamt ofurfyrirsætunni Emily Ratajkowski. Afar vingott var á milli þeirra og náði aðdáandi myndbandi af þeim þar sem þau kysstust innilega upp við sendiferðabíl. Þá dönsuðu þau saman á götunni og virtust ekkert kippa sér upp við þá gangandi vegfarendur sem sáu til þeirra. Harry Styles & Emily Ratajkowski making out pic.twitter.com/4aBqhgVOTv— Daily Loud (@DailyLoud) March 26, 2023 Um er að ræða nokkuð óvænt kossaflens en aðeins nokkrar vikur eru síðan Emily var að hitta grínistann Eric André. Þau birtu eftirminnilega nektarmynd af sér saman á Instagram á Valentínusardaginn. Sjá: Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Orðuð við Brad Pitt, Pete Davidson og Eric André á síðustu mánuðum Nú virðist þó sem Emily og Eric séu farin í sitthvora áttina. Slúðurmiðillinn E! News hefur eftir heimildarmanni að fyrirsætan hafi í raun verið búin að slíta sambandinu nokkrum dögum fyrir Valentínusardaginn og Eric hafi birt þessa mynd án samráðs við hana. Emily var gift kvikmyndaframleiðandanum Sebastian Bear-McClard en þau þau skildu síðasta haust eftir að hann var henni ótrúr. Síðan þá hefur hún verið að hitta menn á borð við Brad Pitt og Pete Davidson. Harry Styles átti í funheitu sambandi við leikkonuna og leikstjórann Oliviu Wilde í tæp tvö ár en þau hættu saman síðasta haust. Aðeins tvær vikur eru síðan Emily og Olivia voru myndaðar saman í eftirpartýi Vanity Fair eftir Óskarinn. Adwoa Aboah, Emily Ratajkowski og Olivia Wilde saman í eftirpartýi Vanity Fair eftir Óskarinn fyrir tveimur vikum síðan.Getty/Kevin Mazur Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Emily Ratajkowski óþekkjanleg með „pixie“ klippingu Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski er nánast óþekkjanleg á nýjum myndum sem hún deildi á Instagram. Myndirnar eru úr myndatöku fyrir tímaritið The Pop Magazine og á þeim skartar Ratajkowski mjög stuttu hári eða svokallaðri „pixie“ klippingu. 23. mars 2023 14:01 Stjörnurnar fögnuðu í eftirpartýi Vanity Fair Að Óskarsverðlaunahátíðinni lokinni er kvöldið þó rétt að byrja hjá stjörnunum sem tínast í hin ýmsu eftirpartý. Langstærst er eftirpartý tímaritsins Vanity Fair en þangað flykkjast allar stærstu stjörnurnar. 13. mars 2023 15:01 Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski og grínistinn Eric André hafi sett Instagram á hliðina í gær þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt á afar óhefðbundinn hátt. 15. febrúar 2023 10:31 Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30 Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31 Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
Harry Styles var staddur í Tókýó þar sem hann hélt tónleika síðasta föstudag. Það var svo á laugardaginn sem Harry sást á götum borgarinnar ásamt ofurfyrirsætunni Emily Ratajkowski. Afar vingott var á milli þeirra og náði aðdáandi myndbandi af þeim þar sem þau kysstust innilega upp við sendiferðabíl. Þá dönsuðu þau saman á götunni og virtust ekkert kippa sér upp við þá gangandi vegfarendur sem sáu til þeirra. Harry Styles & Emily Ratajkowski making out pic.twitter.com/4aBqhgVOTv— Daily Loud (@DailyLoud) March 26, 2023 Um er að ræða nokkuð óvænt kossaflens en aðeins nokkrar vikur eru síðan Emily var að hitta grínistann Eric André. Þau birtu eftirminnilega nektarmynd af sér saman á Instagram á Valentínusardaginn. Sjá: Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Orðuð við Brad Pitt, Pete Davidson og Eric André á síðustu mánuðum Nú virðist þó sem Emily og Eric séu farin í sitthvora áttina. Slúðurmiðillinn E! News hefur eftir heimildarmanni að fyrirsætan hafi í raun verið búin að slíta sambandinu nokkrum dögum fyrir Valentínusardaginn og Eric hafi birt þessa mynd án samráðs við hana. Emily var gift kvikmyndaframleiðandanum Sebastian Bear-McClard en þau þau skildu síðasta haust eftir að hann var henni ótrúr. Síðan þá hefur hún verið að hitta menn á borð við Brad Pitt og Pete Davidson. Harry Styles átti í funheitu sambandi við leikkonuna og leikstjórann Oliviu Wilde í tæp tvö ár en þau hættu saman síðasta haust. Aðeins tvær vikur eru síðan Emily og Olivia voru myndaðar saman í eftirpartýi Vanity Fair eftir Óskarinn. Adwoa Aboah, Emily Ratajkowski og Olivia Wilde saman í eftirpartýi Vanity Fair eftir Óskarinn fyrir tveimur vikum síðan.Getty/Kevin Mazur
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Emily Ratajkowski óþekkjanleg með „pixie“ klippingu Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski er nánast óþekkjanleg á nýjum myndum sem hún deildi á Instagram. Myndirnar eru úr myndatöku fyrir tímaritið The Pop Magazine og á þeim skartar Ratajkowski mjög stuttu hári eða svokallaðri „pixie“ klippingu. 23. mars 2023 14:01 Stjörnurnar fögnuðu í eftirpartýi Vanity Fair Að Óskarsverðlaunahátíðinni lokinni er kvöldið þó rétt að byrja hjá stjörnunum sem tínast í hin ýmsu eftirpartý. Langstærst er eftirpartý tímaritsins Vanity Fair en þangað flykkjast allar stærstu stjörnurnar. 13. mars 2023 15:01 Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski og grínistinn Eric André hafi sett Instagram á hliðina í gær þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt á afar óhefðbundinn hátt. 15. febrúar 2023 10:31 Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30 Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31 Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
Emily Ratajkowski óþekkjanleg með „pixie“ klippingu Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski er nánast óþekkjanleg á nýjum myndum sem hún deildi á Instagram. Myndirnar eru úr myndatöku fyrir tímaritið The Pop Magazine og á þeim skartar Ratajkowski mjög stuttu hári eða svokallaðri „pixie“ klippingu. 23. mars 2023 14:01
Stjörnurnar fögnuðu í eftirpartýi Vanity Fair Að Óskarsverðlaunahátíðinni lokinni er kvöldið þó rétt að byrja hjá stjörnunum sem tínast í hin ýmsu eftirpartý. Langstærst er eftirpartý tímaritsins Vanity Fair en þangað flykkjast allar stærstu stjörnurnar. 13. mars 2023 15:01
Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski og grínistinn Eric André hafi sett Instagram á hliðina í gær þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt á afar óhefðbundinn hátt. 15. febrúar 2023 10:31
Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30
Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31
Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31