Gert upp á milli barna í Reykjavík Helga Dögg Yngvadóttir skrifar 4. apríl 2023 08:01 Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Í desember 2022 lagði borgarstjórn fram 92 hagræðingartillögur til að rétta úr hallarekstri borgarinnar. Ein tillagan var á þá leið að spara mætti 10 millj. kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og afla ætti gagna um nýtingu og vannýtingu á núverandi tíma. Tillagan er ekki útfærð frekar. Á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. febrúar sl. var lagt fram minnisblað um þær hagræðingartillögur er snéru að menningar- og íþróttasviði. Þar kemur fram að tillaga vegna breytingar á leigðum tímum í Egilshöll sé til meðferðar hjá sviðinu en engar upplýsingar um stöðu málsins. Ekki virðist vera fjallað frekar um málið á fundum ráðsins samkvæmt þeim fundargerðum er liggja frammi á heimasíðu borgarinnar en þann 3. apríl fær íþróttafélagið Fjölnir tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að menningar-, íþrótta- og tómstundarráð hafi ákveðið að loka aðstöðu til skautaiðkunar í júnímánuði í Egilshöll. Þarna á greinilega að finna þær 10 millj. kr. á einu bretti sem menningar- og íþróttasviði bar að skera niður. Ekki er ljóst hvort greining á nýtingu og vannýttum tímum hafi farið fram eða hvort ákveðið hafi verið að stytta sér leið með því að loka í heilan mánuð. Fyrir lá að svellið yrði lokað í júlí líkt og fyrri ár en síðustu ár hefur verið opið fyrir skautaiðkun á svellinu í júní. Búið var að semja við þjálfara að taka að sér þjálfun út júnímánuð og verða deildirnar af töluverðum tekjum vegna sumarnámskeiða yngri grunnskólabarna sem ekki verður hægt að halda á svellinu sem og æfingagjöldum eldri iðkenda. Er þetta því mikill skellur fyrir þær smáu og brothættu íþróttadeildir sem íshokkí- og listskautadeildir Fjölnis eru. Bæði verða deildirnar fyrir tekjutapi sem og að iðkendur missa þá úr tvo mánuði til æfinga í stað þess að missa aðeins einn mánuð úr. Ekki má gleyma að mikilvægt er fyrir grunnskólabörn að halda virkni yfir sumarmánuðina og er ástundun þeirrar íþróttar sem börn iðka kjörin til þess, bæði upp á góðan anda og liðsheild þeirra sem iðka íshokkí og listskauta sem og að forvarnargildi íþróttastarfs hefur margsannað sig. Uppbygging starfs deildanna líður fyrir svona langa stöðvun á æfingum. Skautasvell er forsenda þess að hægt sé að iðka íshokkí og listskauta og ef loka á aðstöðunni eru engir aðrir valkostir um æfingaaðstöðu, þar sem einnig stendur til að loka skautasvellinu í Laugardal í júnímánuði. Eitthvað yrði nú sagt ef Reykjavíkurborg tilkynnti að ekki væri hægt að kynda inniaðstöðu fyrir útiíþróttir í desember og janúar því það væri svo kostnaðarsamt. En vogarafl annarra íþrótta virðist vera meira innan menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem og borgarstjórnar því ekki voru lagðar fram aðrar eins sparnaðartillögur á rekstri annarra íþróttagreina í fyrrnefndum hagræðingartillögum borgarstjórnar. Í frétt á heimasíðu borgarinnar frá 1. desember 2022 þar sem fjallað er um hagræðingartillögurnar eftir umfjöllun borgarráðs er vitnað í ummæli borgarstjóra um tillögurnar. Þar segir hann: “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótarverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa”. Ég tel að börn flokkist hiklaust undir viðkvæma hópa og þessi hópur barna er iðka íshokkí og listskauta er enn viðkvæmari en margir aðrir hópar íþróttaiðkenda sökum fámennis. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileika í íþróttavali barna, þetta eru mikilvægar íþróttir í starfsemi Fjölnis þrátt fyrir smæð deildanna en Fjölnir býður eitt fjölbreyttasta íþróttastarf á vegum hverfisfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þó að Reykjavíkurborg telji sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að loka skautaaðstöðu við Egilshöll í júnímánuði má spyrja að því, á kostnað hverra er sá ávinningur? Ólíðandi er að stórtæk ákvörðun líkt og þessi sé tekin einhliða þar sem slík ákvörðun getur haft varanleg og óafturkræf áhrif á skautaíþróttir, bæði með því að draga úr möguleikum á framförum hjá iðkendum sem og að auka líkurnar á brotthvarfi iðkenda. Betra hefði verið að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefði óskað eftir samtali við Fjölni og leitað samráðs varðandi heppilega nálgun á því að skera niður þann kostnað sem þeim bar samkvæmt hagræðingartillögum borgastjórnar. Þykir mér það synd að kjörnir fulltrúar taki það ekki af meiri alvöru að gæta hagsmuna barna í borginni. Undirrituð er foreldri barns sem leggur stund á íshokkí og óska ég eftir því að ákvörðun um lokun aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll verði dregin til baka og leitað verði annarra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar en að leggja niður íþróttastarf barna að sumri til. Höfundur er foreldri íshokkíiðkanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Fjölnir Skautaíþróttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Í desember 2022 lagði borgarstjórn fram 92 hagræðingartillögur til að rétta úr hallarekstri borgarinnar. Ein tillagan var á þá leið að spara mætti 10 millj. kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og afla ætti gagna um nýtingu og vannýtingu á núverandi tíma. Tillagan er ekki útfærð frekar. Á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. febrúar sl. var lagt fram minnisblað um þær hagræðingartillögur er snéru að menningar- og íþróttasviði. Þar kemur fram að tillaga vegna breytingar á leigðum tímum í Egilshöll sé til meðferðar hjá sviðinu en engar upplýsingar um stöðu málsins. Ekki virðist vera fjallað frekar um málið á fundum ráðsins samkvæmt þeim fundargerðum er liggja frammi á heimasíðu borgarinnar en þann 3. apríl fær íþróttafélagið Fjölnir tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að menningar-, íþrótta- og tómstundarráð hafi ákveðið að loka aðstöðu til skautaiðkunar í júnímánuði í Egilshöll. Þarna á greinilega að finna þær 10 millj. kr. á einu bretti sem menningar- og íþróttasviði bar að skera niður. Ekki er ljóst hvort greining á nýtingu og vannýttum tímum hafi farið fram eða hvort ákveðið hafi verið að stytta sér leið með því að loka í heilan mánuð. Fyrir lá að svellið yrði lokað í júlí líkt og fyrri ár en síðustu ár hefur verið opið fyrir skautaiðkun á svellinu í júní. Búið var að semja við þjálfara að taka að sér þjálfun út júnímánuð og verða deildirnar af töluverðum tekjum vegna sumarnámskeiða yngri grunnskólabarna sem ekki verður hægt að halda á svellinu sem og æfingagjöldum eldri iðkenda. Er þetta því mikill skellur fyrir þær smáu og brothættu íþróttadeildir sem íshokkí- og listskautadeildir Fjölnis eru. Bæði verða deildirnar fyrir tekjutapi sem og að iðkendur missa þá úr tvo mánuði til æfinga í stað þess að missa aðeins einn mánuð úr. Ekki má gleyma að mikilvægt er fyrir grunnskólabörn að halda virkni yfir sumarmánuðina og er ástundun þeirrar íþróttar sem börn iðka kjörin til þess, bæði upp á góðan anda og liðsheild þeirra sem iðka íshokkí og listskauta sem og að forvarnargildi íþróttastarfs hefur margsannað sig. Uppbygging starfs deildanna líður fyrir svona langa stöðvun á æfingum. Skautasvell er forsenda þess að hægt sé að iðka íshokkí og listskauta og ef loka á aðstöðunni eru engir aðrir valkostir um æfingaaðstöðu, þar sem einnig stendur til að loka skautasvellinu í Laugardal í júnímánuði. Eitthvað yrði nú sagt ef Reykjavíkurborg tilkynnti að ekki væri hægt að kynda inniaðstöðu fyrir útiíþróttir í desember og janúar því það væri svo kostnaðarsamt. En vogarafl annarra íþrótta virðist vera meira innan menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem og borgarstjórnar því ekki voru lagðar fram aðrar eins sparnaðartillögur á rekstri annarra íþróttagreina í fyrrnefndum hagræðingartillögum borgarstjórnar. Í frétt á heimasíðu borgarinnar frá 1. desember 2022 þar sem fjallað er um hagræðingartillögurnar eftir umfjöllun borgarráðs er vitnað í ummæli borgarstjóra um tillögurnar. Þar segir hann: “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótarverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa”. Ég tel að börn flokkist hiklaust undir viðkvæma hópa og þessi hópur barna er iðka íshokkí og listskauta er enn viðkvæmari en margir aðrir hópar íþróttaiðkenda sökum fámennis. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileika í íþróttavali barna, þetta eru mikilvægar íþróttir í starfsemi Fjölnis þrátt fyrir smæð deildanna en Fjölnir býður eitt fjölbreyttasta íþróttastarf á vegum hverfisfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þó að Reykjavíkurborg telji sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að loka skautaaðstöðu við Egilshöll í júnímánuði má spyrja að því, á kostnað hverra er sá ávinningur? Ólíðandi er að stórtæk ákvörðun líkt og þessi sé tekin einhliða þar sem slík ákvörðun getur haft varanleg og óafturkræf áhrif á skautaíþróttir, bæði með því að draga úr möguleikum á framförum hjá iðkendum sem og að auka líkurnar á brotthvarfi iðkenda. Betra hefði verið að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefði óskað eftir samtali við Fjölni og leitað samráðs varðandi heppilega nálgun á því að skera niður þann kostnað sem þeim bar samkvæmt hagræðingartillögum borgastjórnar. Þykir mér það synd að kjörnir fulltrúar taki það ekki af meiri alvöru að gæta hagsmuna barna í borginni. Undirrituð er foreldri barns sem leggur stund á íshokkí og óska ég eftir því að ákvörðun um lokun aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll verði dregin til baka og leitað verði annarra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar en að leggja niður íþróttastarf barna að sumri til. Höfundur er foreldri íshokkíiðkanda.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun