Fjölnismenn unnu góðan þriggja stiga útisigur er liðið heimsótti Hamar til Hveragerðis í jöfnum og spennandi leik. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en að lokum voru það Fjölnismenn sem höfðu betur og eru nú með forystu í einvíginu.
Þá vann Skallagrímur sterkan fjögurra stiga útisigur gegn Sindra og er liðið því einnig komið með forystu í því einvígi.
Næstu leikir liðanna fara fram næstkomandi þriðjudag og geta bæði Fjölnir og Skallagrímur tvöfaldað forystu sína með sigrum á heimavelli.