Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvenær tilkynnt var um mann að reyna að stela hraðbankanum en dagbókin nær yfir útköll í gærkvöldi og í nótt.
Bifreiðin sem hafði verið bundin við hraðbankann var mannlaus þegar lögreglumenn komu á vettvang. Málið er sagt í rannsókn.