Óvenjuleg förðunaraðferð skilar ótrúlegri útkomu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. apríl 2023 13:00 Förðunaraðferð TikTok stjörnunnar Meredith Duxbury hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Skjáskot Ný tískubylgja í förðun hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Tískubylgjan er kennd við samfélagsmiðlastjörnuna Meredith Duxbury og felst í því að nota allt að tíu pumpur af farða á andlitið sem svo er blandað út með fingrunum. Hin 24 ára gamla Meredith Duxbury er ein skærasta stjarnan á samfélagsmiðlinum TikTok. Hún byrjaði á samfélagsmiðlinum árið 2020 en náði þó ekki vinsældum fyrr en hún fór að sýna frá óvenjulegri förðunarrútínu sinni. Netverjum blöskraði hve mikinn farða hún notar á andlit sitt og var það það sem kom henni á kortið. Í dag er hún með um 18 milljónir fylgjendur á TikTok en um 134 milljónir hafa horft á vinsælasta myndband hennar. @meredithduxbury Comment below what makeup trend you want me to try out next! Get Into It (Yuh) - Doja Cat Drekkir andlitinu í farða en útkoman er lýtalaus Meredith gott sem drekkir andlitinu í þekjandi farða og setur svo gjarnan aðra umferð af þynnri farða yfir. Þessu blandar hún svo út með fingrunum. „Ég er með mikið af freknum og til þess að hylja þær allar þarf ég að nota mikinn farða,“ útskýrði Meredith í einu TikTok myndbandinu. Þá segist hún nota fingurna frekar en bursta eða förðunarsvamp vegna þess að líkamshitinn frá höndunum bræði farðann sem gerir það að verkum að hann blandast betur við húðina. Mörgum netverjum þykir aðferðin sláandi en Meredith segir áhorfendum að treysta ferlinu. Hún klárar förðunina með hyljara, púðri, skyggingu, kinnalit og augnförðun og kemur útkoman skemmtilega á óvart. Niðurstaðan er lýtalaus. View this post on Instagram A post shared by Meredith Duxbury (@meredithduxbury) Stjörnurnar prófa aðferðina Nú hefur aðferð Meredith orðið að tískubylgju á TikTok. Netverjar keppast við að endurskapa förðunina og hafa rúmlega 100 milljónir manns horft á myndbönd undir myllumerkinu #meredithfoundationshallange. Embla Wigum, ein skærasta TikTok-stjarna okkar Íslendinga, er ein af þeim sem hefur prófað aðferðina og var hún nokkuð hrifin. „Ég er ekki að hata þetta. Húðin er alveg lýtalaus,“ sagði hún. @emblawigum trying out @Meredith Duxbury foundation technique lowkey a slay #grwm #makeuptransformation original sound - Embla Wigum Aðferðin virðist einnig hafa vakið forvitni Mario Dedivanovic, förðunarfræðings Kim Kardashian, sem prófaði aðferðina og sýndi frá því á TikTok. Þá hafa stjörnur á borð við Selenu Gomez einnig hoppað á vagninn og virðist útkoman hafa komið henni skemmtilega á óvart. Aðferðin er því gott dæmi um það að maður ætti ekki að dæma fyrr en maður hefur prófað. @selenagomez I mean the tinted moisturizer is really giving @rarebeauty original sound - Selena Gomez Hár og förðun TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár. 24. mars 2023 14:50 Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Hin 24 ára gamla Meredith Duxbury er ein skærasta stjarnan á samfélagsmiðlinum TikTok. Hún byrjaði á samfélagsmiðlinum árið 2020 en náði þó ekki vinsældum fyrr en hún fór að sýna frá óvenjulegri förðunarrútínu sinni. Netverjum blöskraði hve mikinn farða hún notar á andlit sitt og var það það sem kom henni á kortið. Í dag er hún með um 18 milljónir fylgjendur á TikTok en um 134 milljónir hafa horft á vinsælasta myndband hennar. @meredithduxbury Comment below what makeup trend you want me to try out next! Get Into It (Yuh) - Doja Cat Drekkir andlitinu í farða en útkoman er lýtalaus Meredith gott sem drekkir andlitinu í þekjandi farða og setur svo gjarnan aðra umferð af þynnri farða yfir. Þessu blandar hún svo út með fingrunum. „Ég er með mikið af freknum og til þess að hylja þær allar þarf ég að nota mikinn farða,“ útskýrði Meredith í einu TikTok myndbandinu. Þá segist hún nota fingurna frekar en bursta eða förðunarsvamp vegna þess að líkamshitinn frá höndunum bræði farðann sem gerir það að verkum að hann blandast betur við húðina. Mörgum netverjum þykir aðferðin sláandi en Meredith segir áhorfendum að treysta ferlinu. Hún klárar förðunina með hyljara, púðri, skyggingu, kinnalit og augnförðun og kemur útkoman skemmtilega á óvart. Niðurstaðan er lýtalaus. View this post on Instagram A post shared by Meredith Duxbury (@meredithduxbury) Stjörnurnar prófa aðferðina Nú hefur aðferð Meredith orðið að tískubylgju á TikTok. Netverjar keppast við að endurskapa förðunina og hafa rúmlega 100 milljónir manns horft á myndbönd undir myllumerkinu #meredithfoundationshallange. Embla Wigum, ein skærasta TikTok-stjarna okkar Íslendinga, er ein af þeim sem hefur prófað aðferðina og var hún nokkuð hrifin. „Ég er ekki að hata þetta. Húðin er alveg lýtalaus,“ sagði hún. @emblawigum trying out @Meredith Duxbury foundation technique lowkey a slay #grwm #makeuptransformation original sound - Embla Wigum Aðferðin virðist einnig hafa vakið forvitni Mario Dedivanovic, förðunarfræðings Kim Kardashian, sem prófaði aðferðina og sýndi frá því á TikTok. Þá hafa stjörnur á borð við Selenu Gomez einnig hoppað á vagninn og virðist útkoman hafa komið henni skemmtilega á óvart. Aðferðin er því gott dæmi um það að maður ætti ekki að dæma fyrr en maður hefur prófað. @selenagomez I mean the tinted moisturizer is really giving @rarebeauty original sound - Selena Gomez
Hár og förðun TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár. 24. mars 2023 14:50 Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár. 24. mars 2023 14:50
Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00