Þriggja daga heimsókn Guðna til Fjarðabyggðar hefst á morgun Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 17:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti heldur austur á land á morgun. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fer í opinbera heimsókn í Fjarðabyggð á morgun og mun heimsóknin standa í þrjá daga. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að Guðni muni á þessum dögum ferðast vítt og breitt um sveitarfélagið, heimsækja helstu stofnanir þess, kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri. Hann muni meðal annars heimsækja efri byggðir Neskaupstaðar og kynna sér áhrif snjóflóðanna sem féllu þar í mars. Þá verði haldin hátíðarsamkoma á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. „Heimsóknin hefst á mánudagsmorgni með fundi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Þaðan liggur leiðin til Neskaupstaðar þar sem forseti mun skoða áhrifasvæði snjóflóðanna. Í Neskaupstað heimsækir hann einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, Síldarvinnsluna og samvinnuhúsið Múlann, áður en siglt verður til Mjóafjarðar. Samgöngur við Mjóafjörð geta verið erfiðar yfir vetrarmánuðina og er því sjóleiðin farin. Þar búa að jafnaði um tíu manns í einni afskekktustu byggð landsins og verður efnt til kaffisamsætis með íbúum. Á þriðjudag liggur leið forseta til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Þar mun hann ræða við nemendur grunnskólans, sem er samrekinn og sækja börnin kennslu til skiptis milli byggðarlaganna tveggja. Forseti heimsækir einnig Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði en þar hafa listamenn frá ýmsum löndum aðstöðu til sköpunar í gamla hraðfrystihúsinu sem verið er að gera upp. Forseti snæðir svo hádegisverð með eldri borgurum á Stöðvarfirði en heldur að því loknu til Fáskrúðsfjarðar. Þar heimsækir hann hjúkrunarheimilið Uppsali, Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnsluna. Klukkan 17:00 síðdegis á þriðjudag efnir bæjarstjórn til hátíðarsamkomu í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 10. maí heldur forseti til Reyðarfjarðar þar sem hann heimsækir leik- og grunnskóla bæjarins. Þá snæðir forseti hádegisverð með starfsfólki í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls sem er fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins. Eftir hádegi heimsækir forseti Hjúkrunarheimilið á Eskifirði, netagerðina Egersund og fær kynningu á starfsemi Laxa fiskeldis. Opinberri heimsókn í Fjarðabyggð lýkur síðdegis á miðvikudag með skoðunarferð um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, þar sem forseti lítur inn á íþróttaæfingum hjá Ungmennafélaginu Val. Að síðustu heimsækir forseti sauðfjárbúið Sléttu í Reyðarfirði, þar sem sauðburður stendur yfir, áður en haldið verður heim til Bessastaða,“ segir í tilkynningunni. Fjarðabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að Guðni muni á þessum dögum ferðast vítt og breitt um sveitarfélagið, heimsækja helstu stofnanir þess, kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri. Hann muni meðal annars heimsækja efri byggðir Neskaupstaðar og kynna sér áhrif snjóflóðanna sem féllu þar í mars. Þá verði haldin hátíðarsamkoma á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. „Heimsóknin hefst á mánudagsmorgni með fundi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Þaðan liggur leiðin til Neskaupstaðar þar sem forseti mun skoða áhrifasvæði snjóflóðanna. Í Neskaupstað heimsækir hann einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, Síldarvinnsluna og samvinnuhúsið Múlann, áður en siglt verður til Mjóafjarðar. Samgöngur við Mjóafjörð geta verið erfiðar yfir vetrarmánuðina og er því sjóleiðin farin. Þar búa að jafnaði um tíu manns í einni afskekktustu byggð landsins og verður efnt til kaffisamsætis með íbúum. Á þriðjudag liggur leið forseta til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Þar mun hann ræða við nemendur grunnskólans, sem er samrekinn og sækja börnin kennslu til skiptis milli byggðarlaganna tveggja. Forseti heimsækir einnig Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði en þar hafa listamenn frá ýmsum löndum aðstöðu til sköpunar í gamla hraðfrystihúsinu sem verið er að gera upp. Forseti snæðir svo hádegisverð með eldri borgurum á Stöðvarfirði en heldur að því loknu til Fáskrúðsfjarðar. Þar heimsækir hann hjúkrunarheimilið Uppsali, Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnsluna. Klukkan 17:00 síðdegis á þriðjudag efnir bæjarstjórn til hátíðarsamkomu í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 10. maí heldur forseti til Reyðarfjarðar þar sem hann heimsækir leik- og grunnskóla bæjarins. Þá snæðir forseti hádegisverð með starfsfólki í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls sem er fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins. Eftir hádegi heimsækir forseti Hjúkrunarheimilið á Eskifirði, netagerðina Egersund og fær kynningu á starfsemi Laxa fiskeldis. Opinberri heimsókn í Fjarðabyggð lýkur síðdegis á miðvikudag með skoðunarferð um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, þar sem forseti lítur inn á íþróttaæfingum hjá Ungmennafélaginu Val. Að síðustu heimsækir forseti sauðfjárbúið Sléttu í Reyðarfirði, þar sem sauðburður stendur yfir, áður en haldið verður heim til Bessastaða,“ segir í tilkynningunni.
Fjarðabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira