Kveðja Hannes Hólmstein með alþjóðlegri ráðstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 10:35 Hannes Hólmsteinn Gissurarson varð sjötugur í febrúar. Opinberir starfsmenn þurfa að láta af störfum við þann aldur. Vísir/Vilhelm Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar Íslands og barnabarn síðasta keisara Austurríkis eru á meðal frummælenda á alþjóðlegri ráðstefnu í tilefni starfsloka Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálaheimspeki, í næsta mánuði. Hannes varð sjötugur 19. febrúar. Í föstum pistli sínum í Morgunblaðinu harmaði hann að þá væri opinberum starfsmönnum gert að láta af störfum. Hann skrifaði jafnframt í Facebook-færslu í mars að honum yrði brátt gert að rýma skrifstofu sína í Odda á háskólasvæðinu. Þá geri hann ráð fyrir að nýta betur rannsóknasetur sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu og dvelja stærri hluta úr árinu þar. Ráðstefna til heiðurs Hannesi verður haldin föstudaginn 12. maí. Þar heldur fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna erindi um ýmis málefni, þar á meðal peningamál, efnahagshrunið, stjórn fiskveiða og Úkraínustríðið. Davíð, Geir og Bjarni. Alvöru dagskrá. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins halda tölu á ráðstefnunni. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar að ræða umbætur og frelsisvæðingu Íslands í stjórnartíð sinni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, talar um „einstök“ viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagshruninu. Geir var forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi. Þá ætlar Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, að lýsa lærdómi af hröðum efnahagsbata Íslands eftir bankahrunið. Habsborgari í hópi ræðumanna Á meðal annarra ræðumanna er Gabriela von Habsburg, fyrrverandi sendiherra Georgíu í Þýskalandi og barnabarn Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis, og Yana Hrynko, safnstjóri þjóðarmorðssafnsins í Kænugarði. Auk þeirra halda íslensku fræðimennirnir Þráinn Eggertsson, Þór Whitehead og Ragnar Árnason tölur. Eva Marín Hlynsdóttir, forseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, og Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, stýra ráðstefnunni. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verður veislustjóri í móttöku við lok ráðstefnunnar. Háskólar Vistaskipti Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Hannes varð sjötugur 19. febrúar. Í föstum pistli sínum í Morgunblaðinu harmaði hann að þá væri opinberum starfsmönnum gert að láta af störfum. Hann skrifaði jafnframt í Facebook-færslu í mars að honum yrði brátt gert að rýma skrifstofu sína í Odda á háskólasvæðinu. Þá geri hann ráð fyrir að nýta betur rannsóknasetur sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu og dvelja stærri hluta úr árinu þar. Ráðstefna til heiðurs Hannesi verður haldin föstudaginn 12. maí. Þar heldur fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna erindi um ýmis málefni, þar á meðal peningamál, efnahagshrunið, stjórn fiskveiða og Úkraínustríðið. Davíð, Geir og Bjarni. Alvöru dagskrá. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins halda tölu á ráðstefnunni. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar að ræða umbætur og frelsisvæðingu Íslands í stjórnartíð sinni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, talar um „einstök“ viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagshruninu. Geir var forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi. Þá ætlar Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, að lýsa lærdómi af hröðum efnahagsbata Íslands eftir bankahrunið. Habsborgari í hópi ræðumanna Á meðal annarra ræðumanna er Gabriela von Habsburg, fyrrverandi sendiherra Georgíu í Þýskalandi og barnabarn Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis, og Yana Hrynko, safnstjóri þjóðarmorðssafnsins í Kænugarði. Auk þeirra halda íslensku fræðimennirnir Þráinn Eggertsson, Þór Whitehead og Ragnar Árnason tölur. Eva Marín Hlynsdóttir, forseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, og Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, stýra ráðstefnunni. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verður veislustjóri í móttöku við lok ráðstefnunnar.
Háskólar Vistaskipti Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira