Áfellisdómur ESA og blóðmerar Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. maí 2023 13:01 Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017. Þetta eru miklar fréttir og góðar fyrir okkur sem höfum barist gegn þessarri óiðju síðastliðin misseri. Í bréfinu til matvælaráðuneytisins eru tíunduð rök ESA fyrir niðurstöðunni og við lesturinn er sláandi hve málsmeðferð ráðuneytisins og MAST er vond. Við sem höfum lagt fram álit eftir álit, samhljóma áliti ESA, með næstum sömu rökum, höfum furðað okkur á útúrsnúningum MAST og ráðuneytis, útímóa túlkunum lögfræðinga þeirra og lagaálitum sem virðast miða að því að koma starfseminni undan því eftirliti sem kveðið er á um í lögum. Sem dæmi má nefna að þegar þágildandi leyfi til blóðtöku úr merum rann út árið 2020, gaf þáverandi lögfræðingur MAST út það álit að reglur um tilraunadýr ættu við og því ætti að beita, þó ekki væri nema 20. gr. laga um dýravelferð sem kveður á um leyfisskyldu. Þessu álti var vikið til hliðar fyrir áliti lögfræðings Ísteka, sem tíundaði innihaldslaus rök gegn leyfisskyldu. Afleiðingin var sú að Ísteka starfaði án leyfis til sumarsins 2022. Þá um vorið hafði SDÍ kært þessa stjórnsýslu MAST til ráðherra. Tveimur mánuðum síðar hafði ráðherra sett reglugerð sem kvað á um leyfisskyldu. Hið ömurlega í reglugerðarsetningu ráðherra er að nákvæmlega engar breytingar eru á iðjunni, þrátt fyrir vísindaleg rök fyrir því að takmarka blóðmagn og milda þjáningar meranna. Það skipti engu máli fyrir dýravelferð þó reglugerðin væri sett, merarnar voru jafnilla settar fyrir og eftir reglugerð. Þrátt fyrir ótal röksemdir lækna, dýralækna og annarra sérfræðinga þess efnis að of langt væri gengið í blóðtökunni. Ráðherra gekk purrkunarlaust erinda einkafyrirtækis með efnisinnihaldi reglugerðarinnar. Þá er hlutur MAST ótalinn. Svo mörg rök hníga að því, að þeir sem halda þar um taumana á málaflokknum um blóðmerahald, eigi að víkja til hliðar, að óhjákvæmilegt er að svo verði. Þetta er einfaldlega allt of langt gengið og of gróft, til þess að stofnunin MAST getið notið nokkurs trausts. Stofnunin er mikilvægt stjórnsýsluvald í dýravelferð og landbúnaði. Stofnunin verður að vera skilvirk og vammlaus. Málsmeðferð stofnunarinnar í málefnum blóðmerahalds (og öðrum málum er varða dýravelferð) er svo vond stjórnsýsla að útilokað er að hægt sé að endurvekja traust almennings til hennar nema stórtækar breytingar á mannahaldi eigi sér stað. Við lestur álits ESA er augljóst að matvælaráðuneytið tekur aldrei sjálfstæða afstöðu til málaflokksins heldur bergmálar álit MAST. Þetta er út yfir öll mörk. Nú verður ráðuneytið að taka af skarið. Höfundur er í stjórn samtaka um Dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017. Þetta eru miklar fréttir og góðar fyrir okkur sem höfum barist gegn þessarri óiðju síðastliðin misseri. Í bréfinu til matvælaráðuneytisins eru tíunduð rök ESA fyrir niðurstöðunni og við lesturinn er sláandi hve málsmeðferð ráðuneytisins og MAST er vond. Við sem höfum lagt fram álit eftir álit, samhljóma áliti ESA, með næstum sömu rökum, höfum furðað okkur á útúrsnúningum MAST og ráðuneytis, útímóa túlkunum lögfræðinga þeirra og lagaálitum sem virðast miða að því að koma starfseminni undan því eftirliti sem kveðið er á um í lögum. Sem dæmi má nefna að þegar þágildandi leyfi til blóðtöku úr merum rann út árið 2020, gaf þáverandi lögfræðingur MAST út það álit að reglur um tilraunadýr ættu við og því ætti að beita, þó ekki væri nema 20. gr. laga um dýravelferð sem kveður á um leyfisskyldu. Þessu álti var vikið til hliðar fyrir áliti lögfræðings Ísteka, sem tíundaði innihaldslaus rök gegn leyfisskyldu. Afleiðingin var sú að Ísteka starfaði án leyfis til sumarsins 2022. Þá um vorið hafði SDÍ kært þessa stjórnsýslu MAST til ráðherra. Tveimur mánuðum síðar hafði ráðherra sett reglugerð sem kvað á um leyfisskyldu. Hið ömurlega í reglugerðarsetningu ráðherra er að nákvæmlega engar breytingar eru á iðjunni, þrátt fyrir vísindaleg rök fyrir því að takmarka blóðmagn og milda þjáningar meranna. Það skipti engu máli fyrir dýravelferð þó reglugerðin væri sett, merarnar voru jafnilla settar fyrir og eftir reglugerð. Þrátt fyrir ótal röksemdir lækna, dýralækna og annarra sérfræðinga þess efnis að of langt væri gengið í blóðtökunni. Ráðherra gekk purrkunarlaust erinda einkafyrirtækis með efnisinnihaldi reglugerðarinnar. Þá er hlutur MAST ótalinn. Svo mörg rök hníga að því, að þeir sem halda þar um taumana á málaflokknum um blóðmerahald, eigi að víkja til hliðar, að óhjákvæmilegt er að svo verði. Þetta er einfaldlega allt of langt gengið og of gróft, til þess að stofnunin MAST getið notið nokkurs trausts. Stofnunin er mikilvægt stjórnsýsluvald í dýravelferð og landbúnaði. Stofnunin verður að vera skilvirk og vammlaus. Málsmeðferð stofnunarinnar í málefnum blóðmerahalds (og öðrum málum er varða dýravelferð) er svo vond stjórnsýsla að útilokað er að hægt sé að endurvekja traust almennings til hennar nema stórtækar breytingar á mannahaldi eigi sér stað. Við lestur álits ESA er augljóst að matvælaráðuneytið tekur aldrei sjálfstæða afstöðu til málaflokksins heldur bergmálar álit MAST. Þetta er út yfir öll mörk. Nú verður ráðuneytið að taka af skarið. Höfundur er í stjórn samtaka um Dýravelferð á Íslandi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun