Guð leitar að Salóme er skáldsaga eftir Júlíu Margréti sem kom út árið 2021 og snerti bókin við lesendum á eftirminnilegan hátt. Nú færir Júlía sálarstríð fjölskyldunnar af Skipaskaga á fjalirnar í einleik sem byggður er á bókinni.
Það var húsfylli á frumsýningunni á laugardaginn og voru viðbrögð gesta góð. Bókmenntafræðingurinn Silja Aðalsteinsdóttir hafði meðal annars þetta að segja:
„Júlía Margrét er mjög aðlaðandi manneskja sem hefur þægilega nærveru og það sem mest er um vert: hún er afar vel máli farin og hefur góðan orðaforða. Það er bæði gaman og upplyftandi að hlusta á hana. Henni var tekið með kostum og kynjum eftir frumflutninginn í gærkvöldi og freistandi að segja: Hér er stjarna fædd!“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Júlía Margrét stígur á svið á Söguloftinu en hún hefur áður deilt sviðinu með föður sínum Einari Kárasyni þegar þau túlkuðu Skálmöld árið 2015.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá frumsýningu Guð leitar að Salóme.