Rytas og Zalgiris Kaunas eru í nokkrum sérflokki í deildinni og töluvert niður í liðin í þriðja og fjórða sætinu. Andstæðingar Rytas í dag, lið Gargzdai, var í næst neðsta sæti fyrir leikinn og því búist við nokkuð öruggum sigri Rytas.
Það kom líka á daginn. Rytas tók strax frumkvæðið og leiddi 44-36 í hálfleik. Í þriðja leikhluta náði Gargzdai að halda í við Elvar Má og félaga en í þeim fjórða stakk lið Rytas af. Liðið vann fjórða leikhlutann 27-10 og leikinn að lokum 91-65.
Elvar Már skoraði 13 stig fyrir Rytas í dag, gaf 9 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Liðið er enn skrefi á eftir Zalgiris Kaunas í öðru sæti deildarinnar.