Langþráð úttekt á tryggingamarkaði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 6. apríl 2023 08:00 Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi. Markmið úttektarinnar er að gera raunverulegan samanburð á því sem gengur og gerist í tryggingamálum hér á landi við það umhverfi sem félög í nágrannalöndum okkar búa við og starfa eftir. Þessi úttekt verður unnin undir forystu Neytendasamtakanna sem ég tel skynsamlegt og muni hjálpa til við að gefa vinnunni þá vigt sem nauðsynleg er. Mikilvægt er að komast til botns í því hvers vegna tryggingariðgjöld hér á landi virðast vera mun hærri en í nágrannalöndunum. Er slík úttekt nauðsynleg? Tryggingamál eru auðvitað ekkert annað en gríðarstórt neytendamál. Ég fundið vel fyrir því síðustu mánuði að almenningur á Íslandi fylgist vel með þróun verðlags og tekur vel eftir þeim hækkunum sem verða hvar sem er í samfélaginu. Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef margoft áður og víða fjallað um þetta tiltekna mál og önnur tengd neytendamál m.a. í þessari grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Í svari ráðherra við fyrirspurninni kemur margt áhugavert í ljós líkt og að tryggingafélög hafa hækkað iðgjöld sín umfram almennar verðlagshækkanir. Iðgjöld bílatrygginga heimilanna hækkuðu um 1.840 milljónir króna umfram verðlagshækkanir á fimm árum, árin 2016 til 2021. Um 1.093 milljónir af lögboðnum tryggingum og 747 milljónir af frjálsum tryggingum. Það má með sanni segja að þessi svöri kalli á ítarlegri skoðun! Tryggingar eru samfélagslega mikilvægar Þá hef ég einnig verið mjög hugsi yfir þróun gjalda vegna líf- og sjúkdómatrygginga, en sé horft til þess sem fram kemur í fyrrgreindu svari ráðherra þá sýnist mér að iðgjöld þeirra trygginga hafi einnig hækkað umfram verðlagshækkanir. Að mínu mati er það mjög mikilvægt, og okkur ber hreinlega skylda til þess sem samfélag, að tryggja að allir hafi möguleika á að kaupa sér nauðsynlegar tryggingar. Við þekkjum það öll að ýmislegt getur komið upp á í lífsins ólgusjó. Það er ástæðan fyrir tryggingum - við erum að kaupa okkur vernd þegar á þarf að halda. Það má því ekki undir nokkrum kringumstæðum koma upp að þegar fólk þarf, af ýmsum ástæðum, að draga saman í heimilisbókhaldinu, horfi það til þess að segja upp tryggingum líkt og líf- og sjúkdómatryggingum. Fyrir mér er það mjög alvarlegt mál ef samfélagið fer að þróast í þá átt að aðeins þeir efnameiri hafi efni á líf- og sjúkdómatryggingum. Stjórnvöld meðvituð um mikilvægi neytendamála Ég vil leyfa mér að fullyrða að Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og hans fólk á mikinn heiður af þeirri auknu meðvitund eða vitundarvakningu sem orðið hefur meðal almennings á neytendamálum hér á landi síðustu ár. Það er gríðarlega mikilvægt að neytendur séu vakandi þegar kemur að hvers kyns neytendamálum og í því samhengi skiptir verulegu máli að hafa öfluga málsvara líkt og Neytendasamtökin í brúnni. Það er því ekki að ástæðulausu að síðastliðið haust hafi framlög til Neytendasamtakanna hækkað í uppfærðum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin. Sú hækkun er í fullu samræmi við áherslu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um styrkingu samtaka neytenda. Við skulum halda áfram á þeirri vegferð. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Tryggingar Neytendur Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi. Markmið úttektarinnar er að gera raunverulegan samanburð á því sem gengur og gerist í tryggingamálum hér á landi við það umhverfi sem félög í nágrannalöndum okkar búa við og starfa eftir. Þessi úttekt verður unnin undir forystu Neytendasamtakanna sem ég tel skynsamlegt og muni hjálpa til við að gefa vinnunni þá vigt sem nauðsynleg er. Mikilvægt er að komast til botns í því hvers vegna tryggingariðgjöld hér á landi virðast vera mun hærri en í nágrannalöndunum. Er slík úttekt nauðsynleg? Tryggingamál eru auðvitað ekkert annað en gríðarstórt neytendamál. Ég fundið vel fyrir því síðustu mánuði að almenningur á Íslandi fylgist vel með þróun verðlags og tekur vel eftir þeim hækkunum sem verða hvar sem er í samfélaginu. Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef margoft áður og víða fjallað um þetta tiltekna mál og önnur tengd neytendamál m.a. í þessari grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Í svari ráðherra við fyrirspurninni kemur margt áhugavert í ljós líkt og að tryggingafélög hafa hækkað iðgjöld sín umfram almennar verðlagshækkanir. Iðgjöld bílatrygginga heimilanna hækkuðu um 1.840 milljónir króna umfram verðlagshækkanir á fimm árum, árin 2016 til 2021. Um 1.093 milljónir af lögboðnum tryggingum og 747 milljónir af frjálsum tryggingum. Það má með sanni segja að þessi svöri kalli á ítarlegri skoðun! Tryggingar eru samfélagslega mikilvægar Þá hef ég einnig verið mjög hugsi yfir þróun gjalda vegna líf- og sjúkdómatrygginga, en sé horft til þess sem fram kemur í fyrrgreindu svari ráðherra þá sýnist mér að iðgjöld þeirra trygginga hafi einnig hækkað umfram verðlagshækkanir. Að mínu mati er það mjög mikilvægt, og okkur ber hreinlega skylda til þess sem samfélag, að tryggja að allir hafi möguleika á að kaupa sér nauðsynlegar tryggingar. Við þekkjum það öll að ýmislegt getur komið upp á í lífsins ólgusjó. Það er ástæðan fyrir tryggingum - við erum að kaupa okkur vernd þegar á þarf að halda. Það má því ekki undir nokkrum kringumstæðum koma upp að þegar fólk þarf, af ýmsum ástæðum, að draga saman í heimilisbókhaldinu, horfi það til þess að segja upp tryggingum líkt og líf- og sjúkdómatryggingum. Fyrir mér er það mjög alvarlegt mál ef samfélagið fer að þróast í þá átt að aðeins þeir efnameiri hafi efni á líf- og sjúkdómatryggingum. Stjórnvöld meðvituð um mikilvægi neytendamála Ég vil leyfa mér að fullyrða að Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og hans fólk á mikinn heiður af þeirri auknu meðvitund eða vitundarvakningu sem orðið hefur meðal almennings á neytendamálum hér á landi síðustu ár. Það er gríðarlega mikilvægt að neytendur séu vakandi þegar kemur að hvers kyns neytendamálum og í því samhengi skiptir verulegu máli að hafa öfluga málsvara líkt og Neytendasamtökin í brúnni. Það er því ekki að ástæðulausu að síðastliðið haust hafi framlög til Neytendasamtakanna hækkað í uppfærðum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin. Sú hækkun er í fullu samræmi við áherslu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um styrkingu samtaka neytenda. Við skulum halda áfram á þeirri vegferð. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar