„Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2023 19:40 Móðir í Laugarnesskóla vill að nemendur og kennarar fari í algjöran forgang hjá borgaryfirvöldum og að vandi skólans verði leystur hið fyrsta. Vísir/Einar Móðir stúlku í Laugarnesskóla er bæði öskureið og sorgmædd yfir að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að tryggja heilnæmt skólaumhverfi fyrir börnin sín. Dóttir hennar hafi verið líkt og langveik þegar verst lét eftir heilan vetur í skólastofu með rakaskemmdum. Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi séu um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Elísabet Ósk Ágústsdóttir, móðir stúlku í sjötta bekk og drengs í þriðja bekk, segir dóttur sína hafa glímt við erfið veikindi sem rakin eru beint til heilsuspillandi umhverfis. Veikindin hafi í fyrstu verið lúmsk, smátt og smátt hafi fjarað undan ónæmiskerfi stúlkunnar en veturinn 2022 þegar hún var i 5. bekk tók steininn úr. „Þetta var hræðilegur vetur. Það bara varla leið vika sem hún missti ekki eitthvað úr skóla. Hún var kannski hress og kát þegar hún fór að sofa en vaknaði síðan með 40 stiga hita og beinverki en seinni partinn var þetta búið að fjara út og það finnst manni skrítin veikindi.“ Læknar voru sama sinnis og sögðu það óvanalegt að tíu ára barn væri svona verkjað í liðum og beinum. Rannsóknir leiddu blessunarlega ekki í ljós lífshættulega sjúkdóma. „Af því að einkennin voru orðin þannig, hún var orðin eins og langveikt barn. Hún var náttúrulega að missa mikið úr félagslega og námslega og var miður sín fyrir því og líka miður sín yfir því að líða svona illa. Þetta var orðið erfitt ástand,“ segir Elísabet. Stúlkan fékk loks greiningu á veikindum sínum um áramótin eftir rannsóknir. Hún var greind með sjaldgæft heilkenni - CRMO - sem lýsir sér í krónískri beinhimnubólgu og er sjálfsofnæmissjúkdómur. „Sem þýðir í rauninni bara að ef ónæmiskerfið þitt er búið að vera undir stöðugum árásum í lengri tíma að þá fer það að láta undan og það fer þá að hegða sér furðulega og ræðst á sjálft sig. Það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu heilkenni nema að halda þessu í skefjum og fylgjast með. Þegar allt bólgnar inn í beinunum þá er henni hættara við því að brotna, til dæmis úti í leikjum. Síðasta vetur þurfti hún sérstaklega oft að segja nei, því miður ég get ekki farið á skauta og get ekki verið í fimleikum því þá væri ég að ögra kerfinu svo mikið.“ Batnaði eftir flutning í skrifstofuhúsnæði KSÍ Fljótlega uppgötvuðust rakaskemmdir í skólastofu stúlkunnar. Síðasta haust var árangurinn hennar síðan fluttur í skrifstofurými KSÍ vegna plássleysis sem er annað vandamál sem nemendur, kennarar og foreldrar hafa kvartað mikið undan en í þessu tilfelli reyndust flutningarnir mikið lán í óláni því heilsufar stúlkunnar batnaði til muna. „Hún er bara allt annað barn. Hún getur einbeitt sér, af því þetta var líka komið á sálina á henni að geta ekki einbeitt sér og henni leið eins og hún væri eitthvað gölluð.“ Elísabet segir að nú sé nóg komið af plástrum og að nemendur eigi skilið að vera í algjörum forgangi hjá borgaryfirvöldum. Börnin eigi rétt á að læra í heilnæmu umhverfi. „Mér finnst ekki þægilegt að senda börnin í skólann ef ég er mögulega að veikja ónæmiskerfið þeirra. Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda.“ Elísabet segir hvorki nemendur né kennara geta beðið lengur. „Það er svo óþolandi að allir viti af þessu en enginn er til í að gera neitt, allir eru að skoða þetta og leita lausna og á meðan eru bara sex hundruð og eitthvað börn í þessum aðstæðum og manni líður bara eins og þetta sé tifandi tímasprengja, á hvaða tímapunkti brennur ónæmiskerfið hjá stráknum mínum út?“ Mygla Börn og uppeldi Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16 Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07 Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi séu um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Elísabet Ósk Ágústsdóttir, móðir stúlku í sjötta bekk og drengs í þriðja bekk, segir dóttur sína hafa glímt við erfið veikindi sem rakin eru beint til heilsuspillandi umhverfis. Veikindin hafi í fyrstu verið lúmsk, smátt og smátt hafi fjarað undan ónæmiskerfi stúlkunnar en veturinn 2022 þegar hún var i 5. bekk tók steininn úr. „Þetta var hræðilegur vetur. Það bara varla leið vika sem hún missti ekki eitthvað úr skóla. Hún var kannski hress og kát þegar hún fór að sofa en vaknaði síðan með 40 stiga hita og beinverki en seinni partinn var þetta búið að fjara út og það finnst manni skrítin veikindi.“ Læknar voru sama sinnis og sögðu það óvanalegt að tíu ára barn væri svona verkjað í liðum og beinum. Rannsóknir leiddu blessunarlega ekki í ljós lífshættulega sjúkdóma. „Af því að einkennin voru orðin þannig, hún var orðin eins og langveikt barn. Hún var náttúrulega að missa mikið úr félagslega og námslega og var miður sín fyrir því og líka miður sín yfir því að líða svona illa. Þetta var orðið erfitt ástand,“ segir Elísabet. Stúlkan fékk loks greiningu á veikindum sínum um áramótin eftir rannsóknir. Hún var greind með sjaldgæft heilkenni - CRMO - sem lýsir sér í krónískri beinhimnubólgu og er sjálfsofnæmissjúkdómur. „Sem þýðir í rauninni bara að ef ónæmiskerfið þitt er búið að vera undir stöðugum árásum í lengri tíma að þá fer það að láta undan og það fer þá að hegða sér furðulega og ræðst á sjálft sig. Það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu heilkenni nema að halda þessu í skefjum og fylgjast með. Þegar allt bólgnar inn í beinunum þá er henni hættara við því að brotna, til dæmis úti í leikjum. Síðasta vetur þurfti hún sérstaklega oft að segja nei, því miður ég get ekki farið á skauta og get ekki verið í fimleikum því þá væri ég að ögra kerfinu svo mikið.“ Batnaði eftir flutning í skrifstofuhúsnæði KSÍ Fljótlega uppgötvuðust rakaskemmdir í skólastofu stúlkunnar. Síðasta haust var árangurinn hennar síðan fluttur í skrifstofurými KSÍ vegna plássleysis sem er annað vandamál sem nemendur, kennarar og foreldrar hafa kvartað mikið undan en í þessu tilfelli reyndust flutningarnir mikið lán í óláni því heilsufar stúlkunnar batnaði til muna. „Hún er bara allt annað barn. Hún getur einbeitt sér, af því þetta var líka komið á sálina á henni að geta ekki einbeitt sér og henni leið eins og hún væri eitthvað gölluð.“ Elísabet segir að nú sé nóg komið af plástrum og að nemendur eigi skilið að vera í algjörum forgangi hjá borgaryfirvöldum. Börnin eigi rétt á að læra í heilnæmu umhverfi. „Mér finnst ekki þægilegt að senda börnin í skólann ef ég er mögulega að veikja ónæmiskerfið þeirra. Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda.“ Elísabet segir hvorki nemendur né kennara geta beðið lengur. „Það er svo óþolandi að allir viti af þessu en enginn er til í að gera neitt, allir eru að skoða þetta og leita lausna og á meðan eru bara sex hundruð og eitthvað börn í þessum aðstæðum og manni líður bara eins og þetta sé tifandi tímasprengja, á hvaða tímapunkti brennur ónæmiskerfið hjá stráknum mínum út?“
Mygla Börn og uppeldi Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16 Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07 Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16
Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07
Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25