Diddy segist þurfa að borga Sting 5.000 Bandaríkjadali á dag til dauðadags Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2023 16:45 Sting og Diddy saman á Grammy-hátíðinni 2018. Christopher Polk/Getty Tónlistarmógullinn Diddy, einnig þekktur sem Sean Combs eða Puff Daddy, greindi frá því nýverið að hann þurfi að borga tónlistarmanninum Sting fimm þúsund Bandaríkjadali á dag vegna lagabúts sem hann fékk ekki leyfi fyrir árið 1997. Ástæðan ku vera að þegar Diddy gaf út lagið sitt I'll Be Missing You notaði hann hljóðbút úr laginu Every Breath You Take eftir Police frá 1983. Hins vegar gleymdi Diddy að biðja um leyfi fyrir notkun á hljóðbútnum. Fyrir vikið segist hann hafa neyðst til að borga fasta summu fyrir notkunina á hverjum degi síðan. Árið 2018 fór Sting í viðtal hjá The Breakfast Club þar sem hann staðfesti þann orðróm að Diddy þyrfti að borga honum tvö þúsund Bandaríkjadali á hverjum degi. Myndbandsklippa úr þættinum fór nýverið aftur á flug og í gær deildi Diddy myndbroti úr þættinum á Twitter. Þar leiðrétti hann Sting og sagði að upphæðin væri í raun fimm þúsund Bandaríkjadalir á dag. Nope. 5K a day. Love to my brother @OfficialSting! https://t.co/sHdjd0UZEy— LOVE (@Diddy) April 5, 2023 Frá því að I'll Be Missing You kom út 7. maí árið 1997 hafa liðið 9.465 dagar. Að því gefnu að Diddy sé búinn að borga fimm þúsund Bandaríkjadali á dag reiknast manni til að hann sé búinn að borga Sting rúmlega 47 milljónir Bandaríkjadala. Líklega hafa orðið einhverjar breytingar á summunni með tilliti til verðbólgu og útbreiðslu lagsins. Þó er ljóst að kostnaður Diddy hleypur á mörgum milljónum. Þrátt fyrir þennan kostnað Diddy eru hann og Sting góðir félagar í dag enda eru fimmþúsund dalir eflaust aðeins dropi í hafið fyrir atorkusaman athafnamann eins og Diddy. Tónlist Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ástæðan ku vera að þegar Diddy gaf út lagið sitt I'll Be Missing You notaði hann hljóðbút úr laginu Every Breath You Take eftir Police frá 1983. Hins vegar gleymdi Diddy að biðja um leyfi fyrir notkun á hljóðbútnum. Fyrir vikið segist hann hafa neyðst til að borga fasta summu fyrir notkunina á hverjum degi síðan. Árið 2018 fór Sting í viðtal hjá The Breakfast Club þar sem hann staðfesti þann orðróm að Diddy þyrfti að borga honum tvö þúsund Bandaríkjadali á hverjum degi. Myndbandsklippa úr þættinum fór nýverið aftur á flug og í gær deildi Diddy myndbroti úr þættinum á Twitter. Þar leiðrétti hann Sting og sagði að upphæðin væri í raun fimm þúsund Bandaríkjadalir á dag. Nope. 5K a day. Love to my brother @OfficialSting! https://t.co/sHdjd0UZEy— LOVE (@Diddy) April 5, 2023 Frá því að I'll Be Missing You kom út 7. maí árið 1997 hafa liðið 9.465 dagar. Að því gefnu að Diddy sé búinn að borga fimm þúsund Bandaríkjadali á dag reiknast manni til að hann sé búinn að borga Sting rúmlega 47 milljónir Bandaríkjadala. Líklega hafa orðið einhverjar breytingar á summunni með tilliti til verðbólgu og útbreiðslu lagsins. Þó er ljóst að kostnaður Diddy hleypur á mörgum milljónum. Þrátt fyrir þennan kostnað Diddy eru hann og Sting góðir félagar í dag enda eru fimmþúsund dalir eflaust aðeins dropi í hafið fyrir atorkusaman athafnamann eins og Diddy.
Tónlist Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira