Telja nauðsynlegt að efla viðbúnað vegna netárása, njósna og skemmdarverka Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2023 21:04 Greiningardeild Ríkislögreglustjóra telur nauðsynlegt að efla viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga úr þeim skaða sem fjölþáttaárásir kunna að valda. Samsett/Vísir/Skjáskot Fjölþáttahernaður gegn Íslandi á átakatímum gæti haft mikil áhrif og einsýnt sé að efla verði viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar árásir kunna að valda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um fjölþáttaógnir. Þar kemur fram að hugtakið fjölþáttaógnir vísi til „samhæfðra og samstilltra aðgerða óvinveittra ríkja eða aðila tengdum ríkjum sem beita fjölbreyttum aðferðum, á skipulagðan hátt, til að nýta sér kerfislæga veikleika ríkja og/eða stofnana þeirra.“ Í skýrslunni segir að ógnir fjölþáttahernaðar gegn Íslandi myndu beinast gegn borgaralegum stofnunum og mikilvægum innviðum. Varnir þjóðarinnar geti verið ófullnægjandi á einhverjum sviðum og veikleikar því talsverðir. Netárásir, njósnir og skemmdarverk séu þar líklegustu birtingarmyndir fjölþáttaógna sem óvinveitt ríki myndi beita gegn Íslandi. Rússar hafi nýtt sér skipulagða glæpahópa til njósna og netárása Enn fremur segir að vitað sé að stjórnvöld í Rússlandi hafi nýtt skipulagða glæpahópa og sérfróða aðila til njósna, skemmdarverka, tölvu- og netárása og undirróðursstarfsemi af ýmsu tagi. Rússar séu sérstaklega taldir beina ólöglegri upplýsingaöflun og stafrænum árásum gegn ríkjum sem styðja Úkraínu. Þá sé hópur netþrjóta sem tengjast Rússlandi talin ábyrgur fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Á árinu 2022 voru umfangsmiklar netárásir gerðar á vef lögreglunnar og tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi lögreglu og netaðgang starfsmanna. Á vettvangi NATO sé gengið út frá því að mjög miklar líkur séu á að rússnesk og kínversk stjórnvöld haldi uppi njósnum í aðildarríkjunum. Erlendar samstarfsstofnanir embættis ríkislögreglustjóra hafa upplýst að gera beri ráð fyrir að erlend ríki haldi uppi ólöglegum njósnum hér á landi. Einnig telja skýrsluhöfundar líklegt að Rússar muni beita stafrænum njósnum í meira mæli. Enn fremur að þeir séu reiðubúnir að notast við áhættusamari aðferðir við öflun upplýsinga og jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Netárásir og undirróðursstarfsemi fyrstu merkin Í skýrslunni er talið að komi til þess að Rússar telji ástæðu til að ráðast gegn Íslandi með fjölþáttahernaði kynnu fyrstu merki um þau áform að birtast í tilraunum til að veikja samfélagið og auka í því úlfúð til lengri tíma. Fyrstu stig slíkra aðgerða gætu falist í undirróðursherferðum gegn tilteknum stjórnmálaflokkum, stjórnmálamönnum og stofnunum. Jafnframt kynnu Rússar að freista þess að dýpka átakalínur á borð við NATO-aðild og þátttöku Íslendinga í Evrópusamvinnu. Einnig er sérstaklega minnst á tortryggni í garð kínverskra tæknifyrirtækja í skýrslunni sökum kínverskrar löggjafar þar sem þarlend stjórnvöld geti krafist aðstoðar við upplýsingaöflun frá kínverskum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. Kínverskur tækja- og hugbúnaður væri því til þess fallinn að draga úr stafrænu öryggi, sérstaklega ef hann tengist viðkvæmum upplýsingum stjórnvalda eða innviðum. Skýrsluhöfundar telja að fjölþáttahernaður gegn Íslandi á hættu- eða átakatímum gæti haft mikil áhrif og að einsýnt sé að efla verður viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja og/eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar fjölþáttaárásir kunna að valda. Að lokum segir að forsenda Íslendinga sem herlausrar þjóðar í baráttunni gegn fjölþáttaógnum og -hernaði sé aðildin að NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og aukið samstarf við Norðurlöndin á sviði varnar- og öryggismála. NATO Rússland Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglumál Netöryggi Tölvuárásir Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. 30. mars 2023 19:00 Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. 7. desember 2022 08:04 Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um fjölþáttaógnir. Þar kemur fram að hugtakið fjölþáttaógnir vísi til „samhæfðra og samstilltra aðgerða óvinveittra ríkja eða aðila tengdum ríkjum sem beita fjölbreyttum aðferðum, á skipulagðan hátt, til að nýta sér kerfislæga veikleika ríkja og/eða stofnana þeirra.“ Í skýrslunni segir að ógnir fjölþáttahernaðar gegn Íslandi myndu beinast gegn borgaralegum stofnunum og mikilvægum innviðum. Varnir þjóðarinnar geti verið ófullnægjandi á einhverjum sviðum og veikleikar því talsverðir. Netárásir, njósnir og skemmdarverk séu þar líklegustu birtingarmyndir fjölþáttaógna sem óvinveitt ríki myndi beita gegn Íslandi. Rússar hafi nýtt sér skipulagða glæpahópa til njósna og netárása Enn fremur segir að vitað sé að stjórnvöld í Rússlandi hafi nýtt skipulagða glæpahópa og sérfróða aðila til njósna, skemmdarverka, tölvu- og netárása og undirróðursstarfsemi af ýmsu tagi. Rússar séu sérstaklega taldir beina ólöglegri upplýsingaöflun og stafrænum árásum gegn ríkjum sem styðja Úkraínu. Þá sé hópur netþrjóta sem tengjast Rússlandi talin ábyrgur fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Á árinu 2022 voru umfangsmiklar netárásir gerðar á vef lögreglunnar og tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi lögreglu og netaðgang starfsmanna. Á vettvangi NATO sé gengið út frá því að mjög miklar líkur séu á að rússnesk og kínversk stjórnvöld haldi uppi njósnum í aðildarríkjunum. Erlendar samstarfsstofnanir embættis ríkislögreglustjóra hafa upplýst að gera beri ráð fyrir að erlend ríki haldi uppi ólöglegum njósnum hér á landi. Einnig telja skýrsluhöfundar líklegt að Rússar muni beita stafrænum njósnum í meira mæli. Enn fremur að þeir séu reiðubúnir að notast við áhættusamari aðferðir við öflun upplýsinga og jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Netárásir og undirróðursstarfsemi fyrstu merkin Í skýrslunni er talið að komi til þess að Rússar telji ástæðu til að ráðast gegn Íslandi með fjölþáttahernaði kynnu fyrstu merki um þau áform að birtast í tilraunum til að veikja samfélagið og auka í því úlfúð til lengri tíma. Fyrstu stig slíkra aðgerða gætu falist í undirróðursherferðum gegn tilteknum stjórnmálaflokkum, stjórnmálamönnum og stofnunum. Jafnframt kynnu Rússar að freista þess að dýpka átakalínur á borð við NATO-aðild og þátttöku Íslendinga í Evrópusamvinnu. Einnig er sérstaklega minnst á tortryggni í garð kínverskra tæknifyrirtækja í skýrslunni sökum kínverskrar löggjafar þar sem þarlend stjórnvöld geti krafist aðstoðar við upplýsingaöflun frá kínverskum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. Kínverskur tækja- og hugbúnaður væri því til þess fallinn að draga úr stafrænu öryggi, sérstaklega ef hann tengist viðkvæmum upplýsingum stjórnvalda eða innviðum. Skýrsluhöfundar telja að fjölþáttahernaður gegn Íslandi á hættu- eða átakatímum gæti haft mikil áhrif og að einsýnt sé að efla verður viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja og/eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar fjölþáttaárásir kunna að valda. Að lokum segir að forsenda Íslendinga sem herlausrar þjóðar í baráttunni gegn fjölþáttaógnum og -hernaði sé aðildin að NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og aukið samstarf við Norðurlöndin á sviði varnar- og öryggismála.
NATO Rússland Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglumál Netöryggi Tölvuárásir Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. 30. mars 2023 19:00 Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. 7. desember 2022 08:04 Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. 30. mars 2023 19:00
Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. 7. desember 2022 08:04
Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36