„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Máni Snær Þorláksson og Kristján Már Unnarsson skrifa 27. mars 2023 21:14 Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, ræddi við fréttastofu um stöðu mála fyrir austan. Sigurjón Ólason Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við fréttastofu í dag. Fjallað var ítarlega um snjóflóðin fyrir austan í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Margrét segir að fólk vilji búa í öryggi en að atburðir sem þessir raski því. „Það er ákveðin saga líka sem fólk er að glíma við,“ segir hún en mannskæð snjóflóð hafa áður fallið á svæðinu. Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Þannig auðvitað erum við áhyggjufull yfir því en þetta er veruleikinn sem við erum í og við erum að gera það sem við getum til að tryggja öryggi fólks. Vonandi fer fólkinu að líða betur þegar það sér það.“ Hundar, sérþjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði, voru meðal farþega sem flugu austur á land í dag.KMU Þá segir Margrét að viðbragðsaðilar séu reiðubúnir ef fleiri snjóflóð falla: „Við náttúrulega vonum að það reyni ekki á þetta en við viljum vera tilbúin. Það eru allir að störfum. Það er ástand bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað og síðan núna á Eskifirði.“ Átti ekki von á þessu í gær Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Jökli, segist ekki hafa átt von á því að vakna við snjóflóð í morgun. „Í gær var ekki mikill snjór en svo kemur þetta allt í einu bara í nótt. Þetta er lausamjöll, hún fer af stað við minnstu hreyfingu,“ segir hann. Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður af Jökuldal.Sigurjón Ólason „Ég átti aldrei von á þessu í gær þegar ég fór á koddann, þá átti ég ekki von á því að fá SMS í morgun um að þetta hefði skeð - alls ekki.“ Ennþá er lokað fyrir eina mikilvægustu samgönguæð Austurlands, veginn um Fagradal. „Ennþá eru vegirnir lokaðir niður eftir þannig við komumst hvorki lönd né strönd héðan,“ segir Guðmundur. Úr björgunarmiðstöðinni á Egilsstöðum í dag.Sigurjón Ólason „En það er varðskip á leiðinni á Vopnafjörð og það verða mögulega sendir aðilar þangað til að leysa af í nótt. Þangað verður okkar viðbragði streymt ef það opnast ekki leiðir.“ Í kvöld fór flokkur uppi á Fjarðarheiði með snjóblásara til að reyna að opna heiðina, þó ekki væri nema bara fyrir viðbragðsaðila. Það er hins vegar óvíst hvenær það verður hægt að opna fyrir umferð um Fagradalsbraut. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við fréttastofu í dag. Fjallað var ítarlega um snjóflóðin fyrir austan í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Margrét segir að fólk vilji búa í öryggi en að atburðir sem þessir raski því. „Það er ákveðin saga líka sem fólk er að glíma við,“ segir hún en mannskæð snjóflóð hafa áður fallið á svæðinu. Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Þannig auðvitað erum við áhyggjufull yfir því en þetta er veruleikinn sem við erum í og við erum að gera það sem við getum til að tryggja öryggi fólks. Vonandi fer fólkinu að líða betur þegar það sér það.“ Hundar, sérþjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði, voru meðal farþega sem flugu austur á land í dag.KMU Þá segir Margrét að viðbragðsaðilar séu reiðubúnir ef fleiri snjóflóð falla: „Við náttúrulega vonum að það reyni ekki á þetta en við viljum vera tilbúin. Það eru allir að störfum. Það er ástand bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað og síðan núna á Eskifirði.“ Átti ekki von á þessu í gær Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Jökli, segist ekki hafa átt von á því að vakna við snjóflóð í morgun. „Í gær var ekki mikill snjór en svo kemur þetta allt í einu bara í nótt. Þetta er lausamjöll, hún fer af stað við minnstu hreyfingu,“ segir hann. Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður af Jökuldal.Sigurjón Ólason „Ég átti aldrei von á þessu í gær þegar ég fór á koddann, þá átti ég ekki von á því að fá SMS í morgun um að þetta hefði skeð - alls ekki.“ Ennþá er lokað fyrir eina mikilvægustu samgönguæð Austurlands, veginn um Fagradal. „Ennþá eru vegirnir lokaðir niður eftir þannig við komumst hvorki lönd né strönd héðan,“ segir Guðmundur. Úr björgunarmiðstöðinni á Egilsstöðum í dag.Sigurjón Ólason „En það er varðskip á leiðinni á Vopnafjörð og það verða mögulega sendir aðilar þangað til að leysa af í nótt. Þangað verður okkar viðbragði streymt ef það opnast ekki leiðir.“ Í kvöld fór flokkur uppi á Fjarðarheiði með snjóblásara til að reyna að opna heiðina, þó ekki væri nema bara fyrir viðbragðsaðila. Það er hins vegar óvíst hvenær það verður hægt að opna fyrir umferð um Fagradalsbraut.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49