Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Elvar Örn Friðriksson skrifar 19. apríl 2023 22:32 Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Landsvirkjun tekur ekki á alvarlegum vandamálum, sem við útlistum hér fyrir neðan, en ætlar samt sem áður að æða áfram og virkja. Laxastofninn í Þjórsá er sá stærsti á Íslandi og einn sá stærsti í Norður-Atlantshafi. Þetta er merkilegur stofn sem hefur aðlagast aðstæðum sínum í þúsundir ára. Verndarsjóður Villtra Laxastofna hefur ásamt fjölmörgun öðrum nattúruverndarsinnum og landeigendum á svæðinu árum saman bent á þá staðreynd að stofninum stafar hætta af virkjuninni og höfum við útvegað gögn sem sýna fram á hverju von er á. Hvammsvirkjun er skýrt dæmi um það hvernig á að eyðileggja náttúruna og finna svo út úr því seinna hvernig sé rétt að bregðast við skaðanum, ef það er á annað borð hægt. Þetta minnir óþægilega mikið á þá aðferðafræði sem norskir auðkýfingar með aðstoð íslenskra stjórnvalda hafa notað í sjókvíaeldi á Íslandi. Þ.e. æðum af stað og reynum svo að finna „mótvægisaðgerðir“ þegar umhverfisskaðinn verður ljós. Í þætti Kveiks benti oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps réttilega á það að hvergi hefur komið fram hvernig eigi að bregðast við ef laxastofnar og lífríki Þjórsár verða fyrir skaða. Þegar forstjóri Landsvirkjunar var spurður um málið kom fram að Landsvirkjun myndi bara sjá til þess að þetta væri í lagi. Ef laxinn kemst ekki upp ána þá ætla þeir einfaldlega að veiða laxana fyrir neðan og færa þá upp fyrir virkjun. Það hljómar eins og hvert annað grín. Við spyrjum hvernig sé hægt að ráðast í svona framkvæmd án þess að vita hver áhrifin eru á villta stofna, og hvernig á að bregðast við ef þessir stofnar skaðast. Hvernig er hægt að vinda ofan af óafturkræfum skaða? Hvers vegna er Hvammsvirkjun slæm fyrir laxastofna Þjórsár? - Lax leitar að sterkasta straumnum Landsvirkjun ætlar að breyta rennsli árinnar á þann hátt að kvíslin fyrir neðan virkjun hafi lágmarksrennsli upp á 10m3. Meðalrennsli í henni verði þó 40-60m3. Rennslið í dag er um 330m3. Fyrir neðan þessa kvísl kemur svo frárennslisskurður virkjunarinnar aftur út í árfarveg Þjórsár. Rennslið í frárennsliskurðinum mun vera margfalt meira en í kvíslinni. Laxar leita að sterkasta straumnum á leið sinni upp ána. Út af þessu mun frárennslisskurðurinn stoppa laxinn og gera honum mjög erfitt fyrir með að finna kvíslina sem hann þarf að synda upp í til að komast ofar í ána. -70% laxa fundu ekki farveginn í sambærilegri virkjun í Svíþjóð Sambærileg virkjun í ánni Umeälv í Svíþjóð bauð upp á sambærilegar aðstæður fyrir laxinn. Árið 1997 var gerð rannsókn á því hvernig sú virkjun hefði áhrif á göngumynstur laxins. Niðurstöður voru þær að 70% laxa fundu ekki farveginn sem þeir “áttu” að fara í. Það var ekki fyrr en að rennslið í kvíslinni hækkaði verulega að þeir fóru að rata þar upp. Að meðaltali tafði þetta gönguvegferð laxanna um 52 daga. Það er einfaldlega óásættanlegt inngrip inn í náttúrulegt ferli. -Skaðlegt að selflytja þúsundir villtra laxa Að ætla að veiða þúsundir laxa fyrir neðan virkjun og færa þá upp fyrir er einnig algjörlega óásættanlegt inngrip í náttúruna, og hvergi hefur komið fram hvernig í ósköpunum á að gera það án þess að valda skaða. -Laxaseiði hökkuð í túrbínum Landsvirkjunar Landsvirkjun heldur því fram að „seiðafleyta“ eigi að verða til þess að laxfiskaseiði á leið sinni niður ána muni komast leið sína ósködduð. Hins vegar má sjá í myndrænum framsetningum Landsvirkjunar að ekkert stoppar seiðin frá því að rata beint inn í túrbínurnar. Mikið traust er lagt á það að laxaseiðin haldi sig í yfirborðinu og rati þannig inn í seyðafleytuna. Það er hins vegar ekkert sem styður það að laxaseiðin muni halda sig alveg í yfirborðinu...þó að Landsvirkjun vilji það. Það er hegðun sem laxaseiði sýna fyrst og fremst þegar þau eru að synda í straum, ekki í uppistöðulóni. Aðal straumurinn, leiðir þau beint inn í túrbínurnar. Vatnsfallsvirkjanir hafa nú þegar þurrkað út laxastofna á mörgum stöðum í heiminum, og snýr laxaverndunarstarf á mörgum stöðum að því að fjarlægja hindranir og stíflur til þess að villtur lax komist aftur sína leið og geti ratað á hrygningastöðvar. Það er því ótrúlegt að nú eigi að ráðast í þessa miklu framkvæmd hér á landi án þess að geta staðhæft að villtir stofnar og lífríki muni ekki skaðast. Laxastofninn í Þjórsá er stærsti villti laxastofn landins og gríðalega mikivægur partur í lífríki Þjórsár. Ef að laxinn hverfur úr Þjórsá mun það hafa áhrif á allt annað lífríki, því að þetta helst jú allt í hendur. Líffræðilegur fjölbreytileiki mun skaðast og Þjórsá verður aldrei söm. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rangárþing ytra Orkumál Stangveiði Elvar Örn Friðriksson Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Landsvirkjun tekur ekki á alvarlegum vandamálum, sem við útlistum hér fyrir neðan, en ætlar samt sem áður að æða áfram og virkja. Laxastofninn í Þjórsá er sá stærsti á Íslandi og einn sá stærsti í Norður-Atlantshafi. Þetta er merkilegur stofn sem hefur aðlagast aðstæðum sínum í þúsundir ára. Verndarsjóður Villtra Laxastofna hefur ásamt fjölmörgun öðrum nattúruverndarsinnum og landeigendum á svæðinu árum saman bent á þá staðreynd að stofninum stafar hætta af virkjuninni og höfum við útvegað gögn sem sýna fram á hverju von er á. Hvammsvirkjun er skýrt dæmi um það hvernig á að eyðileggja náttúruna og finna svo út úr því seinna hvernig sé rétt að bregðast við skaðanum, ef það er á annað borð hægt. Þetta minnir óþægilega mikið á þá aðferðafræði sem norskir auðkýfingar með aðstoð íslenskra stjórnvalda hafa notað í sjókvíaeldi á Íslandi. Þ.e. æðum af stað og reynum svo að finna „mótvægisaðgerðir“ þegar umhverfisskaðinn verður ljós. Í þætti Kveiks benti oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps réttilega á það að hvergi hefur komið fram hvernig eigi að bregðast við ef laxastofnar og lífríki Þjórsár verða fyrir skaða. Þegar forstjóri Landsvirkjunar var spurður um málið kom fram að Landsvirkjun myndi bara sjá til þess að þetta væri í lagi. Ef laxinn kemst ekki upp ána þá ætla þeir einfaldlega að veiða laxana fyrir neðan og færa þá upp fyrir virkjun. Það hljómar eins og hvert annað grín. Við spyrjum hvernig sé hægt að ráðast í svona framkvæmd án þess að vita hver áhrifin eru á villta stofna, og hvernig á að bregðast við ef þessir stofnar skaðast. Hvernig er hægt að vinda ofan af óafturkræfum skaða? Hvers vegna er Hvammsvirkjun slæm fyrir laxastofna Þjórsár? - Lax leitar að sterkasta straumnum Landsvirkjun ætlar að breyta rennsli árinnar á þann hátt að kvíslin fyrir neðan virkjun hafi lágmarksrennsli upp á 10m3. Meðalrennsli í henni verði þó 40-60m3. Rennslið í dag er um 330m3. Fyrir neðan þessa kvísl kemur svo frárennslisskurður virkjunarinnar aftur út í árfarveg Þjórsár. Rennslið í frárennsliskurðinum mun vera margfalt meira en í kvíslinni. Laxar leita að sterkasta straumnum á leið sinni upp ána. Út af þessu mun frárennslisskurðurinn stoppa laxinn og gera honum mjög erfitt fyrir með að finna kvíslina sem hann þarf að synda upp í til að komast ofar í ána. -70% laxa fundu ekki farveginn í sambærilegri virkjun í Svíþjóð Sambærileg virkjun í ánni Umeälv í Svíþjóð bauð upp á sambærilegar aðstæður fyrir laxinn. Árið 1997 var gerð rannsókn á því hvernig sú virkjun hefði áhrif á göngumynstur laxins. Niðurstöður voru þær að 70% laxa fundu ekki farveginn sem þeir “áttu” að fara í. Það var ekki fyrr en að rennslið í kvíslinni hækkaði verulega að þeir fóru að rata þar upp. Að meðaltali tafði þetta gönguvegferð laxanna um 52 daga. Það er einfaldlega óásættanlegt inngrip inn í náttúrulegt ferli. -Skaðlegt að selflytja þúsundir villtra laxa Að ætla að veiða þúsundir laxa fyrir neðan virkjun og færa þá upp fyrir er einnig algjörlega óásættanlegt inngrip í náttúruna, og hvergi hefur komið fram hvernig í ósköpunum á að gera það án þess að valda skaða. -Laxaseiði hökkuð í túrbínum Landsvirkjunar Landsvirkjun heldur því fram að „seiðafleyta“ eigi að verða til þess að laxfiskaseiði á leið sinni niður ána muni komast leið sína ósködduð. Hins vegar má sjá í myndrænum framsetningum Landsvirkjunar að ekkert stoppar seiðin frá því að rata beint inn í túrbínurnar. Mikið traust er lagt á það að laxaseiðin haldi sig í yfirborðinu og rati þannig inn í seyðafleytuna. Það er hins vegar ekkert sem styður það að laxaseiðin muni halda sig alveg í yfirborðinu...þó að Landsvirkjun vilji það. Það er hegðun sem laxaseiði sýna fyrst og fremst þegar þau eru að synda í straum, ekki í uppistöðulóni. Aðal straumurinn, leiðir þau beint inn í túrbínurnar. Vatnsfallsvirkjanir hafa nú þegar þurrkað út laxastofna á mörgum stöðum í heiminum, og snýr laxaverndunarstarf á mörgum stöðum að því að fjarlægja hindranir og stíflur til þess að villtur lax komist aftur sína leið og geti ratað á hrygningastöðvar. Það er því ótrúlegt að nú eigi að ráðast í þessa miklu framkvæmd hér á landi án þess að geta staðhæft að villtir stofnar og lífríki muni ekki skaðast. Laxastofninn í Þjórsá er stærsti villti laxastofn landins og gríðalega mikivægur partur í lífríki Þjórsár. Ef að laxinn hverfur úr Þjórsá mun það hafa áhrif á allt annað lífríki, því að þetta helst jú allt í hendur. Líffræðilegur fjölbreytileiki mun skaðast og Þjórsá verður aldrei söm. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun