Sífellt hrædd og grátandi en tóku gleði sína á ný þegar starfsmaðurinn hætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2023 08:54 „Gráturinn sem ég er búin að heyra hjá þessum drengjum er skelfingargrátur; þau eru skelfingu lostin, þau eru hrædd,“ sagði einn starfsmanna leikskólans Sólborgar í vitnisburði sínum. Vísir/Vilhelm Búið var að grípa til ráðstafana til að tryggja að leikskólastarfsmaður væri ekki einn með börnum á leikskólanum áður en hann var staðinn að því að taka um háls á einu barnanna og klóra annað. Börn höfðu kvartað undan því að starfsmaðurinn „meiddi“ og voru hrædd við hann. Starfsmaðurinn var á dögunum dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofangreind tilvik en var upphaflega einnig ákærður fyrir brot gegn fimm öðrum börnum. Börnin voru öll drengir á aldrinum 18 mánaða til þriggja ára, á leikskóla Hjallastefnunnar í Sandgerði. Dómurinn er sláandi lesning en þar má finna lýsingar annarra starfsmanna leikskólans og foreldra drengjanna á hræðslu drengjanna við starfsmanninn og ásökunum um ofbeldi. Einn er sagður hafa hreinlega sturlast við að eiga að fara til ákærðu þegar hún tók á móti börnunum á morgnana. Atvikið sem varð til þess að starfsmaðurinn var látinn fara og tilkynntur til lögreglu átti sér stað í mars 2021 en þá höfðu deildarstjóri og leikskólastjórinn verið að skipta á börnum þegar þær heyra allt í einu grátur sem önnur þeirra segir hafa verið „skelfilegan“. Drengurinn B, sem átti þá að vera á sullusvæði, hafði ítrekað verið að labba á milli þess svæðis og leikstofu og verið fylgt til baka. Vitnin lýsa því að ákærða hefði eitt skipti komið að, tekið um axlir drengsins og fylgt honum frá leiksvæðinu og að sullusvæðinu. „[...} og svo fer hún aftur inn í leikstofu og hann; þessi grátur sem ég heyrði hann var skelfilegur,“ segir deildarstjórinn. „Ég og O hrukkum báðar við; okkur brá svo þegar hann byrjaði að gráta og þetta var svona eins og hann gæti ekki andað [...] af því að það heyrist ekkert hljóð.“ Deildarstjórinn, sem er kallaður Ó í dómnum, segir leikskólastjórann O hafa stokkið fram og tekið drenginn í fangið og spurt hvað hefði gerst. Hann hefði svarað í „óstjórnlegum hræðslugráti“ að ákærða hefði meitt sig. Deildarstjórinn og leikskólastjórinn hefðu rætt við drenginn og hann sagt ítrekað í gegnum ekkasog að ákærða hefði meitt sig og bent á hálsinn. Bæði deildarstjórinn og leikskólastjórinn og fleiri starfsmenn sögðu að á hálsi drengsins hefði mátt sjá greinileg handaför. Annar drengur, sem er kallaður H, varð mögulega vitni að atburðinum en svaraði engu þegar hann var spurður að því hvað hefði gerst. Hann tók hins vegar utan um hálsinn á B og öðrum dreng seinna sama dag, sem hann hafði aldrei gert áður. „Hann sturlaðist bara inni í fataklefa“ Deildarstjórinn var sömuleiðis nálægur þegar atvikið átti sér stað þegar drengurinn D var klóraður. Deildarstjórinn sagði drenginn og ákærðu hafa verið ein í fataklefa, þar sem drengurinn hefði verið erfiður þegar hann átti að fara í útifötin. Ákærða hefði að lokum komið með D grátandi inn til deildarstjórans og spurt hvasslega hvort hann mætti klæða sig hjá henni. Deildarstjórinn hefði samþykkt það og ákærða farið. Deildarstjórinn hefði spurt D af hverju hann væri að gráta og hann svarað að ákærða hefði klórað sig. Og drengurinn hefði sannarlega verið með blóðugt far rétt fyrir neðan auga, sem annars staðar í dómnum er lýst sem fjögurra sentímetra löngu. Deilarstjórinn segist hafa gengið á ákærðu og spurt hvað hefði komið fyrir. Hún hefði hins vegar ekki viljað kannast við að neitt hefði gerst né sagðist hún hafa tekið eftir klóri á drengnum. Deildarstjórinn sagðist sjálf hafa skipt á drengnum skömmu áður en atvikið hefði átt sér stað og þá hefði hann ekki verið með klór. Drengurinn hefði talað um atvikið í margar vikur á eftir. Áhyggjur höfðu áður kviknað af því að ákærða höndlaði ekki álagið á leikskólanum, eftir að komið var að þar sem bæði hún og börnin í kringum hana voru grátandi. Í dómnum er einnig haft eftir vitnum að drengir hafi í öðrum tilvikum grátið undan ákærðu og meðal annars sakað hana um að grípa um úlnliðina á sér og klípa í kinnar. Þar er einnig fjallað nokkuð um drenginn G, sem starfsmenn segja hafa sýnt ofsafengin viðbrögð þegar hann mætti í leikskólann með foreldrum sínum og sá að ákærða væri að taka á móti börnunum. „[...] ef hún var að opna, þá eiginlega bara svona... hann sturlaðist bara inni í fataklefa, bara harðneitaði að koma inn, en um leið og það kom annar kennari af kjarnanum þá var það ekkert mál,“ segir deildarstjórinn um G. Foreldrar G leituðu til skólastjórnenda vegna þessa en drengurinn hafði sagt að ákærða væri vond við sig og að hann væri hræddur við hana. Deildarstjórinn sagði að fleiri börn hefðu átt erfitt með að koma þegar ákærða var að taka á móti. Hún hefði sjálf starfað á leikskóla í meira en 20 ár og aldrei séð barn komast í jafn mikið uppnám við að sjá kennara. Segir í vitnisburði hennar að ákærða hefði í upphafi verið „blíð, ljúf og hljóðlát“ en síðar hefði orðið talsvert um að börn kæmu grátandi og kvörtuðu undan henni. Urðu aftur eðlilegir eftir að ákærða var látin fara Bæði starfsmenn og foreldrar sögðust hafa orðið þess áskynja að breyting hefði orðið á drengjunum. B hafði til að mynda fengið martraðir. Eftir að atvikið átti sér stað tóku foreldrar hans eftir því að hann var farinn að kyrkja ofurhetjukarlana sína. Faðir drengsins C sagði hann hafa kvartað undan því að ákærða væri að meiða sig og sagði að honum hefði augljóslega ekki liðið vel á leikskólanum á þessum tíma. Móðir D sagði að hann hefði verið farinn að neita því að fara í leikskólann en það hefði hætt þegar ákærða var hætt störfum. Móðir E sagðist hafa spurt son sinn um hvern og einn kennara, hvort viðkomandi væri ekki góður, en þegar hún spurði um ákærðu hefði hann svarað: „Nei mamma, hún er vond við mig og hina strákana... hún klemma mig hér og klemma mig hér.“ „Hér“ og „hér“ voru háls og úlnliður. Móðir F sagði son sinn hafa kvartað undan öðrum dreng sem væri að meiða hann og sagði drenginn nota „kennarahendur“ eins og ákærða. Notaði drengurinn handahreyfingar til að gefa til kynna að um væri að ræða klíp í kinnar, enni og hár og hálstak. Mamma F sagði drenginn alltaf hafa verið hamingjusamt barn en hefði verið farinn að taka skapofsaköst eftir leikskóla. Þau hefðu hætt þegar ákærða var látin fara. Ljóst er af vitnisburði starfsmanna að framganga ákærðu, ekki síst atvikið gagnvart B, hafi valdið nokkru uppnámi meðal samstarfsmanna hennar. Ákærða neitaði sök en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að óyggjandi væri að hún hefði valdið þeim áverkum sem sáust á drengjunum tveimur. Þar bæri meðal annars að horfa til þess að hún hefði sjálf ekki kannast við að hafa tekið eftir áverkunum. Ljóst væri að G hefði verið mjög hræddur við ákærðu. „Fyrir liggja frásagnir einstakra vitna þess efnis að einstakir drengir hafi sagt að ákærða hafi meitt eða verið vond. Þessar frásagnir eru ákærunni til styrktar. Sama má að vissu leyti segja um framburð einstakra foreldra um hegðunarbreytingar hjá einstökum drengjum, þó eðli máls samkvæmt séu orsakatengingar þar óljósari,“ segir í dómnum. „Þótt telja verði að leiddar hafi verið líkur að því að einstakir drengir hafi verið smeykir við ákærðu og að minnsta kosti í tilviki eins, G, svo mjög að hann vildi alls ekki fara í leikskólann ef hún tók á móti honum, hefur ekki verið leitt í ljós í sakamáli þessu að það hafi stafað af háttsemi, er sé þess eðlis að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi viðhaft hana, af ásetningi, þannig að hún hafi brotið gegn tilgreindum ákvæðum barnaverndarlaga,“ segir um meint brot ákærðu gegn öðrum en B og D. Til viðbótar við hinn skilorðsbundna dóm var ákærða dæmd til að greiða B og D 500 þúsund krónur í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Suðurnesjabær Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Börn höfðu kvartað undan því að starfsmaðurinn „meiddi“ og voru hrædd við hann. Starfsmaðurinn var á dögunum dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofangreind tilvik en var upphaflega einnig ákærður fyrir brot gegn fimm öðrum börnum. Börnin voru öll drengir á aldrinum 18 mánaða til þriggja ára, á leikskóla Hjallastefnunnar í Sandgerði. Dómurinn er sláandi lesning en þar má finna lýsingar annarra starfsmanna leikskólans og foreldra drengjanna á hræðslu drengjanna við starfsmanninn og ásökunum um ofbeldi. Einn er sagður hafa hreinlega sturlast við að eiga að fara til ákærðu þegar hún tók á móti börnunum á morgnana. Atvikið sem varð til þess að starfsmaðurinn var látinn fara og tilkynntur til lögreglu átti sér stað í mars 2021 en þá höfðu deildarstjóri og leikskólastjórinn verið að skipta á börnum þegar þær heyra allt í einu grátur sem önnur þeirra segir hafa verið „skelfilegan“. Drengurinn B, sem átti þá að vera á sullusvæði, hafði ítrekað verið að labba á milli þess svæðis og leikstofu og verið fylgt til baka. Vitnin lýsa því að ákærða hefði eitt skipti komið að, tekið um axlir drengsins og fylgt honum frá leiksvæðinu og að sullusvæðinu. „[...} og svo fer hún aftur inn í leikstofu og hann; þessi grátur sem ég heyrði hann var skelfilegur,“ segir deildarstjórinn. „Ég og O hrukkum báðar við; okkur brá svo þegar hann byrjaði að gráta og þetta var svona eins og hann gæti ekki andað [...] af því að það heyrist ekkert hljóð.“ Deildarstjórinn, sem er kallaður Ó í dómnum, segir leikskólastjórann O hafa stokkið fram og tekið drenginn í fangið og spurt hvað hefði gerst. Hann hefði svarað í „óstjórnlegum hræðslugráti“ að ákærða hefði meitt sig. Deildarstjórinn og leikskólastjórinn hefðu rætt við drenginn og hann sagt ítrekað í gegnum ekkasog að ákærða hefði meitt sig og bent á hálsinn. Bæði deildarstjórinn og leikskólastjórinn og fleiri starfsmenn sögðu að á hálsi drengsins hefði mátt sjá greinileg handaför. Annar drengur, sem er kallaður H, varð mögulega vitni að atburðinum en svaraði engu þegar hann var spurður að því hvað hefði gerst. Hann tók hins vegar utan um hálsinn á B og öðrum dreng seinna sama dag, sem hann hafði aldrei gert áður. „Hann sturlaðist bara inni í fataklefa“ Deildarstjórinn var sömuleiðis nálægur þegar atvikið átti sér stað þegar drengurinn D var klóraður. Deildarstjórinn sagði drenginn og ákærðu hafa verið ein í fataklefa, þar sem drengurinn hefði verið erfiður þegar hann átti að fara í útifötin. Ákærða hefði að lokum komið með D grátandi inn til deildarstjórans og spurt hvasslega hvort hann mætti klæða sig hjá henni. Deildarstjórinn hefði samþykkt það og ákærða farið. Deildarstjórinn hefði spurt D af hverju hann væri að gráta og hann svarað að ákærða hefði klórað sig. Og drengurinn hefði sannarlega verið með blóðugt far rétt fyrir neðan auga, sem annars staðar í dómnum er lýst sem fjögurra sentímetra löngu. Deilarstjórinn segist hafa gengið á ákærðu og spurt hvað hefði komið fyrir. Hún hefði hins vegar ekki viljað kannast við að neitt hefði gerst né sagðist hún hafa tekið eftir klóri á drengnum. Deildarstjórinn sagðist sjálf hafa skipt á drengnum skömmu áður en atvikið hefði átt sér stað og þá hefði hann ekki verið með klór. Drengurinn hefði talað um atvikið í margar vikur á eftir. Áhyggjur höfðu áður kviknað af því að ákærða höndlaði ekki álagið á leikskólanum, eftir að komið var að þar sem bæði hún og börnin í kringum hana voru grátandi. Í dómnum er einnig haft eftir vitnum að drengir hafi í öðrum tilvikum grátið undan ákærðu og meðal annars sakað hana um að grípa um úlnliðina á sér og klípa í kinnar. Þar er einnig fjallað nokkuð um drenginn G, sem starfsmenn segja hafa sýnt ofsafengin viðbrögð þegar hann mætti í leikskólann með foreldrum sínum og sá að ákærða væri að taka á móti börnunum. „[...] ef hún var að opna, þá eiginlega bara svona... hann sturlaðist bara inni í fataklefa, bara harðneitaði að koma inn, en um leið og það kom annar kennari af kjarnanum þá var það ekkert mál,“ segir deildarstjórinn um G. Foreldrar G leituðu til skólastjórnenda vegna þessa en drengurinn hafði sagt að ákærða væri vond við sig og að hann væri hræddur við hana. Deildarstjórinn sagði að fleiri börn hefðu átt erfitt með að koma þegar ákærða var að taka á móti. Hún hefði sjálf starfað á leikskóla í meira en 20 ár og aldrei séð barn komast í jafn mikið uppnám við að sjá kennara. Segir í vitnisburði hennar að ákærða hefði í upphafi verið „blíð, ljúf og hljóðlát“ en síðar hefði orðið talsvert um að börn kæmu grátandi og kvörtuðu undan henni. Urðu aftur eðlilegir eftir að ákærða var látin fara Bæði starfsmenn og foreldrar sögðust hafa orðið þess áskynja að breyting hefði orðið á drengjunum. B hafði til að mynda fengið martraðir. Eftir að atvikið átti sér stað tóku foreldrar hans eftir því að hann var farinn að kyrkja ofurhetjukarlana sína. Faðir drengsins C sagði hann hafa kvartað undan því að ákærða væri að meiða sig og sagði að honum hefði augljóslega ekki liðið vel á leikskólanum á þessum tíma. Móðir D sagði að hann hefði verið farinn að neita því að fara í leikskólann en það hefði hætt þegar ákærða var hætt störfum. Móðir E sagðist hafa spurt son sinn um hvern og einn kennara, hvort viðkomandi væri ekki góður, en þegar hún spurði um ákærðu hefði hann svarað: „Nei mamma, hún er vond við mig og hina strákana... hún klemma mig hér og klemma mig hér.“ „Hér“ og „hér“ voru háls og úlnliður. Móðir F sagði son sinn hafa kvartað undan öðrum dreng sem væri að meiða hann og sagði drenginn nota „kennarahendur“ eins og ákærða. Notaði drengurinn handahreyfingar til að gefa til kynna að um væri að ræða klíp í kinnar, enni og hár og hálstak. Mamma F sagði drenginn alltaf hafa verið hamingjusamt barn en hefði verið farinn að taka skapofsaköst eftir leikskóla. Þau hefðu hætt þegar ákærða var látin fara. Ljóst er af vitnisburði starfsmanna að framganga ákærðu, ekki síst atvikið gagnvart B, hafi valdið nokkru uppnámi meðal samstarfsmanna hennar. Ákærða neitaði sök en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að óyggjandi væri að hún hefði valdið þeim áverkum sem sáust á drengjunum tveimur. Þar bæri meðal annars að horfa til þess að hún hefði sjálf ekki kannast við að hafa tekið eftir áverkunum. Ljóst væri að G hefði verið mjög hræddur við ákærðu. „Fyrir liggja frásagnir einstakra vitna þess efnis að einstakir drengir hafi sagt að ákærða hafi meitt eða verið vond. Þessar frásagnir eru ákærunni til styrktar. Sama má að vissu leyti segja um framburð einstakra foreldra um hegðunarbreytingar hjá einstökum drengjum, þó eðli máls samkvæmt séu orsakatengingar þar óljósari,“ segir í dómnum. „Þótt telja verði að leiddar hafi verið líkur að því að einstakir drengir hafi verið smeykir við ákærðu og að minnsta kosti í tilviki eins, G, svo mjög að hann vildi alls ekki fara í leikskólann ef hún tók á móti honum, hefur ekki verið leitt í ljós í sakamáli þessu að það hafi stafað af háttsemi, er sé þess eðlis að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi viðhaft hana, af ásetningi, þannig að hún hafi brotið gegn tilgreindum ákvæðum barnaverndarlaga,“ segir um meint brot ákærðu gegn öðrum en B og D. Til viðbótar við hinn skilorðsbundna dóm var ákærða dæmd til að greiða B og D 500 þúsund krónur í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Suðurnesjabær Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira