Meistararnir jöfnuðu metin | Ógnarsterkur varnarleikur Knicks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 08:01 Eftir að lenda 2-0 undir hafa Stephen Curry og félagar jafnað metin. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors jafnaði metin gegn Sacramento Kings í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir æsispennandi leik í nótt. New York Knicks og Boston Celtics eru komin 3-1 yfir í sínu einvígi á meðan Minnesota Timberwolves sýndi smá lífsmark. Kóngarnir frá Sacramento leiddu 2-0 í einvígi sínu gegn ríkjandi meisturum í Golden State áður en Stríðsmennirnir komust á heimavöll. Eftir góðan sigur í þriðja leik liðanna var spennan gríðarleg fyrir leik næturinnar. Gestirnir frá Sacramento voru með forystuna framan af leik en heimamenn sneru dæminu við og leiddu undir lok leiks. Munurinn var eitt stig þegar Sacramento hélt í síðustu sókn leiksins. Harrison Barnes fékk tækifæri til að tryggja gestunum sigur en skot hans fór af hringnum og Golden State vann með minnsta mögulega mun, lokatölur 126-125. Að venju fór Stephen Curry fyrir sínum mönnum en hann skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Klay Thompson setti 26 stig og Jordan Poole 22 stig. Hjá gestunum var De‘Aaron Fox stigahæstur með 38 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Steph Curry (32 PTS) and De'Aaron Fox (38 PTS) were electrifying in Game 4!The star guards will compete next in Game 5 with the series tied 2-2 Wednesday, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/2qrBXtDriA— NBA (@NBA) April 23, 2023 New York Knicks heldur áfram að spila frábæra vörn en liðið vann níu stiga sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, lokatölur 102-93. Sigurinn þýðir að Knicks er komið 3-1 yfir í einvíginu og Cavaliers hefur ekki enn skorað yfir 100 stig í leik. Jalen Brunson var frábær í liði Knicks í nótt en hann skoraði 29 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. RJ Barrett kom þar á eftir með 26 stig. Þá virtist Julian Randle ekki ganga heill til skógar, hann spilaði aðeins 27 mínútur og skoraði aðeins sjö stig. Hjá Cleveland var Darius Garland með 23 stig og 10 stoðsendingar á meðan stórstjarnan Donovan Mitchell skoraði aðeins 11 stig. Jalen Brunson shines in Game 4 as the @nyknicks take a 3-1 series lead!29 PTS6 AST6 REBWNYK/CLE Game 5: Wednesday, 7 PM ET, NBA TV pic.twitter.com/1etOfwXKBW— NBA (@NBA) April 23, 2023 Boston Celtics er komið 3-1 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks eftir átta stiga sigur í nótt, lokatölur 129-121. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stigahæstir hjá Boston með 31 stig hvor. Trae Young skoraði 35 stig og gaf 15 stoðsendingar í liði Hawks. Jayson Tatum (31 PTS, 7 REB, 3 BLK) delivers in Game 4 to help the @celtics secure a 3-1 series lead!Game 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/MdpqRZp4w5— NBA (@NBA) April 24, 2023 Jaylen Brown's strong performance in the Game 4 win helps the @celtics to a 3-1 series lead!31 PTS | 12-22 FGMGame 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/HRSW1dlXMK— NBA (@NBA) April 24, 2023 Þá vann Minnesota Timberwolves loks leik gegn Denver Nuggets. Eftir framlengdan leik vann Minnesota sex stiga sigur, lokatölur 114-108. Staðan í einvíginu er því 3-1 Denver í vil. Anthony Edwards skoraði 34 stig hjá Timberwolves á meðan Nikola Jokić skoraði 43 í liði Denver. Anthony Edwards shines in the @Timberwolves Game 4 win 34 PTS, 6 REB, 5 AST, 3 BLK, 2 STL, 5 3PMMIN/DEN Game 5: Tuesday, 9pm/et, NBA TV pic.twitter.com/meOJfFhgIx— NBA (@NBA) April 24, 2023 Updated bracket following Sunday's action pic.twitter.com/zKPykRGCfi— NBA (@NBA) April 24, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Kóngarnir frá Sacramento leiddu 2-0 í einvígi sínu gegn ríkjandi meisturum í Golden State áður en Stríðsmennirnir komust á heimavöll. Eftir góðan sigur í þriðja leik liðanna var spennan gríðarleg fyrir leik næturinnar. Gestirnir frá Sacramento voru með forystuna framan af leik en heimamenn sneru dæminu við og leiddu undir lok leiks. Munurinn var eitt stig þegar Sacramento hélt í síðustu sókn leiksins. Harrison Barnes fékk tækifæri til að tryggja gestunum sigur en skot hans fór af hringnum og Golden State vann með minnsta mögulega mun, lokatölur 126-125. Að venju fór Stephen Curry fyrir sínum mönnum en hann skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Klay Thompson setti 26 stig og Jordan Poole 22 stig. Hjá gestunum var De‘Aaron Fox stigahæstur með 38 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Steph Curry (32 PTS) and De'Aaron Fox (38 PTS) were electrifying in Game 4!The star guards will compete next in Game 5 with the series tied 2-2 Wednesday, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/2qrBXtDriA— NBA (@NBA) April 23, 2023 New York Knicks heldur áfram að spila frábæra vörn en liðið vann níu stiga sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, lokatölur 102-93. Sigurinn þýðir að Knicks er komið 3-1 yfir í einvíginu og Cavaliers hefur ekki enn skorað yfir 100 stig í leik. Jalen Brunson var frábær í liði Knicks í nótt en hann skoraði 29 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. RJ Barrett kom þar á eftir með 26 stig. Þá virtist Julian Randle ekki ganga heill til skógar, hann spilaði aðeins 27 mínútur og skoraði aðeins sjö stig. Hjá Cleveland var Darius Garland með 23 stig og 10 stoðsendingar á meðan stórstjarnan Donovan Mitchell skoraði aðeins 11 stig. Jalen Brunson shines in Game 4 as the @nyknicks take a 3-1 series lead!29 PTS6 AST6 REBWNYK/CLE Game 5: Wednesday, 7 PM ET, NBA TV pic.twitter.com/1etOfwXKBW— NBA (@NBA) April 23, 2023 Boston Celtics er komið 3-1 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks eftir átta stiga sigur í nótt, lokatölur 129-121. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stigahæstir hjá Boston með 31 stig hvor. Trae Young skoraði 35 stig og gaf 15 stoðsendingar í liði Hawks. Jayson Tatum (31 PTS, 7 REB, 3 BLK) delivers in Game 4 to help the @celtics secure a 3-1 series lead!Game 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/MdpqRZp4w5— NBA (@NBA) April 24, 2023 Jaylen Brown's strong performance in the Game 4 win helps the @celtics to a 3-1 series lead!31 PTS | 12-22 FGMGame 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/HRSW1dlXMK— NBA (@NBA) April 24, 2023 Þá vann Minnesota Timberwolves loks leik gegn Denver Nuggets. Eftir framlengdan leik vann Minnesota sex stiga sigur, lokatölur 114-108. Staðan í einvíginu er því 3-1 Denver í vil. Anthony Edwards skoraði 34 stig hjá Timberwolves á meðan Nikola Jokić skoraði 43 í liði Denver. Anthony Edwards shines in the @Timberwolves Game 4 win 34 PTS, 6 REB, 5 AST, 3 BLK, 2 STL, 5 3PMMIN/DEN Game 5: Tuesday, 9pm/et, NBA TV pic.twitter.com/meOJfFhgIx— NBA (@NBA) April 24, 2023 Updated bracket following Sunday's action pic.twitter.com/zKPykRGCfi— NBA (@NBA) April 24, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum