„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Vísir/Egill Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. Fram kemur í skýrslu MAST, sem var birt í dag, að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Dæmi voru um að dauðastríð hvalanna hafi náð tveimur klukkutímum og einum hval, með skutul í bakinu, var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. „Það sem kemur í raun á óvart er að maður vissi að þetta væri slæmt en að þetta væri svona slæmt eins og þarna kemur fram er alveg rosalegt,“ segir Sigursteinn Másson, stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands. Sigursteinn Másson.Facebook „Meðaldauðatíminn á þeim hvölum sem ekki deyja samstundis, sem eru 41 prósent dýranna, eru ellefu og hálf mínúta. Ef þetta væri sláturhús eða einhver önnur matvælaframleiðsla væri henni náttúrulega bara lokað tafarlaust.“ MAST mun nú fela fagráði um velferð dýra að fara yfir gögnin og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Sigursteinn bendir á að Hvalur hf., eina hvalaútgerð landsins í eigu Kristjáns Loftssonar, hafi veiðileyfi til eins árs til viðbótar. „Það gerðist á síðasta áratug síðustu aldar að hann var stoppaður og fékk miklar skaðabætur og hvalveiðar hófust að nýju. Sá leikur má ekki endurtaka sig. Nú skiptir öllu máli að þessu verði lokið fyrir eitt skipti fyrir öll. Þetta er dýraníð, augljóslega, og samræmist ekki markmiðum laga,“ segir Sigursteinn. Fram kemur í skýrslunni að aflífun á hluta stórhvelanna við strendur Íslands hafi tekið of langan tía út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Stofnunin telur hins vegar að við veiðarnar hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt, miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við, og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Sigursteinn segist engan skilning hafa á þessari afstöðu MAST. „Það breytir ekki því að staðreyndirnar liggja þarna á borðinu og það er algerlega óásættanlegt hvernig farið er með þessi dýr og þetta dauðastríð sem þeim er gert að heyja.“ Hann segir þá að ekki megi aðeins einblína á að stöðva þetta sem fyrst heldur þurfi að gera það vel. „Það verður að stoppa þetta [dýraníð] varanlega. Við megum ekki pissa í skóinn bara með því að stoppa þetta með látum en færa síðan Kristjáni Loftssyni á silfurfati möguleikann á að fara í skaðabótamál og fá miklar skaðabætur frá ríkinu - þann leik sem hann lék á síðustu öld - og að hvalveiðarnar síðan bara haldi áfram og gefinn verði út nýr kvóti. Þetta verður að snúast um það núna að það verður að stoppa þennan óþverra í eitt skipti fyrir öll.“ Hvalveiðar Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Sjá meira
Fram kemur í skýrslu MAST, sem var birt í dag, að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Dæmi voru um að dauðastríð hvalanna hafi náð tveimur klukkutímum og einum hval, með skutul í bakinu, var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. „Það sem kemur í raun á óvart er að maður vissi að þetta væri slæmt en að þetta væri svona slæmt eins og þarna kemur fram er alveg rosalegt,“ segir Sigursteinn Másson, stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands. Sigursteinn Másson.Facebook „Meðaldauðatíminn á þeim hvölum sem ekki deyja samstundis, sem eru 41 prósent dýranna, eru ellefu og hálf mínúta. Ef þetta væri sláturhús eða einhver önnur matvælaframleiðsla væri henni náttúrulega bara lokað tafarlaust.“ MAST mun nú fela fagráði um velferð dýra að fara yfir gögnin og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Sigursteinn bendir á að Hvalur hf., eina hvalaútgerð landsins í eigu Kristjáns Loftssonar, hafi veiðileyfi til eins árs til viðbótar. „Það gerðist á síðasta áratug síðustu aldar að hann var stoppaður og fékk miklar skaðabætur og hvalveiðar hófust að nýju. Sá leikur má ekki endurtaka sig. Nú skiptir öllu máli að þessu verði lokið fyrir eitt skipti fyrir öll. Þetta er dýraníð, augljóslega, og samræmist ekki markmiðum laga,“ segir Sigursteinn. Fram kemur í skýrslunni að aflífun á hluta stórhvelanna við strendur Íslands hafi tekið of langan tía út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Stofnunin telur hins vegar að við veiðarnar hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt, miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við, og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Sigursteinn segist engan skilning hafa á þessari afstöðu MAST. „Það breytir ekki því að staðreyndirnar liggja þarna á borðinu og það er algerlega óásættanlegt hvernig farið er með þessi dýr og þetta dauðastríð sem þeim er gert að heyja.“ Hann segir þá að ekki megi aðeins einblína á að stöðva þetta sem fyrst heldur þurfi að gera það vel. „Það verður að stoppa þetta [dýraníð] varanlega. Við megum ekki pissa í skóinn bara með því að stoppa þetta með látum en færa síðan Kristjáni Loftssyni á silfurfati möguleikann á að fara í skaðabótamál og fá miklar skaðabætur frá ríkinu - þann leik sem hann lék á síðustu öld - og að hvalveiðarnar síðan bara haldi áfram og gefinn verði út nýr kvóti. Þetta verður að snúast um það núna að það verður að stoppa þennan óþverra í eitt skipti fyrir öll.“
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Sjá meira
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent