Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 25. apríl 2023 11:06 Slökkviliði barst útkall um klukkan tvö í nótt en eldurinn var ekki slökktur fyrr en um klukkan átta í morgun. Vísir/Egill Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. „Við fyrstu tilkynningu sjáum við að það er tilkynnt um eld í skipi í Njarðvíkurhöfn sem sé sirka 200 tonna netabátur. Þegar fyrsti dælubíll kemur á staðinn sér hann strax að það er mjög mikill hiti og eldur í skipinu þannig að ákveðið er að kalla út allt lið Brunavarna Suðurnesja,“ segir Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Klippa: Skipsbruni í Njarðvík Lögregla hafi flutt einn, sem komst út að sjálfsdáðum, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Annar, sem var um borð í skipinu ögn lengur, hafi verið fluttur þangað af sjúkrabíl en um hálftíma síðar á Landspítalann í Fossvogi. Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjórinn á Grímsnesi, greindi frá því í viðtali við fréttastofu að sá sem var fluttur á Landspítala hafi verið með mikið brunasár á baki og sé nú haldið sofandi. Þá hafi öll áhöfnin, samtals sjö skipverjar, verið umborð í skipinu þegar eldurinn kviknaði en fjórir hafi komist út hratt og örugglega. „Þá liggur fyrir að þriðji aðilinn er um borð. Aðstæður voru töluvert erfiðar. Reykköfunarteymi fer inn um lúgu og finna mannin á millidekkinu og koma honum að lúgunni. Síðan er töluverð vinna við að ná manninum upp. Það þurfti að hífa hann upp á dekkið. Þegar hann er kominn upp eru hafnar endurlífgunartilraunir á manninum sem því miður tókust ekki,“ segir Sigurður. Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir slökkvistarfið hafa verið mjög erfitt.Vísir/Egill Maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sigvaldi sagði í samtali við fréttastofu fyrr í morgun að maðurinn sé pólskur og hafi starfað hjá honum í um áratug en búið mun lengur hér á landi. Hann láti eftir sig eiginkonu og unglingssson í Póllandi. Sigurður segir eldinn hafa verið mjög erfiðann við að fást. Hitamyndavélar hafi mælt eldinn um 500 gráðu heitan. Slökkvilið er enn við vinnu í höfninni.Vísir/Egill „Eldur í skipun er einn sá erfiðari sem við eigum við að etja. Sérstaklega vegna mikils hita sem skapast: Stálið og það er alltaf erfitt að ventílera svona skip og koma hitanum í burtu. Það var rosalega mikill hiti allan tíman og þeir áttu í töluverðum erfiðleikum með að koma honum í burt. Þeir náðu að opna stjórnborðslúguna og þá náðu þeir aðeins að ventílera skipið og komast að eldinum,“ segir Sigurður. Enn sé óvíst hvar eldurinn kviknaði en eldur hafi logað út um alla glugga í brúnni. Eftir að slökkvistarf hófst hafi skipið farið að halla talsvert á bakborða. Mikill eldur var í skipinu.Vísir/Egill „Þá var hleypt úr tönkum til að rétta skipið af og svo var ákveðið að færa skipið innar í höfnina. Í öryggisskyni var sett flotgirðing í kring ef það kæmi til mengun frá skipinu. Slökkvistarfið stóð eiginlega til alveg átt í morgun. Það er enn verið að athuga með glæður og nú verið að dæla úr skipinu til að létta á því.“ Reykjanesbær Slökkvilið Lögreglumál Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
„Við fyrstu tilkynningu sjáum við að það er tilkynnt um eld í skipi í Njarðvíkurhöfn sem sé sirka 200 tonna netabátur. Þegar fyrsti dælubíll kemur á staðinn sér hann strax að það er mjög mikill hiti og eldur í skipinu þannig að ákveðið er að kalla út allt lið Brunavarna Suðurnesja,“ segir Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Klippa: Skipsbruni í Njarðvík Lögregla hafi flutt einn, sem komst út að sjálfsdáðum, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Annar, sem var um borð í skipinu ögn lengur, hafi verið fluttur þangað af sjúkrabíl en um hálftíma síðar á Landspítalann í Fossvogi. Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjórinn á Grímsnesi, greindi frá því í viðtali við fréttastofu að sá sem var fluttur á Landspítala hafi verið með mikið brunasár á baki og sé nú haldið sofandi. Þá hafi öll áhöfnin, samtals sjö skipverjar, verið umborð í skipinu þegar eldurinn kviknaði en fjórir hafi komist út hratt og örugglega. „Þá liggur fyrir að þriðji aðilinn er um borð. Aðstæður voru töluvert erfiðar. Reykköfunarteymi fer inn um lúgu og finna mannin á millidekkinu og koma honum að lúgunni. Síðan er töluverð vinna við að ná manninum upp. Það þurfti að hífa hann upp á dekkið. Þegar hann er kominn upp eru hafnar endurlífgunartilraunir á manninum sem því miður tókust ekki,“ segir Sigurður. Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir slökkvistarfið hafa verið mjög erfitt.Vísir/Egill Maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sigvaldi sagði í samtali við fréttastofu fyrr í morgun að maðurinn sé pólskur og hafi starfað hjá honum í um áratug en búið mun lengur hér á landi. Hann láti eftir sig eiginkonu og unglingssson í Póllandi. Sigurður segir eldinn hafa verið mjög erfiðann við að fást. Hitamyndavélar hafi mælt eldinn um 500 gráðu heitan. Slökkvilið er enn við vinnu í höfninni.Vísir/Egill „Eldur í skipun er einn sá erfiðari sem við eigum við að etja. Sérstaklega vegna mikils hita sem skapast: Stálið og það er alltaf erfitt að ventílera svona skip og koma hitanum í burtu. Það var rosalega mikill hiti allan tíman og þeir áttu í töluverðum erfiðleikum með að koma honum í burt. Þeir náðu að opna stjórnborðslúguna og þá náðu þeir aðeins að ventílera skipið og komast að eldinum,“ segir Sigurður. Enn sé óvíst hvar eldurinn kviknaði en eldur hafi logað út um alla glugga í brúnni. Eftir að slökkvistarf hófst hafi skipið farið að halla talsvert á bakborða. Mikill eldur var í skipinu.Vísir/Egill „Þá var hleypt úr tönkum til að rétta skipið af og svo var ákveðið að færa skipið innar í höfnina. Í öryggisskyni var sett flotgirðing í kring ef það kæmi til mengun frá skipinu. Slökkvistarfið stóð eiginlega til alveg átt í morgun. Það er enn verið að athuga með glæður og nú verið að dæla úr skipinu til að létta á því.“
Reykjanesbær Slökkvilið Lögreglumál Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45