Stjórnvöld á Indlandi mótmæla harðlega hjónbandi samkynja einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 12:24 Aðgerðasinnar og baráttufólk bindur vonir við hæstarétt landsins. epa/Harish Tyagi Stjórnvöld á Indlandi hafa sett sig harðlega upp á móti umleitan hinsegin fólks til að fá að gangast í hjónaband. Málið hefur ratað til hæstaréttar landsins, sem hefur áður úrskurðað gegn vilja stjórnvalda og felldi til að mynda úr gildi bann gegn samkynhneigð árið 2018. Umrætt mál var höfðað af aðgerðasinnum sem krefjast jafnréttis á við gagnkynhneigt fólk. Þeir vilja að samkynja pör og trans fólk fái að ganga í hjónband, ættleiða og njóta annarra réttinda á við gagnkynhneigða. Hinsegin fólk hefur á síðustu árum orðið sýnilegra í inversku samfélagi, sem er það næst fjölmennasta í heimi. Það er hins vegar enn langt í land, bæði þegar kemur að löggjöf en ekki síður að viðhorfum. Þannig skilaði ríkisstjórn Narendra Modi inn áliti til hæstaréttar vegna málsins, þar sem lýst er yfir andstöðu og þess farið á leit að málinu verði vísað frá. „Gilt hjónaband getur aðeins verið á milli líffræðilegs karlmanns og líffræðilegrar konu,“ segir meðal annars í umsögn ríkisstjórnarinnar, sem segir jafnrétti til handa hinsegin fólki ganga gegn trúarlegum gildum og grafa alvarlega undan hagsmunum allra borgara landsins. Um sé að ræða ákvörðun sem ætti að vera á forræði þingsins en ekki dómstóla. Ríkisstjórnin, sem hefur lýst hjónabandi samkynja para sem „forréttinda-fyrirbæri“, setti sig einnig nýverið upp á móti því að samkynhneigður lögmaður fengi sæti í hæstarétti. Þá hefur opinber stofnun sem fjallar um velferð barna sagt að það að heimila ættleiðingar samkynja para jafngilti því að stofna öryggi barna í hættu. Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra bindur, þrátt fyrir þetta, nokkrar vonir við dómsmálið vegna fyrri úrskurða hæstaréttar en auk þess að fella lög um bann gegn samkynhneigð úr gildi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu árið 2014 viðurkenna bæri trans fólk sem „þriðja kynið.“ Umfjöllun Guardian. Indland Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Umrætt mál var höfðað af aðgerðasinnum sem krefjast jafnréttis á við gagnkynhneigt fólk. Þeir vilja að samkynja pör og trans fólk fái að ganga í hjónband, ættleiða og njóta annarra réttinda á við gagnkynhneigða. Hinsegin fólk hefur á síðustu árum orðið sýnilegra í inversku samfélagi, sem er það næst fjölmennasta í heimi. Það er hins vegar enn langt í land, bæði þegar kemur að löggjöf en ekki síður að viðhorfum. Þannig skilaði ríkisstjórn Narendra Modi inn áliti til hæstaréttar vegna málsins, þar sem lýst er yfir andstöðu og þess farið á leit að málinu verði vísað frá. „Gilt hjónaband getur aðeins verið á milli líffræðilegs karlmanns og líffræðilegrar konu,“ segir meðal annars í umsögn ríkisstjórnarinnar, sem segir jafnrétti til handa hinsegin fólki ganga gegn trúarlegum gildum og grafa alvarlega undan hagsmunum allra borgara landsins. Um sé að ræða ákvörðun sem ætti að vera á forræði þingsins en ekki dómstóla. Ríkisstjórnin, sem hefur lýst hjónabandi samkynja para sem „forréttinda-fyrirbæri“, setti sig einnig nýverið upp á móti því að samkynhneigður lögmaður fengi sæti í hæstarétti. Þá hefur opinber stofnun sem fjallar um velferð barna sagt að það að heimila ættleiðingar samkynja para jafngilti því að stofna öryggi barna í hættu. Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra bindur, þrátt fyrir þetta, nokkrar vonir við dómsmálið vegna fyrri úrskurða hæstaréttar en auk þess að fella lög um bann gegn samkynhneigð úr gildi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu árið 2014 viðurkenna bæri trans fólk sem „þriðja kynið.“ Umfjöllun Guardian.
Indland Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira