Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2023 07:01 Sverrir Þór var úrskurðaður í gæsluvarðhald á dögunum eftir að hafa verið handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar. „Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann. Sverrir Þór, einnig þekktur sem Sveddi tönn, hefur verið til umfjöllunar í brasilískum og íslenskum fjölmiðlum undanfarið eftir að hann var handtekinn í suðurhluta Ríó de Janeiro þann 12. apríl, í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar. Glæpaferill hins fimmtuga Sverris Þórs spannar tæp 35 ár. Ferilinn hófst með smávægilegum brotum sem síðan undu upp á sig og síðustu ár og áratugi hefur nafn Svedda tannar ítrekað komið upp hér á landi í tengslum við fíkniefnasmygl sem rakin eru til Evrópu og Suður-Ameríku. Missti móður sína eins árs gamall Sverrir Þór er fæddur í maí árið 1972. Kunningjar Sverris úr Breiðholti segja hann „sífellt hafa verið til vandræða“ sem ungur drengur. „Hann er og hefur alltaf verið glæpamaður,“ segir einn viðmælandi Vísis. Brotaferill Sverris hófst á táningsaldri og sextán ára gamall komst hann í fyrsta sinn í kast lögin fyrir umferðar- og fíkniefnabrot. Þrjú önnur brot fylgdu í kjölfarið sem öll enduðu með dómsátt. Hann gekkst þrisvar sinnum undir lögreglustjórasátt fyrir umferðar- og fíkniefnabrot og frá árinu 1991 til ársins 1995 hlaut hann fjórum sinnum refsidóm fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefnabrot. Samkvæmt heimildum Vísis lá Sverrir Þór undir grun um aðild að Búnaðarbankaráninu svokallaða í desember 1995. Sá grunur leiddi ekki til ákæru en málið er enn óupplýst. Í september 1998 gekkst hann undir lögreglustjórasátt fyrir umferðarlagabrot. Á seinni hluta tíunda áratugarins varð Sverrir Þór þekktur í undirheimum Reykjavíkur. Þar er ekki óalgengt að stórtækir fíkniefnasalar og innflytjendur hljóti viðurnefni. Mun Sverrir hafa hlotið viðurnefnið Sveddi tönn vegna ísetts tannplanta sem hann var með í gómnum. Undirheimaumsvif og Stóra fíkniefnamálið Í fréttum íslenskra fjölmiðla um Sverri undanfarna viku hefur Stóra fíkniefnamálið svokallaða ítrekað verið nefnt en þar var Sverrir einn af höfuðpaurunum. Stóra fíkniefnamálið markaði að mörgu leyti tímamót í íslenskra réttarsögu og var vakning fyrir íslenskt samfélag um þann alvarleika og hörku sem einkennir fíkniefnaheiminn. Aldrei áður hafði jafn viðamikið og þaulskipulagt fíkniefnamál komið upp á Íslandi, og dómarnir sem síðar féllu í málinu voru mun þyngri en áður hafði sést. Um var að ræða eina stærstu aðgerð fíkniefnalögreglu frá upphafi. En um hvað snerist þetta mál og hver var þáttur Sverris? Stóra fíkniefnamálið teygði anga sína til Danmerkur, Hollands og Bandaríkjanna og varðaði innflutning á gífurlegu magni kannabisefna, amfetamíns, kókaíns og e-taflna. Að auki voru gerðar upptækar haglabyssur, handjárn, loftrifflar og rafstuðbyssur. Sverri var gefið að sök að hafa móttekið 105 kíló af kannabisefnum frá ársbyrjun 1998 til september 1999. Málið byrjaði í maí 1999, þegar lögreglu bárust upplýsingar sem áttu eftir að hrinda á stað einni viðamestu rannsókn sem átt hefur sér stað hér á landi. Upphaf málsins má rekja til þess að Gunnlaugur Ingibergsson, búsettur í Kaupmannahöfn, hóf sumarvinnu hjá Samskipum árið 1997. Hann nýtti sér aðstöðu sína hjá félaginu til að smygla inn gífurlegu magni af fíkniefnum, kannabis, MDMA og amfetamíni, í sextán ferðum á árunum 1997 til 1999. Hann flutti efnin meðal annars inn í raftækjum. Í ársbyrjun 1998 hófst þáttur Sverris í málinu. Sverrir og félagi hans, Ólafur Ágúst Ægisson, voru á meðal þeirra sem sáu um að kaupa fíkniefnin á Íslandi og koma þeim í dreifingu. Þeir byrjuðu að græða á tá og fingri. Fjallað var um málið í þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál á sínum tíma. Sverrir og annar félagi hans, Júlíus Kristófer Eggertsson sem áður hafði setið inni fyrir fíkniefnabrot, fóru á þessum tíma að kaupa íbúðir í Reykjavík sem þeir gerðu upp og seldu. Á þessum tíma lifði Sverrir hátt, átti margar eignir, dýra bílar og gekk um í dýrum fatnaði. Sumarið 1999 leigði Sverrir íbúð á Óðinsgötu 2 í Reykjavík og bjó þar ásamt þáverandi kærustu sinni. Hann vakti mikla athygli nágranna sinna fyrir glæsilegan og íburðarmikinn lífsstíl. Í íbúð hans voru dýrmæt antíkhúsgögn og í innkeyrslunni voru glæsivagnar og mótorhjól. Nágranni Sverris lýsti honum þannig í samtali við DV á sínum tíma: „Þetta var sportlegur strákur með snotra kærustu og þau litu alls ekki út fyrir að vera í einhverri eiturlyfjaneyslu. Þetta var huggulegt par sem geislaði af heilbrigði og aldrei biðraðir fikniefnaneytenda fyrir utan hjá þeim hér á Óðinsgötunni.“ Um sumarið 1999 byrjaði Sverrir að starfa hjá kjötiðnarfyrirtækinu Rimax á Eldshöfða í Reykjavík. Annar nágranni hans við Óðinsgötuna nefndi það í viðtali við DV á sínum tíma að honum hafi alltaf þótt jafn skrýtið að sjá „þennan unga, glæsilega og prúðbúna mann“ eins og hann orðaði það, koma akandi heim á Óðinsgötuna á kjötbíl frá Rimax. Sverrir lét þá líta svo út að hann aflaði sér framfærslueyris með því að aka út kjöti. Hannes Ívarsson, yfirmaður hjá Rimax, ræddi einnig við DV á sínum tíma og lýsti hann Sverri sem „hvers manns hugljúfa.“ Á þessum tíma var Sverrir að gera upp risíbúð í Sporðagrunni og hugðist flytja þar inn. Nágrannar Sverris í Sporðagrunni lýstu honum meðal annars sem „frískum og kátum manni“ sem „léki við hvern sinn fingur“ og væri „gefinn fyrir að hafa fínt heima hjá sér.“ Umsvif þremenninganna, Sverris, Ólafs Ágústs og Kristófers vöktu grunsemdir lögreglu, enda voru þeir á þessum tíma þekktir innan undirheimanna. Í kjölfarið hóf lögreglan að hlera símtöl þeirra og að lokum var gerð húsleit á heimili Ólafs, þar sem gífurlegt magn af fíkniefnum fannst. Þremenningarnir voru handteknir en þess ber að geta að þremenningarnir höfðu einnig stundað það að fá ættingja sína og kunningja til að fela fíkniefnin fyrir sig. Stóra fíkniefnamálið endaði með því að nítján manns voru ákærðir en fjórir þeirra voru sýknaðir fyrir dómi. Sverrir Þór hlaut næstþyngsta dóminn í málinu eða sjö og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi. Auk þess voru rúmlega 25 milljónir króna gerðar upptækar hjá Sverri. Ári eftir að Sverrir var dæmdur var höfðað sakamál gegn þremur mönnum fyrir að hafa annars vegar keypt fíkniefni af Sverri og svo fyrir peningaþvætti. Þannig var tannlæknir dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Sá tók við milljónum frá Sverri, sem var augljóslega illa fengið fé. Það rann inn í kjötvinnsluna Rimax sem reyndist nokkurs konar skálkaskjól fyrir peningaþvætti Sverris. Þetta reyndist vera fyrsta peningaþvættismálið sem var sakfellt fyrir hér á landi. Hélt til í ýmsum löndum Sverrir sat inni á Litla-Hrauni fyrst um sinn og fram kom í frétt DV á sínum tíma að hann hefði stundað nám af kappi í fangelsinu og staðið sig afar vel. Hann fékk meðal annars 10 í einkunn í bókfærslu og í verslunarrétti. Þáverandi kennslustjóri á Litla-Hrauni sagði Sverri alla jafnan hafa staðið sig ákaflega vel og væri samviskusamur. Viðmælendur Vísis sem þekkja til Sverris lýsa honum einnig sem vel gefnum manni sem sé snjall í bókfærslu og fjárfestingum og klókur þegar komi að undanskoti á illa fengnu fé. Sverrir var seinna fluttur í fangelsið á Akureyri. Eftir að hann lauk afplánun fór hann af landi brott. Hann hélt áfram tengslum við undirheimana á Íslandi en tengslin voru nú ógreinanlegri. Hann er sagður hafa haldið til í Suður-Ameríku, Spáni, Danmörku, Hollandi og nálægt landamærum Brasilíu og Paragvæ á þessum árum. Á næstu árum átti íslenska lögreglan ítrekað eftir að reyna að hafa uppi á Sverri í tengslum við ýmis fíkniefnamál hérlendis. Hann var grunaður um að vera höfuðpaurinn á bak við margar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands frá Spáni og Suður-Ameríku. Hann var sömuleiðis bendaður við ýmis fíkniefnamál í Evrópu og Suður-Ameríku. Sverrir átti fasteignir á Íslandi á þessum tíma. Árið 2006 komst upp um vændisstarfsemi í Ármúla 23, þar sem Sverrir var eigandinn. Hann var bendlaður við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishússins en ekki var ákært í málinu. Einnig fundust fíkniefni á staðnum og íslenskt par sem hélt þar til var sakfellt fyrir fíkniefnainnflutning frá Spáni. Karlmaðurinn var vinur Sverris og hafði leyfi hans til að nota húsið. „Skemmtilegur og dálítið ruglaður“ Árið 2009 hlaut Sverrir níu ára fangelsisdóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl en hann hafði þá haldið til á Spáni í einhvern tíma. Hann lagði hins vegar á flótta eftir að dómurinn féll og var í kjölfarið eftirlýstur af spænskum yfirvöldum sem ekki tókst að hafa hendur í hári hans. Í maí 2009 kom fram í frétt Vísis að Sverrir væri fluttur frá Recife í Brasilíu til Amsterdam. Amsterdam mætti kalla vörutorg Íslendinga sem vilja smygla hassi, spítti og e-töflum til landsins. Í júlí 2010 kom upp dómsmál hér á landi sem sneri að smygli á tæplega einu og hálfu kílói af kókaíni frá Alicante til Íslands. Fimm menn voru ákærðir, þeir Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason. Í frétt Vísis af því máli kom fram að framburður tveggja hinna ákærðu hafi bendlað Davíð Garðarsson, góðvin Sverris, við málið sem einn af höfuðpaurunum í skipulagi og fjármögnun smyglsins. Framburður mannanna var nánast samhljóða við skýrslutökur hjá lögreglunni þrátt fyrir að þeir væru ekki í samskiptum. Eftir að þeir losnuðu úr einangrun breyttist framburður beggja og lögðu þeir báðir mikla áherslu á það við aðalmeðferðina að Davíð hefði ekkert með málið að gera. Einn sakborninganna í málinu bar fyrir dómi að Sverrir hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna. Annar þeirra, Guðlaugur Agnar, sagðist hafa verið í samskiptum við Sverri um þetta leyti og millifært á hann þrjár milljónir um jólin þar á undan. Sagði hann þá hafa verið vini í fjögur ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur. Á þessum tíma fór Sverrir enn huldu höfði, með níu ára óafplánaðan fangelsisdóm. Í tengslum við þetta mál var hann eftirlýstur af Europol en var á endanum hvorki ákærður né kallaður til sem vitni í málinu. Dópgreni í Amsterdam Svo virðist sem Sverrir hafi haldið til í Amsterdam árið 2011 en nafn hans kom upp í tengslum við fíkniefnasmygl sem rataði fyrir Héraðsdóm Reykjaness árið 2013 og endaði með því að íslenskur karlmaður var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á kókaíni frá Amsterdam til Íslands. Íslensk kona sem maðurinn notaði sem burðardýr var einnig sakfelld. Amsterdam er þekkt sem einskonar vörutorg Íslendinga sem vilja smygla í hass, spítt og e-tölum til landsins.Getty Í dómskjölum, þar sem atburðarás málsins er rakin, er minnst á dópgreni í Amsterdam. Forsaga málsins var sú að í maí 2011 fóru tvær íslenskar konur, burðardýrið, og vinkona hennar í skemmtiferð til Amsterdam. Þegar þangað var komið hafði önnur íslensk kona samband við þær og bauð þeim í partý. Fyrir dómi sagði vinkona burðardýrsins að svo hefði virst að ekki hefði mátt tala um hvar þetta partý væri haldið. Þar sagðist hún jafnframt hafa séð nokkra Íslendinga sem fjölmiðlar hefðu fjallað um fyrir sitthvað misjafnt. Meðal annars hefði maður að nafni Sverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn, verið að sniglast í kringum hana. Maðurinn sem sakfelldur var fyrir smyglið var spurður fyrir dómi hvort hann þekkti mann að nafni Sverrir Þór Gunnarsson, sem kallaður væri Sveddi tönn. Fram kemur í dómnum að hann hafi verið „mjög hikandi“ í þeim framburði. Burðardýrið sagði til Sverris Í byrjun júlí 2012 var 26 ára brasilísk kona gripin á flugvellinum í Ríó de Janeiro með 46 þúsund e töflur í farangri sínum. Við yfirheyrslur nefndi hún nöfn tveggja manna, Sverris Þórs Gunnarssonar og Marco Dias Bittencourt e Silva og sagði þá hafa ætlað að hjálpa henni við að selja eiturlyfin. Sverrir hafði komið með sama flugi og konan, frá Lissabon í Portúgal en hann ferðaðist til Lissabon frá Amsterdam. Hann fór óáreittur í gegnum tollskoðun á fölsku, íslensku vegabréfi. Í kjölfar þess að konan sagði til Sverris og Marco var Sverrir handtekinn á kaffihúsi í Ipanema, þar sem áætlað hafði verið að afhending efnanna færi fram. Sverrir gaf upp nafn annars manns við handtökuna og komst upp um það þegar yfirvöld í Brasilíu höfðu samband við yfirvöld hér á landi til að fá staðfest að Sverrir væri sá sem hann sagðist vera. Fram kemur í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, að starfsemi glæpahringsins sem Sverrir Þór og Marco séu hluti af annars gangi út að útvega burðardýr frá norðausturhluta Brasilíu og senda þau í ferðir á milli Brasilíu og Evrópu. Í niðurstöðu dómsins segir að brot Sverris og Marco hafi verið framið með „ósvífnum og djörfum hætti“. Þeir hafi ráðgert að eiga fund með burðardýrinu á fjölförnu kaffihúsi um hábjartan dag og því augljóslega verið vissir um að þeir ættu eftir að komast upp með glæpinn. Sverrir var í kjölfarið dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir aðild sína að smyglinu, og sat hann fyrst um sinn inni í Ary Franco-fangelsinu í úthverfi Ríó. Í nóvember 2012 tók DV viðtal við Sverri Þór í gegnum Skype þar sem hann var staddur í Air Franco fangelsinu. Þar hélt hann staðfastlega fram sakleysi sínu og var sannfærður um að sér yrði sleppt. „Þegar ég var ungur þá smyglaði ég mikið, gerði alls konar skandala og fór í fangelsi. Borgaði allt mitt sem ég skuldaði samfélaginu; alla peningana, alla fangelsisvistina og stóð mig bara með prýði í fangelsinu og stundaði nám, kom fjölda fólks á rétta braut. Svo þegar ég kom úr fangelsinu þá var alveg sama hvort ég fór í banka eða hvert í fjandanum sem ég fór þá voru Dagblaðið, Vísir og alls konar fjölmiðlar búnir að eyðileggja mig og mitt líf. Ég hef vitanlega kannski eyðilagt líf einhverra ungra krakka sem hafa endilega viljað kaupa dóp,“ lét Sverrir meðal annars hafa eftir sér. Dómnum yfir Sverri Þór var síðar áfrýjað og var dómurinn þá mildaður í átján ár, átta mánuði og fimm daga. Með aðstöðu innan múranna Í árslok 2015 var íslenskt par handtekið á hótelherbergi í Fortaleza með um fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum. Fjallað var um málið í fjölmiðlum ytra og kom nafn Sverrirs þá upp. Cándido Figueredo Ruiz, blaðamaður paragvæska miðilisins ABC Color, fullyrti að Sverrir stundaði eiturlyfjaviðskipti úr fangelsinu. Spillingin í brasilískum fangelsum væri slík að hefðu menn fjárráð gætu þeir auðveldlega komið sér upp aðstöðu innan múranna til að stunda slík viðskipti. Samkvæmt heimildum Ruiz var Sverrir í stöðugum samskiptum við Guðmund Spartakus Ómarsson, sem væri umsvifamikill í innsta hring fíkniefnaheimsins í Paragvæ og Brasilíu. Í desember 2016 hafði rannsóknarblaðamaðurinn Atli Már Gylfason, sem þá starfaði fyrir Stundina, samband við nokkur fangelsi í kringum Ríó. Í samtali við Vísir segir Atli Már að hann hafi freistast til að ná tali af Sverri Þór í tengslum við rannsókn á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. „Ég var með portúgalskan túlk með mér þegar við hringdum í þessi fangelsi. Þeirra á meðal var Milton Dias Moreira fangelsið en allar upplýsingar bentu til þess að hann væri þar,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Þá segir hann að rætt hafi verið við yfirmann fangelsins sem þóttist ekkert kannast við Sverri og sagði í raun engan Íslending vistaðan í fangelsum í og við Ríó. Atli Már segir að Sverrir Þór hafi haft gríðarleg ítök í fangelsinu í gegnum brasilísk glæpagengi. Þannig hafi starfsmaður fangelsins mögulega verið skipað að gefa ekki upp upplýsingar um Sverri Þór. Atli Már hafði einnig samband við utanríkisráðuneytið á Íslandi og íslensk lögregluyfirvöld en hvorug gátu staðfest það að Sverrir væri enn að afplána í fangelsi og þá hvaða fangelsi. Í dómsskjölum frá árinu 2017, sem Vísir hefur undir höndum, kemur hins vegar fram að Sverrir Þór hafi svo sannarlega afplánað í Milton Dias Moreira fangelsinu sem staðsett er í 55 kílómetra fjarlægð frá miðborg Ríó de Janeiro. Fangelsið er byggt fyrir 900 manns en engu að síður eru rúmlega 2000 fangar vistaðir þar. Líkt og flestum brasilísku fangelsum er Milton Dias Moreira fangelsinu stýrt af glæpagengjum sem hagnast á viðskiptum með fíkniefni og hafa yfirráð yfir smyglleiðum og kókaínverslun í Brasilíu. Enda eru þrengslin og fáliðun fangavarða slík að yfirvöldum er í raun ómögulegt að hafa stjórn á fangelsunum. Samkvæmt gögnum frá Tribunal de Justiça do Ríó de Janeiro, sem Vísir hefur undir höndum, var Sverri veitt reynslulausn þann 17. janúar í fyrra. Saltdreifaramálið Í júní á seinasta ári kom nafn Sverris upp í tengslum við hið svokallaða saltdreifaramál. Þetta er eitt af nýlegri fíkniefnamálunum hér á landi þar sem nafn hans kemur við sögu. Gögn sem rannsakendur studdust við í þeim hluta málsins sem sneri að innflutningi á saltdreifara fylltum amfetamínvökva voru fengin í gegnum samstarf við Interpol frá lögreglunni í Frakklandi. Lögreglan í Frakklandi hafði komist yfir gögn úr samskiptaforritinu EncroChat. Við rannsókn málsins var stuðst við gögn frá Europol til að tengja tvo íslenska menn, Guðlaug Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson, við huldumenn á netinu sem skipulögðu einn umfangsmesta fíkniefnainnflutning Íslandssögunnar. Guðlaugur Agnar hafði dvalið langdvölum í Taílandi og greint var því á sínum tíma að lögreglu væri vel kunnugt um tengsl hans við Sverri. Fram kom í frétt RÚV að nafn Sverris hefði ítrekað komið upp við rannsóknirnar sem spruttu upp úr EncroChat-gögnunum. Samkvæmt vitnisburði voru Guðlaugur og Sverrir vinir og átti Guðlaugur að hafa dvalið töluvert í Brasilíu. Einn af höfuðpaurunum Fimmtán mánuðir eru nú liðnir frá því Sverri Þór var veitt reynslulausn. Líkt og fram hefur komið var hann handtekinn í suðurhluta Ríó de Janeiro þann 12. apríl síðastliðinn, í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar. Hann er nú grunaður um að vera einn af leiðtogum glæpasamtaka sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum og eru grunuð um að stunda víðtæka brotastarfsemi i Brasilíu. Haft er eftir brasilísku alríkislögreglunni að upplýsingar úr flugskýli á flugvelli í Porto Belo hafi komið þeim á spor Sverris. Að sögn brasilísku lögreglunnar er glæpahópnum skipt upp í tvær stórar einingar en með útibú í fjölmörgum borgum í Brasilíu. Sérstaklega í Sao Paulo, Ríó de Janeiro og Ríó Grande do Norte. Eiturlyfjahringurinn er talinn hafa notast við flugvélar og báta og smyglað fíkniefnum innan Suður-Ameríku og Evrópu. Um er að ræða bæði stór og umfangsmikil smygl, og lítil fíkniefnasmygl þar sem notast er við burðardýr sem send eru til Evrópu með nokkur kíló af kókaíni. Brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá því að hugsanlega tengist eiturlyfjahringurinn tveimur stærstu glæpasamtökum Brasilíu: PCC og Comando Vermehlo. Þá hefur komið fram að eiturlyfjahringnum hafi verið skipt upp í tvær sellur. Sverrir er sagður hafa verið yfirmaður annar þeirra en ítalskur karlmaður yfir hinni. Sá var einnig handtekinn í fyrrnefndum aðgerðum lögreglunnar. Um 250 lögreglumenn komu að aðgerðunum þar sem ráðist var í 49 húsleitir og 33 voru handteknir. Aðgerðirnar náðu til tíu borga í Brasilíu. Þá voru bankareikningar 43 einstaklinga frystir og lagt hald á 57 húseignir auk bifreiða og báta. Í samtali við Vísi staðfesti Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra að íslenska lögreglan hafi verið í samvinnu við brasilísk yfirvöld í talsverðan tíma. Áhyggjur hafi verið af streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu og Íslands undanfarin ár sem talið er hafa verið streymt af hópi tengdum Íslendingi. Vegna þessa voru nokkrir íslenskir lögreglumenn staddir ytra þegar blásið var til aðgerða. Hvað gerist næst? Sverrir og aðrir hinna handteknu voru vistaðir í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar í Florianopolis. Þeir verða síðan sendir í önnur fangelsi. Samkvæmt upplýsingum Vísis var Sverrir leiddur fyrir dómara þann 14. apríl. Þar staðfesti dómari handtökuna og úrskurðaði Sverri í gæsluvarðhald. Í tilkynningu lögreglunnar í Brasilíu í síðustu viku kom fram að hinir handteknu gætu átt yfir höfði sér yfir fjörutíu ár í fangelsi fyrir brot sín. Sveddi tönn handtekinn Brasilía Fíkniefnabrot Dómsmál Spánn Holland Íslendingar erlendis Erlend sakamál Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49 Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47 Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35 Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til landsins. 26. nóvember 2012 10:21 Sverrir Þór dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, gjarnan nefndur Sveddi tönn hefur verið dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu, að því er DV segist hafa heimildi fyrir. 23. nóvember 2012 06:43 Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. 28. september 2012 08:00 Sveddi tönn var með falsað vegabréf og íslenskt sælgæti "Við lögðum út net og náðum hákarli,“ segir yfirmaður hjá lögreglunni í Rio De Janeiro í Brasilíu um handtöku Sverris Þórs Gunnarssonar þar í landi. Sverri framvísaði fimm daga gömlu vegabréfi, útgefnu á Íslandi, þegar hann var handtekinn. 9. júlí 2012 19:00 Flúði níu ára fangelsisdóm á Spáni Sverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn, er með níu ára óafplánaðan fangelsisdóm á bakinu á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Hann lagði á flótta eftir að dómurinn féll og síðan hefur hann verið eftirlýstur af spænskum yfirvöldum. 9. júlí 2012 04:00 Óvíst um framsal Sverris Ekki er í gildi framsalssamningur við Brasilíu og því óvíst að hægt yrði að fá Sverri Þór Gunnarsson framseldan hingað þrátt fyrir að hann sé grunaður um glæpi hér. Ekki borist formleg staðfesting á nafni hans. 6. júlí 2012 05:30 Hver er þessi Sveddi tönn? Þræðir liggja víða Það er óhætt að segja að Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn, eins og hann er kallaður, sé nokkurskonar huldumaður undirheima Íslands. Eins og fram hefur komið var hann handtekinn í Ríó de Janeiro í vikunni eftir að unnusta hans var handtekinn á alþjóðaflugvelli þar í borg með hátt í 50 þúsund E töflur. Sverrir er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst þegar hann var sextán ára gamall. Þá voru brot hans nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast, hann var dæmdur fyrir minniháttar fíkniefnabrot og umferðalagabrot. Sverrir fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. 5. júlí 2012 15:55 Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. 5. júlí 2012 06:00 Benti á Svedda tönn Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. 16. júlí 2010 00:01 Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. 8. júlí 2010 10:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Sverrir Þór, einnig þekktur sem Sveddi tönn, hefur verið til umfjöllunar í brasilískum og íslenskum fjölmiðlum undanfarið eftir að hann var handtekinn í suðurhluta Ríó de Janeiro þann 12. apríl, í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar. Glæpaferill hins fimmtuga Sverris Þórs spannar tæp 35 ár. Ferilinn hófst með smávægilegum brotum sem síðan undu upp á sig og síðustu ár og áratugi hefur nafn Svedda tannar ítrekað komið upp hér á landi í tengslum við fíkniefnasmygl sem rakin eru til Evrópu og Suður-Ameríku. Missti móður sína eins árs gamall Sverrir Þór er fæddur í maí árið 1972. Kunningjar Sverris úr Breiðholti segja hann „sífellt hafa verið til vandræða“ sem ungur drengur. „Hann er og hefur alltaf verið glæpamaður,“ segir einn viðmælandi Vísis. Brotaferill Sverris hófst á táningsaldri og sextán ára gamall komst hann í fyrsta sinn í kast lögin fyrir umferðar- og fíkniefnabrot. Þrjú önnur brot fylgdu í kjölfarið sem öll enduðu með dómsátt. Hann gekkst þrisvar sinnum undir lögreglustjórasátt fyrir umferðar- og fíkniefnabrot og frá árinu 1991 til ársins 1995 hlaut hann fjórum sinnum refsidóm fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefnabrot. Samkvæmt heimildum Vísis lá Sverrir Þór undir grun um aðild að Búnaðarbankaráninu svokallaða í desember 1995. Sá grunur leiddi ekki til ákæru en málið er enn óupplýst. Í september 1998 gekkst hann undir lögreglustjórasátt fyrir umferðarlagabrot. Á seinni hluta tíunda áratugarins varð Sverrir Þór þekktur í undirheimum Reykjavíkur. Þar er ekki óalgengt að stórtækir fíkniefnasalar og innflytjendur hljóti viðurnefni. Mun Sverrir hafa hlotið viðurnefnið Sveddi tönn vegna ísetts tannplanta sem hann var með í gómnum. Undirheimaumsvif og Stóra fíkniefnamálið Í fréttum íslenskra fjölmiðla um Sverri undanfarna viku hefur Stóra fíkniefnamálið svokallaða ítrekað verið nefnt en þar var Sverrir einn af höfuðpaurunum. Stóra fíkniefnamálið markaði að mörgu leyti tímamót í íslenskra réttarsögu og var vakning fyrir íslenskt samfélag um þann alvarleika og hörku sem einkennir fíkniefnaheiminn. Aldrei áður hafði jafn viðamikið og þaulskipulagt fíkniefnamál komið upp á Íslandi, og dómarnir sem síðar féllu í málinu voru mun þyngri en áður hafði sést. Um var að ræða eina stærstu aðgerð fíkniefnalögreglu frá upphafi. En um hvað snerist þetta mál og hver var þáttur Sverris? Stóra fíkniefnamálið teygði anga sína til Danmerkur, Hollands og Bandaríkjanna og varðaði innflutning á gífurlegu magni kannabisefna, amfetamíns, kókaíns og e-taflna. Að auki voru gerðar upptækar haglabyssur, handjárn, loftrifflar og rafstuðbyssur. Sverri var gefið að sök að hafa móttekið 105 kíló af kannabisefnum frá ársbyrjun 1998 til september 1999. Málið byrjaði í maí 1999, þegar lögreglu bárust upplýsingar sem áttu eftir að hrinda á stað einni viðamestu rannsókn sem átt hefur sér stað hér á landi. Upphaf málsins má rekja til þess að Gunnlaugur Ingibergsson, búsettur í Kaupmannahöfn, hóf sumarvinnu hjá Samskipum árið 1997. Hann nýtti sér aðstöðu sína hjá félaginu til að smygla inn gífurlegu magni af fíkniefnum, kannabis, MDMA og amfetamíni, í sextán ferðum á árunum 1997 til 1999. Hann flutti efnin meðal annars inn í raftækjum. Í ársbyrjun 1998 hófst þáttur Sverris í málinu. Sverrir og félagi hans, Ólafur Ágúst Ægisson, voru á meðal þeirra sem sáu um að kaupa fíkniefnin á Íslandi og koma þeim í dreifingu. Þeir byrjuðu að græða á tá og fingri. Fjallað var um málið í þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál á sínum tíma. Sverrir og annar félagi hans, Júlíus Kristófer Eggertsson sem áður hafði setið inni fyrir fíkniefnabrot, fóru á þessum tíma að kaupa íbúðir í Reykjavík sem þeir gerðu upp og seldu. Á þessum tíma lifði Sverrir hátt, átti margar eignir, dýra bílar og gekk um í dýrum fatnaði. Sumarið 1999 leigði Sverrir íbúð á Óðinsgötu 2 í Reykjavík og bjó þar ásamt þáverandi kærustu sinni. Hann vakti mikla athygli nágranna sinna fyrir glæsilegan og íburðarmikinn lífsstíl. Í íbúð hans voru dýrmæt antíkhúsgögn og í innkeyrslunni voru glæsivagnar og mótorhjól. Nágranni Sverris lýsti honum þannig í samtali við DV á sínum tíma: „Þetta var sportlegur strákur með snotra kærustu og þau litu alls ekki út fyrir að vera í einhverri eiturlyfjaneyslu. Þetta var huggulegt par sem geislaði af heilbrigði og aldrei biðraðir fikniefnaneytenda fyrir utan hjá þeim hér á Óðinsgötunni.“ Um sumarið 1999 byrjaði Sverrir að starfa hjá kjötiðnarfyrirtækinu Rimax á Eldshöfða í Reykjavík. Annar nágranni hans við Óðinsgötuna nefndi það í viðtali við DV á sínum tíma að honum hafi alltaf þótt jafn skrýtið að sjá „þennan unga, glæsilega og prúðbúna mann“ eins og hann orðaði það, koma akandi heim á Óðinsgötuna á kjötbíl frá Rimax. Sverrir lét þá líta svo út að hann aflaði sér framfærslueyris með því að aka út kjöti. Hannes Ívarsson, yfirmaður hjá Rimax, ræddi einnig við DV á sínum tíma og lýsti hann Sverri sem „hvers manns hugljúfa.“ Á þessum tíma var Sverrir að gera upp risíbúð í Sporðagrunni og hugðist flytja þar inn. Nágrannar Sverris í Sporðagrunni lýstu honum meðal annars sem „frískum og kátum manni“ sem „léki við hvern sinn fingur“ og væri „gefinn fyrir að hafa fínt heima hjá sér.“ Umsvif þremenninganna, Sverris, Ólafs Ágústs og Kristófers vöktu grunsemdir lögreglu, enda voru þeir á þessum tíma þekktir innan undirheimanna. Í kjölfarið hóf lögreglan að hlera símtöl þeirra og að lokum var gerð húsleit á heimili Ólafs, þar sem gífurlegt magn af fíkniefnum fannst. Þremenningarnir voru handteknir en þess ber að geta að þremenningarnir höfðu einnig stundað það að fá ættingja sína og kunningja til að fela fíkniefnin fyrir sig. Stóra fíkniefnamálið endaði með því að nítján manns voru ákærðir en fjórir þeirra voru sýknaðir fyrir dómi. Sverrir Þór hlaut næstþyngsta dóminn í málinu eða sjö og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi. Auk þess voru rúmlega 25 milljónir króna gerðar upptækar hjá Sverri. Ári eftir að Sverrir var dæmdur var höfðað sakamál gegn þremur mönnum fyrir að hafa annars vegar keypt fíkniefni af Sverri og svo fyrir peningaþvætti. Þannig var tannlæknir dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Sá tók við milljónum frá Sverri, sem var augljóslega illa fengið fé. Það rann inn í kjötvinnsluna Rimax sem reyndist nokkurs konar skálkaskjól fyrir peningaþvætti Sverris. Þetta reyndist vera fyrsta peningaþvættismálið sem var sakfellt fyrir hér á landi. Hélt til í ýmsum löndum Sverrir sat inni á Litla-Hrauni fyrst um sinn og fram kom í frétt DV á sínum tíma að hann hefði stundað nám af kappi í fangelsinu og staðið sig afar vel. Hann fékk meðal annars 10 í einkunn í bókfærslu og í verslunarrétti. Þáverandi kennslustjóri á Litla-Hrauni sagði Sverri alla jafnan hafa staðið sig ákaflega vel og væri samviskusamur. Viðmælendur Vísis sem þekkja til Sverris lýsa honum einnig sem vel gefnum manni sem sé snjall í bókfærslu og fjárfestingum og klókur þegar komi að undanskoti á illa fengnu fé. Sverrir var seinna fluttur í fangelsið á Akureyri. Eftir að hann lauk afplánun fór hann af landi brott. Hann hélt áfram tengslum við undirheimana á Íslandi en tengslin voru nú ógreinanlegri. Hann er sagður hafa haldið til í Suður-Ameríku, Spáni, Danmörku, Hollandi og nálægt landamærum Brasilíu og Paragvæ á þessum árum. Á næstu árum átti íslenska lögreglan ítrekað eftir að reyna að hafa uppi á Sverri í tengslum við ýmis fíkniefnamál hérlendis. Hann var grunaður um að vera höfuðpaurinn á bak við margar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands frá Spáni og Suður-Ameríku. Hann var sömuleiðis bendaður við ýmis fíkniefnamál í Evrópu og Suður-Ameríku. Sverrir átti fasteignir á Íslandi á þessum tíma. Árið 2006 komst upp um vændisstarfsemi í Ármúla 23, þar sem Sverrir var eigandinn. Hann var bendlaður við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishússins en ekki var ákært í málinu. Einnig fundust fíkniefni á staðnum og íslenskt par sem hélt þar til var sakfellt fyrir fíkniefnainnflutning frá Spáni. Karlmaðurinn var vinur Sverris og hafði leyfi hans til að nota húsið. „Skemmtilegur og dálítið ruglaður“ Árið 2009 hlaut Sverrir níu ára fangelsisdóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl en hann hafði þá haldið til á Spáni í einhvern tíma. Hann lagði hins vegar á flótta eftir að dómurinn féll og var í kjölfarið eftirlýstur af spænskum yfirvöldum sem ekki tókst að hafa hendur í hári hans. Í maí 2009 kom fram í frétt Vísis að Sverrir væri fluttur frá Recife í Brasilíu til Amsterdam. Amsterdam mætti kalla vörutorg Íslendinga sem vilja smygla hassi, spítti og e-töflum til landsins. Í júlí 2010 kom upp dómsmál hér á landi sem sneri að smygli á tæplega einu og hálfu kílói af kókaíni frá Alicante til Íslands. Fimm menn voru ákærðir, þeir Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason. Í frétt Vísis af því máli kom fram að framburður tveggja hinna ákærðu hafi bendlað Davíð Garðarsson, góðvin Sverris, við málið sem einn af höfuðpaurunum í skipulagi og fjármögnun smyglsins. Framburður mannanna var nánast samhljóða við skýrslutökur hjá lögreglunni þrátt fyrir að þeir væru ekki í samskiptum. Eftir að þeir losnuðu úr einangrun breyttist framburður beggja og lögðu þeir báðir mikla áherslu á það við aðalmeðferðina að Davíð hefði ekkert með málið að gera. Einn sakborninganna í málinu bar fyrir dómi að Sverrir hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna. Annar þeirra, Guðlaugur Agnar, sagðist hafa verið í samskiptum við Sverri um þetta leyti og millifært á hann þrjár milljónir um jólin þar á undan. Sagði hann þá hafa verið vini í fjögur ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur. Á þessum tíma fór Sverrir enn huldu höfði, með níu ára óafplánaðan fangelsisdóm. Í tengslum við þetta mál var hann eftirlýstur af Europol en var á endanum hvorki ákærður né kallaður til sem vitni í málinu. Dópgreni í Amsterdam Svo virðist sem Sverrir hafi haldið til í Amsterdam árið 2011 en nafn hans kom upp í tengslum við fíkniefnasmygl sem rataði fyrir Héraðsdóm Reykjaness árið 2013 og endaði með því að íslenskur karlmaður var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á kókaíni frá Amsterdam til Íslands. Íslensk kona sem maðurinn notaði sem burðardýr var einnig sakfelld. Amsterdam er þekkt sem einskonar vörutorg Íslendinga sem vilja smygla í hass, spítt og e-tölum til landsins.Getty Í dómskjölum, þar sem atburðarás málsins er rakin, er minnst á dópgreni í Amsterdam. Forsaga málsins var sú að í maí 2011 fóru tvær íslenskar konur, burðardýrið, og vinkona hennar í skemmtiferð til Amsterdam. Þegar þangað var komið hafði önnur íslensk kona samband við þær og bauð þeim í partý. Fyrir dómi sagði vinkona burðardýrsins að svo hefði virst að ekki hefði mátt tala um hvar þetta partý væri haldið. Þar sagðist hún jafnframt hafa séð nokkra Íslendinga sem fjölmiðlar hefðu fjallað um fyrir sitthvað misjafnt. Meðal annars hefði maður að nafni Sverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn, verið að sniglast í kringum hana. Maðurinn sem sakfelldur var fyrir smyglið var spurður fyrir dómi hvort hann þekkti mann að nafni Sverrir Þór Gunnarsson, sem kallaður væri Sveddi tönn. Fram kemur í dómnum að hann hafi verið „mjög hikandi“ í þeim framburði. Burðardýrið sagði til Sverris Í byrjun júlí 2012 var 26 ára brasilísk kona gripin á flugvellinum í Ríó de Janeiro með 46 þúsund e töflur í farangri sínum. Við yfirheyrslur nefndi hún nöfn tveggja manna, Sverris Þórs Gunnarssonar og Marco Dias Bittencourt e Silva og sagði þá hafa ætlað að hjálpa henni við að selja eiturlyfin. Sverrir hafði komið með sama flugi og konan, frá Lissabon í Portúgal en hann ferðaðist til Lissabon frá Amsterdam. Hann fór óáreittur í gegnum tollskoðun á fölsku, íslensku vegabréfi. Í kjölfar þess að konan sagði til Sverris og Marco var Sverrir handtekinn á kaffihúsi í Ipanema, þar sem áætlað hafði verið að afhending efnanna færi fram. Sverrir gaf upp nafn annars manns við handtökuna og komst upp um það þegar yfirvöld í Brasilíu höfðu samband við yfirvöld hér á landi til að fá staðfest að Sverrir væri sá sem hann sagðist vera. Fram kemur í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, að starfsemi glæpahringsins sem Sverrir Þór og Marco séu hluti af annars gangi út að útvega burðardýr frá norðausturhluta Brasilíu og senda þau í ferðir á milli Brasilíu og Evrópu. Í niðurstöðu dómsins segir að brot Sverris og Marco hafi verið framið með „ósvífnum og djörfum hætti“. Þeir hafi ráðgert að eiga fund með burðardýrinu á fjölförnu kaffihúsi um hábjartan dag og því augljóslega verið vissir um að þeir ættu eftir að komast upp með glæpinn. Sverrir var í kjölfarið dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir aðild sína að smyglinu, og sat hann fyrst um sinn inni í Ary Franco-fangelsinu í úthverfi Ríó. Í nóvember 2012 tók DV viðtal við Sverri Þór í gegnum Skype þar sem hann var staddur í Air Franco fangelsinu. Þar hélt hann staðfastlega fram sakleysi sínu og var sannfærður um að sér yrði sleppt. „Þegar ég var ungur þá smyglaði ég mikið, gerði alls konar skandala og fór í fangelsi. Borgaði allt mitt sem ég skuldaði samfélaginu; alla peningana, alla fangelsisvistina og stóð mig bara með prýði í fangelsinu og stundaði nám, kom fjölda fólks á rétta braut. Svo þegar ég kom úr fangelsinu þá var alveg sama hvort ég fór í banka eða hvert í fjandanum sem ég fór þá voru Dagblaðið, Vísir og alls konar fjölmiðlar búnir að eyðileggja mig og mitt líf. Ég hef vitanlega kannski eyðilagt líf einhverra ungra krakka sem hafa endilega viljað kaupa dóp,“ lét Sverrir meðal annars hafa eftir sér. Dómnum yfir Sverri Þór var síðar áfrýjað og var dómurinn þá mildaður í átján ár, átta mánuði og fimm daga. Með aðstöðu innan múranna Í árslok 2015 var íslenskt par handtekið á hótelherbergi í Fortaleza með um fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum. Fjallað var um málið í fjölmiðlum ytra og kom nafn Sverrirs þá upp. Cándido Figueredo Ruiz, blaðamaður paragvæska miðilisins ABC Color, fullyrti að Sverrir stundaði eiturlyfjaviðskipti úr fangelsinu. Spillingin í brasilískum fangelsum væri slík að hefðu menn fjárráð gætu þeir auðveldlega komið sér upp aðstöðu innan múranna til að stunda slík viðskipti. Samkvæmt heimildum Ruiz var Sverrir í stöðugum samskiptum við Guðmund Spartakus Ómarsson, sem væri umsvifamikill í innsta hring fíkniefnaheimsins í Paragvæ og Brasilíu. Í desember 2016 hafði rannsóknarblaðamaðurinn Atli Már Gylfason, sem þá starfaði fyrir Stundina, samband við nokkur fangelsi í kringum Ríó. Í samtali við Vísir segir Atli Már að hann hafi freistast til að ná tali af Sverri Þór í tengslum við rannsókn á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. „Ég var með portúgalskan túlk með mér þegar við hringdum í þessi fangelsi. Þeirra á meðal var Milton Dias Moreira fangelsið en allar upplýsingar bentu til þess að hann væri þar,“ segir Atli Már í samtali við Vísi. Þá segir hann að rætt hafi verið við yfirmann fangelsins sem þóttist ekkert kannast við Sverri og sagði í raun engan Íslending vistaðan í fangelsum í og við Ríó. Atli Már segir að Sverrir Þór hafi haft gríðarleg ítök í fangelsinu í gegnum brasilísk glæpagengi. Þannig hafi starfsmaður fangelsins mögulega verið skipað að gefa ekki upp upplýsingar um Sverri Þór. Atli Már hafði einnig samband við utanríkisráðuneytið á Íslandi og íslensk lögregluyfirvöld en hvorug gátu staðfest það að Sverrir væri enn að afplána í fangelsi og þá hvaða fangelsi. Í dómsskjölum frá árinu 2017, sem Vísir hefur undir höndum, kemur hins vegar fram að Sverrir Þór hafi svo sannarlega afplánað í Milton Dias Moreira fangelsinu sem staðsett er í 55 kílómetra fjarlægð frá miðborg Ríó de Janeiro. Fangelsið er byggt fyrir 900 manns en engu að síður eru rúmlega 2000 fangar vistaðir þar. Líkt og flestum brasilísku fangelsum er Milton Dias Moreira fangelsinu stýrt af glæpagengjum sem hagnast á viðskiptum með fíkniefni og hafa yfirráð yfir smyglleiðum og kókaínverslun í Brasilíu. Enda eru þrengslin og fáliðun fangavarða slík að yfirvöldum er í raun ómögulegt að hafa stjórn á fangelsunum. Samkvæmt gögnum frá Tribunal de Justiça do Ríó de Janeiro, sem Vísir hefur undir höndum, var Sverri veitt reynslulausn þann 17. janúar í fyrra. Saltdreifaramálið Í júní á seinasta ári kom nafn Sverris upp í tengslum við hið svokallaða saltdreifaramál. Þetta er eitt af nýlegri fíkniefnamálunum hér á landi þar sem nafn hans kemur við sögu. Gögn sem rannsakendur studdust við í þeim hluta málsins sem sneri að innflutningi á saltdreifara fylltum amfetamínvökva voru fengin í gegnum samstarf við Interpol frá lögreglunni í Frakklandi. Lögreglan í Frakklandi hafði komist yfir gögn úr samskiptaforritinu EncroChat. Við rannsókn málsins var stuðst við gögn frá Europol til að tengja tvo íslenska menn, Guðlaug Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson, við huldumenn á netinu sem skipulögðu einn umfangsmesta fíkniefnainnflutning Íslandssögunnar. Guðlaugur Agnar hafði dvalið langdvölum í Taílandi og greint var því á sínum tíma að lögreglu væri vel kunnugt um tengsl hans við Sverri. Fram kom í frétt RÚV að nafn Sverris hefði ítrekað komið upp við rannsóknirnar sem spruttu upp úr EncroChat-gögnunum. Samkvæmt vitnisburði voru Guðlaugur og Sverrir vinir og átti Guðlaugur að hafa dvalið töluvert í Brasilíu. Einn af höfuðpaurunum Fimmtán mánuðir eru nú liðnir frá því Sverri Þór var veitt reynslulausn. Líkt og fram hefur komið var hann handtekinn í suðurhluta Ríó de Janeiro þann 12. apríl síðastliðinn, í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar. Hann er nú grunaður um að vera einn af leiðtogum glæpasamtaka sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum og eru grunuð um að stunda víðtæka brotastarfsemi i Brasilíu. Haft er eftir brasilísku alríkislögreglunni að upplýsingar úr flugskýli á flugvelli í Porto Belo hafi komið þeim á spor Sverris. Að sögn brasilísku lögreglunnar er glæpahópnum skipt upp í tvær stórar einingar en með útibú í fjölmörgum borgum í Brasilíu. Sérstaklega í Sao Paulo, Ríó de Janeiro og Ríó Grande do Norte. Eiturlyfjahringurinn er talinn hafa notast við flugvélar og báta og smyglað fíkniefnum innan Suður-Ameríku og Evrópu. Um er að ræða bæði stór og umfangsmikil smygl, og lítil fíkniefnasmygl þar sem notast er við burðardýr sem send eru til Evrópu með nokkur kíló af kókaíni. Brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá því að hugsanlega tengist eiturlyfjahringurinn tveimur stærstu glæpasamtökum Brasilíu: PCC og Comando Vermehlo. Þá hefur komið fram að eiturlyfjahringnum hafi verið skipt upp í tvær sellur. Sverrir er sagður hafa verið yfirmaður annar þeirra en ítalskur karlmaður yfir hinni. Sá var einnig handtekinn í fyrrnefndum aðgerðum lögreglunnar. Um 250 lögreglumenn komu að aðgerðunum þar sem ráðist var í 49 húsleitir og 33 voru handteknir. Aðgerðirnar náðu til tíu borga í Brasilíu. Þá voru bankareikningar 43 einstaklinga frystir og lagt hald á 57 húseignir auk bifreiða og báta. Í samtali við Vísi staðfesti Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra að íslenska lögreglan hafi verið í samvinnu við brasilísk yfirvöld í talsverðan tíma. Áhyggjur hafi verið af streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu og Íslands undanfarin ár sem talið er hafa verið streymt af hópi tengdum Íslendingi. Vegna þessa voru nokkrir íslenskir lögreglumenn staddir ytra þegar blásið var til aðgerða. Hvað gerist næst? Sverrir og aðrir hinna handteknu voru vistaðir í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar í Florianopolis. Þeir verða síðan sendir í önnur fangelsi. Samkvæmt upplýsingum Vísis var Sverrir leiddur fyrir dómara þann 14. apríl. Þar staðfesti dómari handtökuna og úrskurðaði Sverri í gæsluvarðhald. Í tilkynningu lögreglunnar í Brasilíu í síðustu viku kom fram að hinir handteknu gætu átt yfir höfði sér yfir fjörutíu ár í fangelsi fyrir brot sín.
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Fíkniefnabrot Dómsmál Spánn Holland Íslendingar erlendis Erlend sakamál Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49 Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47 Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35 Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til landsins. 26. nóvember 2012 10:21 Sverrir Þór dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, gjarnan nefndur Sveddi tönn hefur verið dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu, að því er DV segist hafa heimildi fyrir. 23. nóvember 2012 06:43 Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. 28. september 2012 08:00 Sveddi tönn var með falsað vegabréf og íslenskt sælgæti "Við lögðum út net og náðum hákarli,“ segir yfirmaður hjá lögreglunni í Rio De Janeiro í Brasilíu um handtöku Sverris Þórs Gunnarssonar þar í landi. Sverri framvísaði fimm daga gömlu vegabréfi, útgefnu á Íslandi, þegar hann var handtekinn. 9. júlí 2012 19:00 Flúði níu ára fangelsisdóm á Spáni Sverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn, er með níu ára óafplánaðan fangelsisdóm á bakinu á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Hann lagði á flótta eftir að dómurinn féll og síðan hefur hann verið eftirlýstur af spænskum yfirvöldum. 9. júlí 2012 04:00 Óvíst um framsal Sverris Ekki er í gildi framsalssamningur við Brasilíu og því óvíst að hægt yrði að fá Sverri Þór Gunnarsson framseldan hingað þrátt fyrir að hann sé grunaður um glæpi hér. Ekki borist formleg staðfesting á nafni hans. 6. júlí 2012 05:30 Hver er þessi Sveddi tönn? Þræðir liggja víða Það er óhætt að segja að Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn, eins og hann er kallaður, sé nokkurskonar huldumaður undirheima Íslands. Eins og fram hefur komið var hann handtekinn í Ríó de Janeiro í vikunni eftir að unnusta hans var handtekinn á alþjóðaflugvelli þar í borg með hátt í 50 þúsund E töflur. Sverrir er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst þegar hann var sextán ára gamall. Þá voru brot hans nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast, hann var dæmdur fyrir minniháttar fíkniefnabrot og umferðalagabrot. Sverrir fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. 5. júlí 2012 15:55 Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. 5. júlí 2012 06:00 Benti á Svedda tönn Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. 16. júlí 2010 00:01 Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. 8. júlí 2010 10:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49
Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47
Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11
Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35
Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12
Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til landsins. 26. nóvember 2012 10:21
Sverrir Þór dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, gjarnan nefndur Sveddi tönn hefur verið dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu, að því er DV segist hafa heimildi fyrir. 23. nóvember 2012 06:43
Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. 28. september 2012 08:00
Sveddi tönn var með falsað vegabréf og íslenskt sælgæti "Við lögðum út net og náðum hákarli,“ segir yfirmaður hjá lögreglunni í Rio De Janeiro í Brasilíu um handtöku Sverris Þórs Gunnarssonar þar í landi. Sverri framvísaði fimm daga gömlu vegabréfi, útgefnu á Íslandi, þegar hann var handtekinn. 9. júlí 2012 19:00
Flúði níu ára fangelsisdóm á Spáni Sverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn, er með níu ára óafplánaðan fangelsisdóm á bakinu á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Hann lagði á flótta eftir að dómurinn féll og síðan hefur hann verið eftirlýstur af spænskum yfirvöldum. 9. júlí 2012 04:00
Óvíst um framsal Sverris Ekki er í gildi framsalssamningur við Brasilíu og því óvíst að hægt yrði að fá Sverri Þór Gunnarsson framseldan hingað þrátt fyrir að hann sé grunaður um glæpi hér. Ekki borist formleg staðfesting á nafni hans. 6. júlí 2012 05:30
Hver er þessi Sveddi tönn? Þræðir liggja víða Það er óhætt að segja að Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn, eins og hann er kallaður, sé nokkurskonar huldumaður undirheima Íslands. Eins og fram hefur komið var hann handtekinn í Ríó de Janeiro í vikunni eftir að unnusta hans var handtekinn á alþjóðaflugvelli þar í borg með hátt í 50 þúsund E töflur. Sverrir er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst þegar hann var sextán ára gamall. Þá voru brot hans nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast, hann var dæmdur fyrir minniháttar fíkniefnabrot og umferðalagabrot. Sverrir fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. 5. júlí 2012 15:55
Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. 5. júlí 2012 06:00
Benti á Svedda tönn Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. 16. júlí 2010 00:01
Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. 8. júlí 2010 10:30