Rekin úr íbúðinni vegna smáhunds fósturdóttur sinnar Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2023 09:04 Monika Makowska segir hundinn bjargræði fyrir fósturdóttur sína sem hún tók að sér eftir að stúlkan missti fjölskyldu sína í skelfilegu bílslysi. vísir/vilhelm Monika Macowska leigjandi er afar ósátt við hvernig staðið var að riftun leigusamnings hennar og á hvaða forsendum. Smáhundur sem hún fékk fyrir fósturdóttur sína sem er að eiga við áfallastreituröskun eftir alvarlegt áfall er uppgefin ástæða uppsagnarinnar. Formaður húsfélagsins, sem jafnframt er leigusali hennar, sagði leigusamningnum upp á þeim forsendum að Monika hafi gerst brotleg við reglur um gæludýrahald. Það sé bannað í blokkinni sem stendur við Blásali 22 í Kópavogi. Um er að ræða stórt fjölbýlishús. Monika segir þetta ekki standast því í húsinu séu aðrir hundar auk annarra gæludýra. Þær mæðgur fyrir framan blokkina sem þeim hefur nú verið gert að yfirgefa.vísir/vilhelm „Þetta er mjög ósanngjarnt,“ segir Monika í samtali við Vísi. „Það eru þrír hundar í húsinu og ég þarf að flytja?! Ég skil ekki af hverju?“ Hundurinn ómetanlegur fyrir stúlku í áfalli Það sem gerir málið sérlega viðkvæmt og átakanlegt í senn er að Monika, sem er frá Póllandi, fékk hundinn sérstaklega fyrir fósturdóttur sína sem hefur nú um árabil mátt eiga við alvarlega áfallastreituröskun. Hún missti fjölskyldu sína í skelfilegu bílslysi 2017 en fjallað var um það í fréttum á sínum tíma. Monika tók stúlkuna að sér í kjölfarið en faðir hennar er bróðir Moniku. Stúlkan hefur mátt eiga við afleiðingar þessa skelfilega áfalls og segir Monika hundinn hafa reynst ómetanlegur fyrir stúlkuna. Henni líði miklu betur eftir að hundurinn kom til sögunnar. Hér sé því ekki um það að ræða að hún hafi verið að fá sér hund upp á sportið. Monika segist hafa reynt að benda leigusala sínum á þessa stöðu en allt hafi komið fyrir ekki. „Leigusalinn segir að það megi vel vera að hundurinn hafi góð áhrif á stelpuna en hún sé einfaldlega ekki sérfróð á þessu sviði og þar við situr.“ Staðan er hins vegar sú að hægara sé sagt en gert að losa sig við hundinn. Það hefði afar slæm áhrif á stúlkuna. Segir ekkert ónæði stafa af hundinum Monika segir ekkert ónæði stafa af hundinum, þvert á móti sé hann afskaplega þægilegur smáhundur, hann gelti lítið sem ekkert og þegar hún fari með hann út þá haldi hún alltaf á honum. Þannig að hún telur þessa ástæðu uppsagnar leigusamningsins afar hæpna. Monika segir ekkert ónæði fylgja hundinum og það sem meira er, í blokkinni eru fleiri hundar en henni einni er gert að hlýta ströngum reglum, banni við gæludýrahaldi.vísir/vilhelm Leigjendasamtökin hafa látið þetta mál til sín taka en að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns er þetta stórmál í húsfélaginu. Leigusalinn hafi verið í stjórn húsfélagsins, sé nú í varastjórn auk þess að vera leigusali en búi sjálf í einbýlishúsi í Garðabæ. Hún sé fyrrverandi erindreki í Brussel. Guðmundur Hrafn segir athugasemdir samtakanna snúa að því að ekki sé gætt jafnræðis. „Við gerðum athugasemdir við það að hún væri að beita leigjandann öðrum ákvæðum en gilda um aðra íbúa hússins,“ segir Guðmundur Hrafn. Leigendasamtökin telja riftunina ekki standast skoðun Formaðurinn segir það vissulega svo að gæludýrahald sé samkvæmt reglum húsfélagsins bannað en í húsinu séu fullt af gæludýrum og ekki hafi verið farið í neinar aðgerðir gegn þeim sem þau halda. Nú virðist eiga að skapa eitthvað fordæmi með því að flæma Moniku á brott. Guðmundur Hrafn hjá Leigjendasamtökunum segir mál Moniku sýna svart á hvítu hversu berskjaldaðir leigjendur séu; þeir séu upp á náð og miskunn leigusala sinna komnir. Annars blasi gatan við.vísir/vilhelm „Þetta mál sýnir glögglega þennan hrikalega valdamismun milli leigusala og leigjanda sem eru í afar viðkvæmri stöðu og kúgaðir. Varnarleysið er algert,“ segir Guðmundur Hrafn. Lögmenn samtakanna hafa farið yfir málið og vilja fá riftuninni hnekkt meðal annars á þeim forsendum að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Hún hafi verið munnleg og í stopulum messenger-skilaboðum. „Svona riftanir halda aldrei fyrir dómi nema rétt sé að þeim staðið,“ segir Guðmundur Hrafn og um það gildi skýrar reglur. Þar þurfi að koma fram viðvörun og ef til dæmis það er svo að leigjanda sé sagt upp leigusamningi þurfi að koma til viðvörun og líði tveir mánuðir á milli þeirra, þá sé þar kominn byrjunarreitur – og sex mánaða uppsagnarfrestur. Málið hefur verið kært og verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness strax eftir helgi. Uppfært 8. maí kl: 13:22 Mishermt var í fréttinni að téður leigusali væri formaður húsfélagsins, rétt er að hann var í stjórn og er nú í varastjórn félagsins. Lesendur eru beðnir velvirðingar á ónákvæmninni. Kópavogur Leigumarkaður Húsnæðismál Dómsmál Hundar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Formaður húsfélagsins, sem jafnframt er leigusali hennar, sagði leigusamningnum upp á þeim forsendum að Monika hafi gerst brotleg við reglur um gæludýrahald. Það sé bannað í blokkinni sem stendur við Blásali 22 í Kópavogi. Um er að ræða stórt fjölbýlishús. Monika segir þetta ekki standast því í húsinu séu aðrir hundar auk annarra gæludýra. Þær mæðgur fyrir framan blokkina sem þeim hefur nú verið gert að yfirgefa.vísir/vilhelm „Þetta er mjög ósanngjarnt,“ segir Monika í samtali við Vísi. „Það eru þrír hundar í húsinu og ég þarf að flytja?! Ég skil ekki af hverju?“ Hundurinn ómetanlegur fyrir stúlku í áfalli Það sem gerir málið sérlega viðkvæmt og átakanlegt í senn er að Monika, sem er frá Póllandi, fékk hundinn sérstaklega fyrir fósturdóttur sína sem hefur nú um árabil mátt eiga við alvarlega áfallastreituröskun. Hún missti fjölskyldu sína í skelfilegu bílslysi 2017 en fjallað var um það í fréttum á sínum tíma. Monika tók stúlkuna að sér í kjölfarið en faðir hennar er bróðir Moniku. Stúlkan hefur mátt eiga við afleiðingar þessa skelfilega áfalls og segir Monika hundinn hafa reynst ómetanlegur fyrir stúlkuna. Henni líði miklu betur eftir að hundurinn kom til sögunnar. Hér sé því ekki um það að ræða að hún hafi verið að fá sér hund upp á sportið. Monika segist hafa reynt að benda leigusala sínum á þessa stöðu en allt hafi komið fyrir ekki. „Leigusalinn segir að það megi vel vera að hundurinn hafi góð áhrif á stelpuna en hún sé einfaldlega ekki sérfróð á þessu sviði og þar við situr.“ Staðan er hins vegar sú að hægara sé sagt en gert að losa sig við hundinn. Það hefði afar slæm áhrif á stúlkuna. Segir ekkert ónæði stafa af hundinum Monika segir ekkert ónæði stafa af hundinum, þvert á móti sé hann afskaplega þægilegur smáhundur, hann gelti lítið sem ekkert og þegar hún fari með hann út þá haldi hún alltaf á honum. Þannig að hún telur þessa ástæðu uppsagnar leigusamningsins afar hæpna. Monika segir ekkert ónæði fylgja hundinum og það sem meira er, í blokkinni eru fleiri hundar en henni einni er gert að hlýta ströngum reglum, banni við gæludýrahaldi.vísir/vilhelm Leigjendasamtökin hafa látið þetta mál til sín taka en að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns er þetta stórmál í húsfélaginu. Leigusalinn hafi verið í stjórn húsfélagsins, sé nú í varastjórn auk þess að vera leigusali en búi sjálf í einbýlishúsi í Garðabæ. Hún sé fyrrverandi erindreki í Brussel. Guðmundur Hrafn segir athugasemdir samtakanna snúa að því að ekki sé gætt jafnræðis. „Við gerðum athugasemdir við það að hún væri að beita leigjandann öðrum ákvæðum en gilda um aðra íbúa hússins,“ segir Guðmundur Hrafn. Leigendasamtökin telja riftunina ekki standast skoðun Formaðurinn segir það vissulega svo að gæludýrahald sé samkvæmt reglum húsfélagsins bannað en í húsinu séu fullt af gæludýrum og ekki hafi verið farið í neinar aðgerðir gegn þeim sem þau halda. Nú virðist eiga að skapa eitthvað fordæmi með því að flæma Moniku á brott. Guðmundur Hrafn hjá Leigjendasamtökunum segir mál Moniku sýna svart á hvítu hversu berskjaldaðir leigjendur séu; þeir séu upp á náð og miskunn leigusala sinna komnir. Annars blasi gatan við.vísir/vilhelm „Þetta mál sýnir glögglega þennan hrikalega valdamismun milli leigusala og leigjanda sem eru í afar viðkvæmri stöðu og kúgaðir. Varnarleysið er algert,“ segir Guðmundur Hrafn. Lögmenn samtakanna hafa farið yfir málið og vilja fá riftuninni hnekkt meðal annars á þeim forsendum að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Hún hafi verið munnleg og í stopulum messenger-skilaboðum. „Svona riftanir halda aldrei fyrir dómi nema rétt sé að þeim staðið,“ segir Guðmundur Hrafn og um það gildi skýrar reglur. Þar þurfi að koma fram viðvörun og ef til dæmis það er svo að leigjanda sé sagt upp leigusamningi þurfi að koma til viðvörun og líði tveir mánuðir á milli þeirra, þá sé þar kominn byrjunarreitur – og sex mánaða uppsagnarfrestur. Málið hefur verið kært og verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness strax eftir helgi. Uppfært 8. maí kl: 13:22 Mishermt var í fréttinni að téður leigusali væri formaður húsfélagsins, rétt er að hann var í stjórn og er nú í varastjórn félagsins. Lesendur eru beðnir velvirðingar á ónákvæmninni.
Kópavogur Leigumarkaður Húsnæðismál Dómsmál Hundar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira