„Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 10. maí 2023 11:11 Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður leigufélagsins Ölmu, segir að félagið sé ekki hluti af húsnæðisvandanum. Frekar sé það hluti af lausninni. Vísir/Aðsend/Vilhelm Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. „Málefni Ölmu íbúðafélags hf. hafa nokkuð verið til umræðu síðustu mánuði og þá sérstaklega vangaveltur um verðlagningu á leigusamningum félagsins,“ segir Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, í upphafi á aðsendri skoðunargrein á Vísi í dag. Leigufélagið og gagnrýni á það hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. Til að mynda vakti það mikla athygli á dögunum þegar áttræður maður var borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu. Þróun mannfjölda, fasteignaverðs og vaxta valdi þrýstingi Gunnar fer yfir það í greininni hvers vegna leiguverð hækkar en hann segir að til lengri tíma litið ráðist það alltaf af samspili fasteignaverðs og vaxta. „Ef leigutekjur íbúðar duga ekki fyrir rekstrarkostnaði og vöxtum mun leigusalinn einfaldlega selja íbúðina og borga upp áhvílandi lán. Við slíkar aðstæður dregst framboð leiguíbúða á markaði saman.“ Til skammst tíma geti leiguverð hins vegar ráðist af misvægi í framboði og eftirspurn. Það hafi til að mynda gerst árið 2020 þegar framboð á leiguíbúðum jókst. „Vegna þess að íbúðir sem höfðu áður verið leigðar í skammtímaleigu til ferðamanna komu inn á almenna leigumarkaðinn og eftirspurn dróst saman vegna brottflutnings erlends starfsfólks ferðaþjónustunnar. Það ár lækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um tæplega 5% þrátt fyrir að verðbólga væri tæplega 4%.“ Gunnar segir að í fyrra hafi hins vegar verið aðrar aðstæður í þjóðfélaginu, ferðaþjónustan hafi tekið við sér og mikil fjölgun á íbúum á Íslandi. Þá hafi fasteignaverð hækkað gríðarlega á undanförnum árum og vextir sömuleiðis. Þróun mannfjölda, fasteignaverðs og vaxta setji þrýsting á hækkun leiguverðs. „Leiguverð hefur hins vegar enn ekki náð sömu raungildum og fyrir Covid því samkvæmt opinberum gögnum var raunverð leigu á höfuðborgarsvæðinu enn tæplega 7% lægra í mars 2023 heldur en það var í janúar 2020.“ Leigufélagið sé ekki verðleiðandi Gunnar segir þá að Alma sé „á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaði.“ Þó svo að félagið teljist stórt leigufélag í hugum sumra þá sé það einungis með tæplega fjögur prósent markaðshlutdeild. Hann segir markaðinn í raun vera í höndum einstaklinga. „Mjög stór hluti leiguíbúða er í höndum félagslegra leigufélaga eins og Félagsbústaða en stærsti hluti leigumarkaðarins er í höndum einstaklinga sem hver um sig á eina eða fáar leiguíbúðir. Það er því ekki um fákeppni að ræða á þessum markaði eins og raunin er á mörgum öðrum vöru- og þjónustumörkuðum á Íslandi. Það eru margir leigusalar og margir leigutakar á markaðnum, leiguverð er auglýst opinberlega á vefsíðum auk þess sem opinberar stofnanir halda utan um þróun á leiguverði.“ Einnig segir Gunnar að nær allir leigusamningar á Íslandi séu verðtryggðir og að þess vegna breytist upphæð leigunnar í hverjum mánuði, þó raunverð leigunnar sé óbreytt, „Algengasta samningsform leigusamninga hjá Ölmu eru tímabundnir samningar til 12 mánaða og á gildistíma þeirra tekur leigan ekki neinum raunverðsbreytingum. Það er fyrst þegar samningar renna út og þeir koma til endurnýjunar eða íbúðin er leigð nýjum leigjendum sem raunleiguverð geta tekið breytingum.“ Hann segir á að á fyrri hluta síðasta árs hafi Alma byrjað að uppfæra leiguverð til samræmis við breyttar markaðsaðstæður á leigumarkaði. Í maí hafi stjórn félagsins hins vegar tekið þá ákvörðun að hækka ekki verð á leigusamningum sem kæmu til endurnýjunar í lok síðasta árs. „Þeir sem eru háværastir í opinberri umfjöllun um húsnæðismarkaðinn fundu samt sem áður enga ástæðu til að fagna þessari ákvörðun.“ Einstök dæmi séu ekki lýsandi fyrir allan markaðinn Gunnar segir að ekki skuli það dregið í efa að hægt sé að finna dæmi um miklar hækkanir á leiguverði, óboðlegt ástand leiguhúsnæðis eða slæma framkomu leigusala. „Síðustu mánuði hafa frásagnir af miklum leiguverðshækkunum og jafnvel óásættanlegu ástandi leiguhúsnæðis verið áberandi,“ segir hann. „Það er hins vegar ósanngjarnt að ætla að slík dæmi séu lýsandi fyrir alla á rúmlega 30.000 íbúða leigumarkaði. Leigufrysting Ölmu í fyrra stuðlaði að því að meðalhækkun leiguverðs þeirra íbúða félagsins sem voru í leigu bæði í upphafi og lok árs 2022 var aðeins 1,9% að raunvirði – það er ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur.“ Hann segir að hægt sé að finna dæmi um meiri hækkun á einstökum íbúðum í leigusafninu en að meðaltalið gefi betri mynd af raunveruleikanum en einstaka dæmi. Hefðu átt að hækka í minni skrefum Í greininni fer Gunnar yfir mál Brynju Bjarnadóttur sem hafði búið í leiguíbúð í eigu Ölmu síðustu ár. Í desember síðastliðnum fékk hún tilkynningu að eftir tvo mánuði myndi leigan hækka um 125 þúsund krónur. Gunnar segir að margir þeirra samninga sem komu til endurnýjunar í janúar og febrúar á þessu ári hafi verið gerðir þegar markaðsaðstæður voru aðrar en þær eru nú. Leiguverðið hafi endurspeglað aðrar aðstæður en þær sem nú eru uppi. „Mál eins leigutaka okkar á Hverfisgötunni komst í hámæli og eftir á að hyggja hefðum við átt að tempra nauðsynlega aðlögun að markaðsverði með því að hækka leiguverðið í minni skrefum. Við höfum nú breytt verklagsreglum okkar á þann hátt að við setjum hámark á þá hækkun sem tekur gildi við hverja endurnýjun og leigutakar hafa aukið svigrúm til að leita að öðrum búsetukosti við lok leigutíma. Alma hefur einnig í nokkur ár boðið upp á lengri leigusamninga þar sem leigjendur geta tryggt sig fyrir hækkun á raunleiguverði til lengri tíma. Við bjóðum núna upp á allt að 5 ára samninga á föstu raunverði.“ Alma sé hluti af lausninni Gunnar segir leigufélagið átta sig á því að það kosti mikla peninga að tryggja sér húsnæði á Íslandi. Þess vegna sé samfélagið með húsnæðisbætur, húsnæðisstuðning sveitarfélaga og félagsleg leiguúrræði. „Alma er hins vegar ekki félagslegt leiguúrræði og verðlagning íbúða okkar er óháð þeim sem leigir þær, ekki ósvipað og matvörubúðin sem selur mjólkina á sama verði til allra óháð samfélagsstöðu.“ Þá fullyrðir hann að aðgerðir gegn leigufélaginu eigi eftir að hafa slæm áhrif á húsnæðismarkaðinn: „Sumir verkalýðsforingjar og aðrir sjálfskipaðir talsmenn leigjenda sem hafa haft sig mest í frammi í umræðunni um leigumarkaðinn hafa talað fyrir leiguþaki eða leigubremsu. Það hafa einnig komið fram kröfur úr sömu átt að lífeyrissjóðir skuli selja öll skuldbréf sem þeir eiga á Ölmu og alls ekki taka þátt í frekari fjármögnun félagsins. Slík „úrræði“ munu aðeins draga úr framboði á leiguhúsnæði og auka vandann á húsnæðismarkaði til lengri tíma litið.“ Undir lokin segir Gunnar að ekki sé hægt að töfra fram nýjar íbúðir á nokkrum mánuðum til að koma til móts við fjölgun íbúa á Íslandi. Eina raunhæfa langtímalausnin á húsnæðisvandanum sé að auka framboð af leiguíbúðum. „Þar dugar ekki ein ríkisleið heldur þurfa margir að leggja hönd á plóg, þar á meðal öflug leigufélög eins og Alma íbúðafélag. Við erum ekki hluti af vandanum á húsnæðismarkaði heldur hluti af lausninni.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Málefni Ölmu íbúðafélags hf. hafa nokkuð verið til umræðu síðustu mánuði og þá sérstaklega vangaveltur um verðlagningu á leigusamningum félagsins,“ segir Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, í upphafi á aðsendri skoðunargrein á Vísi í dag. Leigufélagið og gagnrýni á það hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. Til að mynda vakti það mikla athygli á dögunum þegar áttræður maður var borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu. Þróun mannfjölda, fasteignaverðs og vaxta valdi þrýstingi Gunnar fer yfir það í greininni hvers vegna leiguverð hækkar en hann segir að til lengri tíma litið ráðist það alltaf af samspili fasteignaverðs og vaxta. „Ef leigutekjur íbúðar duga ekki fyrir rekstrarkostnaði og vöxtum mun leigusalinn einfaldlega selja íbúðina og borga upp áhvílandi lán. Við slíkar aðstæður dregst framboð leiguíbúða á markaði saman.“ Til skammst tíma geti leiguverð hins vegar ráðist af misvægi í framboði og eftirspurn. Það hafi til að mynda gerst árið 2020 þegar framboð á leiguíbúðum jókst. „Vegna þess að íbúðir sem höfðu áður verið leigðar í skammtímaleigu til ferðamanna komu inn á almenna leigumarkaðinn og eftirspurn dróst saman vegna brottflutnings erlends starfsfólks ferðaþjónustunnar. Það ár lækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um tæplega 5% þrátt fyrir að verðbólga væri tæplega 4%.“ Gunnar segir að í fyrra hafi hins vegar verið aðrar aðstæður í þjóðfélaginu, ferðaþjónustan hafi tekið við sér og mikil fjölgun á íbúum á Íslandi. Þá hafi fasteignaverð hækkað gríðarlega á undanförnum árum og vextir sömuleiðis. Þróun mannfjölda, fasteignaverðs og vaxta setji þrýsting á hækkun leiguverðs. „Leiguverð hefur hins vegar enn ekki náð sömu raungildum og fyrir Covid því samkvæmt opinberum gögnum var raunverð leigu á höfuðborgarsvæðinu enn tæplega 7% lægra í mars 2023 heldur en það var í janúar 2020.“ Leigufélagið sé ekki verðleiðandi Gunnar segir þá að Alma sé „á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaði.“ Þó svo að félagið teljist stórt leigufélag í hugum sumra þá sé það einungis með tæplega fjögur prósent markaðshlutdeild. Hann segir markaðinn í raun vera í höndum einstaklinga. „Mjög stór hluti leiguíbúða er í höndum félagslegra leigufélaga eins og Félagsbústaða en stærsti hluti leigumarkaðarins er í höndum einstaklinga sem hver um sig á eina eða fáar leiguíbúðir. Það er því ekki um fákeppni að ræða á þessum markaði eins og raunin er á mörgum öðrum vöru- og þjónustumörkuðum á Íslandi. Það eru margir leigusalar og margir leigutakar á markaðnum, leiguverð er auglýst opinberlega á vefsíðum auk þess sem opinberar stofnanir halda utan um þróun á leiguverði.“ Einnig segir Gunnar að nær allir leigusamningar á Íslandi séu verðtryggðir og að þess vegna breytist upphæð leigunnar í hverjum mánuði, þó raunverð leigunnar sé óbreytt, „Algengasta samningsform leigusamninga hjá Ölmu eru tímabundnir samningar til 12 mánaða og á gildistíma þeirra tekur leigan ekki neinum raunverðsbreytingum. Það er fyrst þegar samningar renna út og þeir koma til endurnýjunar eða íbúðin er leigð nýjum leigjendum sem raunleiguverð geta tekið breytingum.“ Hann segir á að á fyrri hluta síðasta árs hafi Alma byrjað að uppfæra leiguverð til samræmis við breyttar markaðsaðstæður á leigumarkaði. Í maí hafi stjórn félagsins hins vegar tekið þá ákvörðun að hækka ekki verð á leigusamningum sem kæmu til endurnýjunar í lok síðasta árs. „Þeir sem eru háværastir í opinberri umfjöllun um húsnæðismarkaðinn fundu samt sem áður enga ástæðu til að fagna þessari ákvörðun.“ Einstök dæmi séu ekki lýsandi fyrir allan markaðinn Gunnar segir að ekki skuli það dregið í efa að hægt sé að finna dæmi um miklar hækkanir á leiguverði, óboðlegt ástand leiguhúsnæðis eða slæma framkomu leigusala. „Síðustu mánuði hafa frásagnir af miklum leiguverðshækkunum og jafnvel óásættanlegu ástandi leiguhúsnæðis verið áberandi,“ segir hann. „Það er hins vegar ósanngjarnt að ætla að slík dæmi séu lýsandi fyrir alla á rúmlega 30.000 íbúða leigumarkaði. Leigufrysting Ölmu í fyrra stuðlaði að því að meðalhækkun leiguverðs þeirra íbúða félagsins sem voru í leigu bæði í upphafi og lok árs 2022 var aðeins 1,9% að raunvirði – það er ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur.“ Hann segir að hægt sé að finna dæmi um meiri hækkun á einstökum íbúðum í leigusafninu en að meðaltalið gefi betri mynd af raunveruleikanum en einstaka dæmi. Hefðu átt að hækka í minni skrefum Í greininni fer Gunnar yfir mál Brynju Bjarnadóttur sem hafði búið í leiguíbúð í eigu Ölmu síðustu ár. Í desember síðastliðnum fékk hún tilkynningu að eftir tvo mánuði myndi leigan hækka um 125 þúsund krónur. Gunnar segir að margir þeirra samninga sem komu til endurnýjunar í janúar og febrúar á þessu ári hafi verið gerðir þegar markaðsaðstæður voru aðrar en þær eru nú. Leiguverðið hafi endurspeglað aðrar aðstæður en þær sem nú eru uppi. „Mál eins leigutaka okkar á Hverfisgötunni komst í hámæli og eftir á að hyggja hefðum við átt að tempra nauðsynlega aðlögun að markaðsverði með því að hækka leiguverðið í minni skrefum. Við höfum nú breytt verklagsreglum okkar á þann hátt að við setjum hámark á þá hækkun sem tekur gildi við hverja endurnýjun og leigutakar hafa aukið svigrúm til að leita að öðrum búsetukosti við lok leigutíma. Alma hefur einnig í nokkur ár boðið upp á lengri leigusamninga þar sem leigjendur geta tryggt sig fyrir hækkun á raunleiguverði til lengri tíma. Við bjóðum núna upp á allt að 5 ára samninga á föstu raunverði.“ Alma sé hluti af lausninni Gunnar segir leigufélagið átta sig á því að það kosti mikla peninga að tryggja sér húsnæði á Íslandi. Þess vegna sé samfélagið með húsnæðisbætur, húsnæðisstuðning sveitarfélaga og félagsleg leiguúrræði. „Alma er hins vegar ekki félagslegt leiguúrræði og verðlagning íbúða okkar er óháð þeim sem leigir þær, ekki ósvipað og matvörubúðin sem selur mjólkina á sama verði til allra óháð samfélagsstöðu.“ Þá fullyrðir hann að aðgerðir gegn leigufélaginu eigi eftir að hafa slæm áhrif á húsnæðismarkaðinn: „Sumir verkalýðsforingjar og aðrir sjálfskipaðir talsmenn leigjenda sem hafa haft sig mest í frammi í umræðunni um leigumarkaðinn hafa talað fyrir leiguþaki eða leigubremsu. Það hafa einnig komið fram kröfur úr sömu átt að lífeyrissjóðir skuli selja öll skuldbréf sem þeir eiga á Ölmu og alls ekki taka þátt í frekari fjármögnun félagsins. Slík „úrræði“ munu aðeins draga úr framboði á leiguhúsnæði og auka vandann á húsnæðismarkaði til lengri tíma litið.“ Undir lokin segir Gunnar að ekki sé hægt að töfra fram nýjar íbúðir á nokkrum mánuðum til að koma til móts við fjölgun íbúa á Íslandi. Eina raunhæfa langtímalausnin á húsnæðisvandanum sé að auka framboð af leiguíbúðum. „Þar dugar ekki ein ríkisleið heldur þurfa margir að leggja hönd á plóg, þar á meðal öflug leigufélög eins og Alma íbúðafélag. Við erum ekki hluti af vandanum á húsnæðismarkaði heldur hluti af lausninni.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira