„Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum“ Magnús Jochum Pálsson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 9. apríl 2023 21:07 Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur eiga rétt á vernd fyrir hækkunum og gagnrýnir núverandi kerfi. Vísir/Dúi Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum segir formaður neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðamótin. Verðbólgudraugurinn er farinn að bitna harkalega á veskjum landsmanna þegar kemur að matarinnkaupum. Verð á mjólkurlítranum til bænda hefur hækkað stöðugt vegna hækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagsnefnd búvara hækkaði verðið nú um mánaðamótin. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verðið hækkað úr 111,89 krónum í 124,96 krónur sem gerir hækkun upp á 11,6%. Neytendur eigi rétt á vernd fyrir hækkunum Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að það sé ekki hægt að velta öllum byrðunum yfir á neytendur. „Þetta er náttúrulega alveg galið að vara sem nýtur tollverndar og einokunarverndar sé að hækka umfram almennt verðlag. Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum,“ sagði hann um hækkanirnar en það sé þó ekki við bændur að sakast heldur komi mun fleira til. „Ég sé bændur ekkert ríða feitum hesti frá þessari aðferðarfræði sem er notuð í dag og ég held að við verðum að endurskoða kerfið eins og það er. Við erum með tolla á alls kyns vörum, við erum með tollmúra í kringum franskar kartöflur sem eru ekki einu sinni framleiddar hér á Íslandi, við erum með tollmúra í kringum alls konar iðnaðarframleiðslu á alifuglum og alisvínum og svo framvegis,“ sagði Breki um núverandi kerfi. Þetta bitni mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þær herðar þurfa alltaf að bera þyngstu byrðarnar og við það verður ekki unað,“ bætti hann við að lokum. Neytendur Landbúnaður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Verðbólgudraugurinn er farinn að bitna harkalega á veskjum landsmanna þegar kemur að matarinnkaupum. Verð á mjólkurlítranum til bænda hefur hækkað stöðugt vegna hækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagsnefnd búvara hækkaði verðið nú um mánaðamótin. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verðið hækkað úr 111,89 krónum í 124,96 krónur sem gerir hækkun upp á 11,6%. Neytendur eigi rétt á vernd fyrir hækkunum Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að það sé ekki hægt að velta öllum byrðunum yfir á neytendur. „Þetta er náttúrulega alveg galið að vara sem nýtur tollverndar og einokunarverndar sé að hækka umfram almennt verðlag. Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum,“ sagði hann um hækkanirnar en það sé þó ekki við bændur að sakast heldur komi mun fleira til. „Ég sé bændur ekkert ríða feitum hesti frá þessari aðferðarfræði sem er notuð í dag og ég held að við verðum að endurskoða kerfið eins og það er. Við erum með tolla á alls kyns vörum, við erum með tollmúra í kringum franskar kartöflur sem eru ekki einu sinni framleiddar hér á Íslandi, við erum með tollmúra í kringum alls konar iðnaðarframleiðslu á alifuglum og alisvínum og svo framvegis,“ sagði Breki um núverandi kerfi. Þetta bitni mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þær herðar þurfa alltaf að bera þyngstu byrðarnar og við það verður ekki unað,“ bætti hann við að lokum.
Neytendur Landbúnaður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira