Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. maí 2023 18:38 Leiðtogar Norðurlanda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Helsinki í dag. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aukning á framlagi Íslands til Úkraínu verði kynnt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi seinna í mánuðinum. Hún segir að það framlag sem þegar hafi verið kynnt á þessu ári, sé til jafns á við allt framlag Íslands á síðasta ári en bætt verði frekar í. „Við ætlum okkur að gera betur í þessu,“ sagði Katrín en hún vildi ekki fara nánar út í það að svo stöddu þegar Heimir Már Pétursson ræddi við hana í Helsinki í Finnlandi í dag. Katrín hafði þá lokið fundi með leiðtogum Norðurlanda og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sem mætti óvænt til Finnlands í dag. „Fyrst og fremst er ætlunin að ítreka stuðning Norðurlanda við Úkraínu og það var svo sannarlega gert á þessum fundi og öll ríkin hafa lagt sitt af mörkum til Úkraínu,“ sagði Katrín um fundinn með Selenskí. Katrín segir að meðal annars hafi einnig verið rætt um þær friðartillögur sem Úkraínumenn hafa lagt fram, sem miði að því hvernig tryggja megi réttlátan frið. „Það er að segja frið sem byggir ekki á því að annað ríki geti ruðst inn og kúgað hitt,“ sagði Katrín. Hún sagði að hluti af þessum tillögum yrði ræddur á leiðtogafundinum. Sá fundur var einnig ræddur í Helsinki í dag, hvað liggi fyrir á honum og hvað annað sé hægt að ræða þar. „Norrænt samtal“ Katrín sagði að Norðurlöndin sem heild vera stærri en þegar ríkin væru lögð saman eitt og eitt. Því væru fundir sem þessi mjög mikilvægir. „Við auðvitað tölum fyrir ákveðnum grunngildum, Norðurlöndin, þannig að ég held að það skipti verulega miklu máli að eiga svona fund,“ sagði Katrín. „Við höfum verið mjög samstillt í okkar aðgerðum, þó aðstæður í hverju landi séu misjafnar og mér fannst samtalið á þessum fundi frjálslegt.“ Hún sagði samtalið á fyrri fundinum í dag hafa verið „mjög norrænt“ og að ýmsir valmöguleikar sem ekki væri hefð fyrir að ræða, hefðu verið ræddir. Katrín sagði Norðurlönd hafa stillt strengi sína varðandi aðstoð til Úkraínu. „Við erum auðvitað búin að vera í töluverðu sambandi um þetta en núna þegar við erum að ræða mögulegar leiðir til einhverra lausna, friðartillögur Úkraínumanna. Þá munar gríðarlega um þá reynslu sem býr hjá norrænum stjórnvöldum, hvert á sínu sviði getum við sagt, inn í slíkt samtal.“ Ræddi aðstoð Íslands við Selenskí Á fundinum með Selenskí í dag segir Katrín að þar hafi sérstaklega verið rætt um mögulegar niðurstöður leiðtogafundarins í Reykjavík. „Ég var að upplýsa hann um nýjustu stöðuna á þeim málum og þar er auðvitað sérstaklega búið að vera að fjalla um þessa tjónaskrá, um það tjón sem Rússar hafa valdið með innrásinni. Það er líka búið að vera að fjalla um mögulegar leiðir til þess að sú skrá geti skilað raunverulegum aðgerðum í þágu Úkraínu,“ segir Katrín. Hún segir að einnig hafi verið talað um einstaka þætti friðartillagnanna sem varði ábyrgðaskyldu, hvernig bæta megi umhverfisskaða sem stríðið hefði valdið og fleira. Katrín segir ekki liggja fyrir hvort Selenskí hafi tök á að sækja fundinn í Reykjavík, en erindrekar frá Úkraínu muni í það minnsta sækja hann. „Svo ræddum við auðvitað líka áframhaldandi stuðning Íslands og vorum í raun og veru að halda áfram samtali sem við hófum í Kyiv um hvernig hann megi best nýtast.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
„Við ætlum okkur að gera betur í þessu,“ sagði Katrín en hún vildi ekki fara nánar út í það að svo stöddu þegar Heimir Már Pétursson ræddi við hana í Helsinki í Finnlandi í dag. Katrín hafði þá lokið fundi með leiðtogum Norðurlanda og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sem mætti óvænt til Finnlands í dag. „Fyrst og fremst er ætlunin að ítreka stuðning Norðurlanda við Úkraínu og það var svo sannarlega gert á þessum fundi og öll ríkin hafa lagt sitt af mörkum til Úkraínu,“ sagði Katrín um fundinn með Selenskí. Katrín segir að meðal annars hafi einnig verið rætt um þær friðartillögur sem Úkraínumenn hafa lagt fram, sem miði að því hvernig tryggja megi réttlátan frið. „Það er að segja frið sem byggir ekki á því að annað ríki geti ruðst inn og kúgað hitt,“ sagði Katrín. Hún sagði að hluti af þessum tillögum yrði ræddur á leiðtogafundinum. Sá fundur var einnig ræddur í Helsinki í dag, hvað liggi fyrir á honum og hvað annað sé hægt að ræða þar. „Norrænt samtal“ Katrín sagði að Norðurlöndin sem heild vera stærri en þegar ríkin væru lögð saman eitt og eitt. Því væru fundir sem þessi mjög mikilvægir. „Við auðvitað tölum fyrir ákveðnum grunngildum, Norðurlöndin, þannig að ég held að það skipti verulega miklu máli að eiga svona fund,“ sagði Katrín. „Við höfum verið mjög samstillt í okkar aðgerðum, þó aðstæður í hverju landi séu misjafnar og mér fannst samtalið á þessum fundi frjálslegt.“ Hún sagði samtalið á fyrri fundinum í dag hafa verið „mjög norrænt“ og að ýmsir valmöguleikar sem ekki væri hefð fyrir að ræða, hefðu verið ræddir. Katrín sagði Norðurlönd hafa stillt strengi sína varðandi aðstoð til Úkraínu. „Við erum auðvitað búin að vera í töluverðu sambandi um þetta en núna þegar við erum að ræða mögulegar leiðir til einhverra lausna, friðartillögur Úkraínumanna. Þá munar gríðarlega um þá reynslu sem býr hjá norrænum stjórnvöldum, hvert á sínu sviði getum við sagt, inn í slíkt samtal.“ Ræddi aðstoð Íslands við Selenskí Á fundinum með Selenskí í dag segir Katrín að þar hafi sérstaklega verið rætt um mögulegar niðurstöður leiðtogafundarins í Reykjavík. „Ég var að upplýsa hann um nýjustu stöðuna á þeim málum og þar er auðvitað sérstaklega búið að vera að fjalla um þessa tjónaskrá, um það tjón sem Rússar hafa valdið með innrásinni. Það er líka búið að vera að fjalla um mögulegar leiðir til þess að sú skrá geti skilað raunverulegum aðgerðum í þágu Úkraínu,“ segir Katrín. Hún segir að einnig hafi verið talað um einstaka þætti friðartillagnanna sem varði ábyrgðaskyldu, hvernig bæta megi umhverfisskaða sem stríðið hefði valdið og fleira. Katrín segir ekki liggja fyrir hvort Selenskí hafi tök á að sækja fundinn í Reykjavík, en erindrekar frá Úkraínu muni í það minnsta sækja hann. „Svo ræddum við auðvitað líka áframhaldandi stuðning Íslands og vorum í raun og veru að halda áfram samtali sem við hófum í Kyiv um hvernig hann megi best nýtast.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05
„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55