Meistararnir jöfnuðu metin | Ógnarsterkur varnarleikur Knicks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 08:01 Eftir að lenda 2-0 undir hafa Stephen Curry og félagar jafnað metin. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors jafnaði metin gegn Sacramento Kings í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir æsispennandi leik í nótt. New York Knicks og Boston Celtics eru komin 3-1 yfir í sínu einvígi á meðan Minnesota Timberwolves sýndi smá lífsmark. Kóngarnir frá Sacramento leiddu 2-0 í einvígi sínu gegn ríkjandi meisturum í Golden State áður en Stríðsmennirnir komust á heimavöll. Eftir góðan sigur í þriðja leik liðanna var spennan gríðarleg fyrir leik næturinnar. Gestirnir frá Sacramento voru með forystuna framan af leik en heimamenn sneru dæminu við og leiddu undir lok leiks. Munurinn var eitt stig þegar Sacramento hélt í síðustu sókn leiksins. Harrison Barnes fékk tækifæri til að tryggja gestunum sigur en skot hans fór af hringnum og Golden State vann með minnsta mögulega mun, lokatölur 126-125. Að venju fór Stephen Curry fyrir sínum mönnum en hann skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Klay Thompson setti 26 stig og Jordan Poole 22 stig. Hjá gestunum var De‘Aaron Fox stigahæstur með 38 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Steph Curry (32 PTS) and De'Aaron Fox (38 PTS) were electrifying in Game 4!The star guards will compete next in Game 5 with the series tied 2-2 Wednesday, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/2qrBXtDriA— NBA (@NBA) April 23, 2023 New York Knicks heldur áfram að spila frábæra vörn en liðið vann níu stiga sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, lokatölur 102-93. Sigurinn þýðir að Knicks er komið 3-1 yfir í einvíginu og Cavaliers hefur ekki enn skorað yfir 100 stig í leik. Jalen Brunson var frábær í liði Knicks í nótt en hann skoraði 29 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. RJ Barrett kom þar á eftir með 26 stig. Þá virtist Julian Randle ekki ganga heill til skógar, hann spilaði aðeins 27 mínútur og skoraði aðeins sjö stig. Hjá Cleveland var Darius Garland með 23 stig og 10 stoðsendingar á meðan stórstjarnan Donovan Mitchell skoraði aðeins 11 stig. Jalen Brunson shines in Game 4 as the @nyknicks take a 3-1 series lead!29 PTS6 AST6 REBWNYK/CLE Game 5: Wednesday, 7 PM ET, NBA TV pic.twitter.com/1etOfwXKBW— NBA (@NBA) April 23, 2023 Boston Celtics er komið 3-1 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks eftir átta stiga sigur í nótt, lokatölur 129-121. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stigahæstir hjá Boston með 31 stig hvor. Trae Young skoraði 35 stig og gaf 15 stoðsendingar í liði Hawks. Jayson Tatum (31 PTS, 7 REB, 3 BLK) delivers in Game 4 to help the @celtics secure a 3-1 series lead!Game 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/MdpqRZp4w5— NBA (@NBA) April 24, 2023 Jaylen Brown's strong performance in the Game 4 win helps the @celtics to a 3-1 series lead!31 PTS | 12-22 FGMGame 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/HRSW1dlXMK— NBA (@NBA) April 24, 2023 Þá vann Minnesota Timberwolves loks leik gegn Denver Nuggets. Eftir framlengdan leik vann Minnesota sex stiga sigur, lokatölur 114-108. Staðan í einvíginu er því 3-1 Denver í vil. Anthony Edwards skoraði 34 stig hjá Timberwolves á meðan Nikola Jokić skoraði 43 í liði Denver. Anthony Edwards shines in the @Timberwolves Game 4 win 34 PTS, 6 REB, 5 AST, 3 BLK, 2 STL, 5 3PMMIN/DEN Game 5: Tuesday, 9pm/et, NBA TV pic.twitter.com/meOJfFhgIx— NBA (@NBA) April 24, 2023 Updated bracket following Sunday's action pic.twitter.com/zKPykRGCfi— NBA (@NBA) April 24, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Kóngarnir frá Sacramento leiddu 2-0 í einvígi sínu gegn ríkjandi meisturum í Golden State áður en Stríðsmennirnir komust á heimavöll. Eftir góðan sigur í þriðja leik liðanna var spennan gríðarleg fyrir leik næturinnar. Gestirnir frá Sacramento voru með forystuna framan af leik en heimamenn sneru dæminu við og leiddu undir lok leiks. Munurinn var eitt stig þegar Sacramento hélt í síðustu sókn leiksins. Harrison Barnes fékk tækifæri til að tryggja gestunum sigur en skot hans fór af hringnum og Golden State vann með minnsta mögulega mun, lokatölur 126-125. Að venju fór Stephen Curry fyrir sínum mönnum en hann skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Klay Thompson setti 26 stig og Jordan Poole 22 stig. Hjá gestunum var De‘Aaron Fox stigahæstur með 38 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Steph Curry (32 PTS) and De'Aaron Fox (38 PTS) were electrifying in Game 4!The star guards will compete next in Game 5 with the series tied 2-2 Wednesday, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/2qrBXtDriA— NBA (@NBA) April 23, 2023 New York Knicks heldur áfram að spila frábæra vörn en liðið vann níu stiga sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, lokatölur 102-93. Sigurinn þýðir að Knicks er komið 3-1 yfir í einvíginu og Cavaliers hefur ekki enn skorað yfir 100 stig í leik. Jalen Brunson var frábær í liði Knicks í nótt en hann skoraði 29 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. RJ Barrett kom þar á eftir með 26 stig. Þá virtist Julian Randle ekki ganga heill til skógar, hann spilaði aðeins 27 mínútur og skoraði aðeins sjö stig. Hjá Cleveland var Darius Garland með 23 stig og 10 stoðsendingar á meðan stórstjarnan Donovan Mitchell skoraði aðeins 11 stig. Jalen Brunson shines in Game 4 as the @nyknicks take a 3-1 series lead!29 PTS6 AST6 REBWNYK/CLE Game 5: Wednesday, 7 PM ET, NBA TV pic.twitter.com/1etOfwXKBW— NBA (@NBA) April 23, 2023 Boston Celtics er komið 3-1 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks eftir átta stiga sigur í nótt, lokatölur 129-121. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stigahæstir hjá Boston með 31 stig hvor. Trae Young skoraði 35 stig og gaf 15 stoðsendingar í liði Hawks. Jayson Tatum (31 PTS, 7 REB, 3 BLK) delivers in Game 4 to help the @celtics secure a 3-1 series lead!Game 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/MdpqRZp4w5— NBA (@NBA) April 24, 2023 Jaylen Brown's strong performance in the Game 4 win helps the @celtics to a 3-1 series lead!31 PTS | 12-22 FGMGame 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/HRSW1dlXMK— NBA (@NBA) April 24, 2023 Þá vann Minnesota Timberwolves loks leik gegn Denver Nuggets. Eftir framlengdan leik vann Minnesota sex stiga sigur, lokatölur 114-108. Staðan í einvíginu er því 3-1 Denver í vil. Anthony Edwards skoraði 34 stig hjá Timberwolves á meðan Nikola Jokić skoraði 43 í liði Denver. Anthony Edwards shines in the @Timberwolves Game 4 win 34 PTS, 6 REB, 5 AST, 3 BLK, 2 STL, 5 3PMMIN/DEN Game 5: Tuesday, 9pm/et, NBA TV pic.twitter.com/meOJfFhgIx— NBA (@NBA) April 24, 2023 Updated bracket following Sunday's action pic.twitter.com/zKPykRGCfi— NBA (@NBA) April 24, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik