Rexha greinir frá þessu á Twitter síðu sinni þar sem hún birtir mynd af sendingunni. Söngkonan kveðst hafa þvegið á sér hendurnar tíu sinnum eftir að hún hafði handleikið sendinguna, grunlaus um hvað það væri sem leyndist í henni.
Í athugasemdakerfi undir færslunni spyr einn aðdáandi hvort Rexha fái reglulega svona undarlegar sendingar. „Nei þetta er algjörlega galið. Hvað í andskotanum,“ svarar Rexha.
Þá bendir annar aðdáandi á það að það sé kolólöglegt að senda líffræðilegan úrgang í pósti.
Someone mailed me used toilet paper pic.twitter.com/83XqEOAXW7
— Bebe Rexha (@BebeRexha) March 24, 2023
Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem Hollywood stjarna fær óvenjulega sendingu frá aðdáanda. Leikarinn Zac Effron fékk eitt sinn senda húð af aðdáanda sínum. Þá segist rokkarinn Alice Cooper eitt sinn hafa fengið senda litla kistu sem innihélt hjarta úr ketti.
Leikarinn Jared Leto er sagður hafa fengið sent eyra af manneskju. Eyranu fylgdi miði sem á stóð: „Ertu að hlusta?“. Leto virðist þó hafa haft ákveðinn húmor fyrir þessu undarlega uppátæki því hann festi eyrað á keðju og bar það sem hálsmen.
Tónlistarkonan Ke$ha fékk eitt sinn sendar tennur í pósti. Hún fór svipaða leið og Leto og lét gera skartgripi úr þeim. Það er því aldrei að vita nema Bebe Rexha fari sömu leið og ákveði að föndra eitthvað fallegt úr klósettpappírnum.