Fyrir rúmum þremur árum greindu hjónin Harry og Meghan Markle frá því að þau væru búin að ákveða að stíga úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Síðan þá hafa samskipti þeirra við fjölskylduna ekki verið með besta móti.
Ári eftir að þau sögðu skilið við konungsfjölskylduna fóru þau í viðtal til Oprah sem var ekki til þess að kæta konungsfjölskylduna. Í fyrra gaf Harry svo út sjálfsævisögu sína þar sem hann talaði tæpitungulaust um fjölskylduna sína, það varð ekki til þess að bæta sambandið þeirra hjóna við hana.
Það var því alls ekki víst að þau myndu bæði mæta í krýningarathöfn Karls konungs.
Að lokum ákvað Meghan að afþakka boð í krýningarathöfnina og mætti eiginmaður hennar því einn. Þá fékk Harry ekki að sitja við hlið bróður síns í athöfninni á fremsta bekk. Þess í stað var hann látinn sitja á þriðja bekk, við hlið Alexöndru prinsessu og Jack Brooksbank, eiginmanni Eugenie prinsessu.
