Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. maí 2023 13:30 Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. Þar eru birt ráð til íslenskra stjórnvalda sem eiga nú í erfiðri baráttu við verðbólgudrauginn en jafnframt er lögð sérstök áhersla á að „viðkvæmum hópum” eins og segir í skýrslunni verði hlíft við afleiðingum aðhaldsaðgerða sem nauðsynlegar séu vegna lausataka í ríkisfjármálum. Hvernig skyldi ríkisstjórn Íslands bregðast við þessari falleinkunn sem fjármálastjórn hennar fær í skýrslunni þótt vitanlega sé hún sett fram með diplómatískum hætti? Verður gripið til sérstakra ráðstafana til að hlífa „viðkvæmum hópum” við afleiðingum verðbólgu, húsnæðisvanda og vaxtaákvarðana Seðlabankans og má ef til vill vænta þeirra fyrir næsta vaxtaákvörðunardag þann 24. þessa mánaðar? Ef marka má þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að halda áfram á sömu braut, viðkvæmu hóparnir muni þurfa að bíða. Mannanna verk Í opinberri umræðu á það til að gleymast að verðbólga og vextir eru ekki fyrirbæri sem skyndilega og án viðvörunar steypast yfir fólkið í landinu. Þetta er ekki veðurfyrirbrigði. Margt tengt þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á síðustu misserum er beinlínis mannanna verk. Húsnæðisvandinn er afleiðing aðgerðarleysis stjórnmálamanna og megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára. Nærtækt er svo að minnast þeirrar makalausu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka skatta og þjónustugjöld um síðustu áramót en sú aðgerð ein og sér skilaði 1% hækkun vísitölu neysluverðs og fór sem eldur í sinu í gegnum verðtryggðar skuldir landsmanna. Þeir „viðkvæmu hópar” sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur svo mikilvægt að hlífa eru kaupendur fyrstu fasteignar, leigjendur, ungt fólk, einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur sem búa margir við neyðarástand sökum erfiðrar afkomu sem dýrtíð, verðbólga og vaxtahækkanir valda. Þessir hópar hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir slakri stjórn efnahagsmála og forgangsröðun stjórnvalda að undanförnu. Stjórnvöld hafa vanrækt stuðningskerfi þessara hópa og nú er hætta á að loforð um uppbyggingu húsnæðis verði ekki efnd. Örbirgð í heilsuspillandi húsnæði Nú berast af því fréttir að sífellt fleiri velji að leita skjóls undan linnulausum vaxtahækkunum Seðlabankans með því að færa sig yfir í verðtryggð húsnæðislán, Íslandslánin svonefndu, með tilheyrandi skuldafjötrum og eignaupptöku. Leigjendur og láglaunafólk finna svo sannarlega fyrir verðbólgunni og vöxtunum í hækkandi húsnæðiskostnaði sem veldur því að sífellt fleiri búa við þröngbýli og örbirgð og verða að gera sér að góðu hættulegt og heilsuspillandi húsnæði. Nú fylgist þessi hluti þjóðarinnar fullur angistar með því hvort Seðlabankinn hyggist enn hækka vextina þann 24. þessa mánaðar. Hærri vextir auka vaxtakostnað fyrirtækja. Með því verður afkoma þeirra verri. Fyrirtækin hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgu, varið hagnað með því að þrýsta kostnaði beint í verðlag. Sú hækkun veldur hækkun vísitölu neysluverðs og þar með verðbólgu sem Seðlabankinn bregst við með stýrivaxtahækkunum. Þetta er vítahringur sem stjórnvöld næra með hækkunum skatta og gjalda og Seðlabankinn með hækkunum vaxta. Þetta eru mannanna verk Og þá vaknar spurningin hvort og hvernig „viðkvæmu hópunum” verði hlíft telji Seðlabankinn enn þörf á að hækka vexti til að sigrast á verðbólgunni sem hann nærir með sömu vaxtahækkunum. Og hvernig skyldu stjórnvöld ætla að standa við fyrirheit sín um að koma „viðkvæmum hópum” til aðstoðar á sviði húsnæðismála á sama tíma og þau kynda undir verðbólguna sem eykur fjármagnskostnaðinn og dregur þrótt úr byggingariðnaðinum? Er að undra að sífellt fleiri haldi því fram að sinnuleysi um afkomu almennings einkenni núverandi ríkisstjórn? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. Þar eru birt ráð til íslenskra stjórnvalda sem eiga nú í erfiðri baráttu við verðbólgudrauginn en jafnframt er lögð sérstök áhersla á að „viðkvæmum hópum” eins og segir í skýrslunni verði hlíft við afleiðingum aðhaldsaðgerða sem nauðsynlegar séu vegna lausataka í ríkisfjármálum. Hvernig skyldi ríkisstjórn Íslands bregðast við þessari falleinkunn sem fjármálastjórn hennar fær í skýrslunni þótt vitanlega sé hún sett fram með diplómatískum hætti? Verður gripið til sérstakra ráðstafana til að hlífa „viðkvæmum hópum” við afleiðingum verðbólgu, húsnæðisvanda og vaxtaákvarðana Seðlabankans og má ef til vill vænta þeirra fyrir næsta vaxtaákvörðunardag þann 24. þessa mánaðar? Ef marka má þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að halda áfram á sömu braut, viðkvæmu hóparnir muni þurfa að bíða. Mannanna verk Í opinberri umræðu á það til að gleymast að verðbólga og vextir eru ekki fyrirbæri sem skyndilega og án viðvörunar steypast yfir fólkið í landinu. Þetta er ekki veðurfyrirbrigði. Margt tengt þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á síðustu misserum er beinlínis mannanna verk. Húsnæðisvandinn er afleiðing aðgerðarleysis stjórnmálamanna og megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára. Nærtækt er svo að minnast þeirrar makalausu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka skatta og þjónustugjöld um síðustu áramót en sú aðgerð ein og sér skilaði 1% hækkun vísitölu neysluverðs og fór sem eldur í sinu í gegnum verðtryggðar skuldir landsmanna. Þeir „viðkvæmu hópar” sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur svo mikilvægt að hlífa eru kaupendur fyrstu fasteignar, leigjendur, ungt fólk, einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur sem búa margir við neyðarástand sökum erfiðrar afkomu sem dýrtíð, verðbólga og vaxtahækkanir valda. Þessir hópar hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir slakri stjórn efnahagsmála og forgangsröðun stjórnvalda að undanförnu. Stjórnvöld hafa vanrækt stuðningskerfi þessara hópa og nú er hætta á að loforð um uppbyggingu húsnæðis verði ekki efnd. Örbirgð í heilsuspillandi húsnæði Nú berast af því fréttir að sífellt fleiri velji að leita skjóls undan linnulausum vaxtahækkunum Seðlabankans með því að færa sig yfir í verðtryggð húsnæðislán, Íslandslánin svonefndu, með tilheyrandi skuldafjötrum og eignaupptöku. Leigjendur og láglaunafólk finna svo sannarlega fyrir verðbólgunni og vöxtunum í hækkandi húsnæðiskostnaði sem veldur því að sífellt fleiri búa við þröngbýli og örbirgð og verða að gera sér að góðu hættulegt og heilsuspillandi húsnæði. Nú fylgist þessi hluti þjóðarinnar fullur angistar með því hvort Seðlabankinn hyggist enn hækka vextina þann 24. þessa mánaðar. Hærri vextir auka vaxtakostnað fyrirtækja. Með því verður afkoma þeirra verri. Fyrirtækin hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgu, varið hagnað með því að þrýsta kostnaði beint í verðlag. Sú hækkun veldur hækkun vísitölu neysluverðs og þar með verðbólgu sem Seðlabankinn bregst við með stýrivaxtahækkunum. Þetta er vítahringur sem stjórnvöld næra með hækkunum skatta og gjalda og Seðlabankinn með hækkunum vaxta. Þetta eru mannanna verk Og þá vaknar spurningin hvort og hvernig „viðkvæmu hópunum” verði hlíft telji Seðlabankinn enn þörf á að hækka vexti til að sigrast á verðbólgunni sem hann nærir með sömu vaxtahækkunum. Og hvernig skyldu stjórnvöld ætla að standa við fyrirheit sín um að koma „viðkvæmum hópum” til aðstoðar á sviði húsnæðismála á sama tíma og þau kynda undir verðbólguna sem eykur fjármagnskostnaðinn og dregur þrótt úr byggingariðnaðinum? Er að undra að sífellt fleiri haldi því fram að sinnuleysi um afkomu almennings einkenni núverandi ríkisstjórn? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun