„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2023 21:02 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. Í dag kom út eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári en skýrslan var unnin af Matvælastofnun. Í júní í fyrra voru veiðar á langreyði leyfðar í fyrsta sinn í fjögur ár og veiddust 148 langreyðar frá seinni hluta júní til lok september. Skýrslan er sú fyrsta sem gefin er út um velferð hvala við veiðar síðan árið 2015. Niðurstöður eftirlitsins sýna að 103 hvalir veiddust eftir fyrsta skot en 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni við veiðar. Þar af voru 5 skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Matvælaráðherra segir tölfræði skýrslunnar vera sláandi. Klippa: Segir tölfræðina vera sláandi „Það er auðvitað grundvallaratriði að ekkert dýr á að þurfa að þjást með þeim hætti sem kemur þarna fram. Við erum að sjá að miðgildið er yfir ellefu mínútur og þetta fer upp í tvo klukkutíma þannig þetta hlýtur að teljast óásættanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Nú mun fagráð um velferð dýra fara yfir skýrsluna og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Svandís segist ekki hafa upplýsingar um hvenær ráðið skilar sínu mati. „Ég hef áður sagt að nú þarf að liggja fyrir hvort þessi atvinnugrein fortíðar eða framtíðar. Við þurfum þá að hafa þrek til að ræða þessi mál, þau gildi og þessa meginsýn sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ segir Svandís. Útgáfu skýrslunnar var frestað ítrekað vegna krafa Hvals hf. um frest til að gera athugasemdir. Þær athugasemdir bárust nýlega og enduðu á því að vera 72 talsins og á 23 blaðsíðum. Þar segir að félagið ætli að fara yfir veiðiaðferðir með áhöfnum hvalveiðiskipanna áður en komandi hvalvertíð hefst. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, skrifaði undir athugasemdirnar en fréttastofu tókst ekki að ná tali af honum í dag. Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í dag kom út eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári en skýrslan var unnin af Matvælastofnun. Í júní í fyrra voru veiðar á langreyði leyfðar í fyrsta sinn í fjögur ár og veiddust 148 langreyðar frá seinni hluta júní til lok september. Skýrslan er sú fyrsta sem gefin er út um velferð hvala við veiðar síðan árið 2015. Niðurstöður eftirlitsins sýna að 103 hvalir veiddust eftir fyrsta skot en 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni við veiðar. Þar af voru 5 skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Matvælaráðherra segir tölfræði skýrslunnar vera sláandi. Klippa: Segir tölfræðina vera sláandi „Það er auðvitað grundvallaratriði að ekkert dýr á að þurfa að þjást með þeim hætti sem kemur þarna fram. Við erum að sjá að miðgildið er yfir ellefu mínútur og þetta fer upp í tvo klukkutíma þannig þetta hlýtur að teljast óásættanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Nú mun fagráð um velferð dýra fara yfir skýrsluna og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Svandís segist ekki hafa upplýsingar um hvenær ráðið skilar sínu mati. „Ég hef áður sagt að nú þarf að liggja fyrir hvort þessi atvinnugrein fortíðar eða framtíðar. Við þurfum þá að hafa þrek til að ræða þessi mál, þau gildi og þessa meginsýn sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ segir Svandís. Útgáfu skýrslunnar var frestað ítrekað vegna krafa Hvals hf. um frest til að gera athugasemdir. Þær athugasemdir bárust nýlega og enduðu á því að vera 72 talsins og á 23 blaðsíðum. Þar segir að félagið ætli að fara yfir veiðiaðferðir með áhöfnum hvalveiðiskipanna áður en komandi hvalvertíð hefst. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, skrifaði undir athugasemdirnar en fréttastofu tókst ekki að ná tali af honum í dag.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44
„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07